Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021 HÖNNUN Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin, Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes Arles, Frakklandi. AFP. | Snúinn turninn eftir Frank Gehry rís hátt handan við forna rómverska leik- vanginn í Arles í Frakklandi og glampar á hann í sólinni. Byggingin er framúrstefnuleg viðbót við þenn- an franska bæ, sem þekktur er fyrir staði á heimsminjaskrá. Turninn er í þungamiðju „sköp- unargarðs“, sem listastofnunin Luma í Sviss á frumkvæði að. Þar stendur til að veita listamönnum að- stöðu til skapa, vinna saman og sýna verk sín. Bygging Gehrys, sem orðinn er 92 ára gamall og er þekktur fyrir Gug- genheim-safnið í Bilbao og Walt Disney-tónleikahöllina í Los Angel- es, er klædd 11 þúsund plötum úr stáli, sem gnæfa yfir stórum, hring- laga grunni úr gleri. Þar verða sýningar á samtíma- verkum, bókasafn og skrifstofur. Á svæðinu á vegum Luma verða að auki ráðstefnur og lifandi uppá- komur. Þegar horft er úr fjarska endur- kastar byggingin síbreytilegum ljós- brigðum bæjarins, sem veitti Vin- cent van Gogh innblástur. Einnig endurspeglast Alpille-fjallgarðurinn í honum og við sólarlag verður hann logagylltur. Mustapha Bouhayati, yfirmaður Luma Arles, segir að mikil mann- virki séu engin nýlunda í Arles, hinn forni rómverski leikvangur og leik- hús hafi löngum laðað að sér fjölda manns. Turninn sé bara nýjasta viðbótin, segir hann: „Við erum að reisa arf- leifð morgundagsins.“ Luma Arles liggur á gömlu iðn- aðarsvæði. Maja Hoffmann frá Sviss, sem hefur lengi stutt við list- ir og stofnaði Luma-stofnunina, segir að tekið hafi sjö ár að reisa mannvirkin á staðnum og hug- myndavinnan hafi tekið mun lengri tíma. „Arles valdi mig“ Auk turnsins er í Luma Arles vett- vangur til að halda myndlistarsýn- ingar og sýna á sviði í gömlu iðn- aðarhúsnæði. Þar er einnig sjálflýsandi hjólabrettagarður eftir suðurkóreska listamanninn Koo Jeong A og víðáttumikill almenn- ingsgarður eftir belgíska landslags- arkitektinn Bas Smets. Hoffmann er langafadóttir stofnanda svissneska lyfjarisans Roche og hefur árum saman verið atkvæðamikil í heimi samtíma- listar líkt og amma hennar á undan henni. Hún hefur framleitt heimildar- myndir og er þekktur listasafnari. Í safni hennar eru ljósmyndir eftir Annie Leibovitz og Diane Arbus og hún segist hafa umgengist Jean-Michel Basquiat í New York. Markmið stofnunar hennar er að Inngangurinn í húsið í Arles eftir Frank Gehry er með glerþaki og yfir því gnæfir snúinn turninn klæddur ryðfríu stáli. AFP Inni í húsinu, sem er miðdepill Luma Arles, er hringstigi og þeir sem eru að flýta sér geta rennt sér niður rennibraut, sem er snúin eins og tappatogari. Framúrstefna í fornum bæ Frank Gehry er einn þekktasti arkitekt samtímans og þegar ný hús rísa eftir hann telst það ávallt til tíðinda. Á laugardag var opnað nýtt hús eftir hann í Arles í Frakklandi og verður það miðdepill umfangsmikillar listasmiðju. Í gömlu iðnaðarhúsnæði við turnbygginguna eru salir fyrir sýningar og uppá- komur af ýmsum toga. Svæðinu er ætlað að verða deigla lista og menningar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.