Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021
Elsku Fiskurinn minn, lífsgleði í fegurð, tjáningu og tali er það sem þú verður
sterkur í næsta mánuð. Þú átt eftir að njóta þín og vera hrókur alls fagnaðar og þér verður
færður mikill styrkur þótt sorgin hafi bankað á dyrnar þínar.
Þú finnur að þú eflist og sérð þann hæfileika þinn að gefa ljós og styrk til þeirra sem á því
þurfa að halda. Í þessu sterka umhverfi og til þess að þú getir vaxið og dafnað er svo mikilvægt
að þú tjáir þig í gegnum listir, vini og gleði. Tækifærin koma fljótandi til þín þegar þú ert á létt-
um nótum lífsins og þú aðlagast betur með því að tjá þig í gegnum lífsgleði, þó að þig langi jafn-
vel til að öskra. Gulur er liturinn sem tengir þig inn í sumarið og hann gefur þér tákn um vin-
áttu og sanna ást. Ef þú ert að leita að ástinni eða finnst hún vera komin í líf þitt skaltu nota
lífsgleðina og húmorinn og eyða allri neikvæðni, þá gengur allt í sögu.
Þú skoðar allar aðstæður út frá hagnýtu og tilfinningalegu sjónarhorni og hefur einstaka
hæfileika til að leysa úr vandamálum annarra. Þú vinnur yfirleitt meira en þú þarft án þess að
taka aukalega fyrir það og fyrir það elskum við öll þann karakter sem ert þú. Þú ert mikill mat-
gæðingur, elskar að elda og þú skalt þróa þá list betur, það kemur eitthvað merkilegt út úr því.
Að sjá til allra átta og öll meðalmennska fer í taugarnar á þér. Þú gefur ekki fáfróðu eða
smásálarlegu fólki tíma og núna er tíminn svo sannarlega verðmætur. Þú skautar fram úr þeim
sem eru að keppa við þig, án þess að hika. Þú ert svo mikil knús- og kúrumanneskja, elskar að
snerta og knúsa og núna geturðu svo sannarlega sleppt fram af þér beislinu í bangsaf-
aðmlögum.
Tíminn er verðmætur
FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS
Elsku Nautið mitt, þú kemur þér út úr hvaða fýlupytti sem er með því að vaða
meira áfram en þú hefur gert. Þú getur kannski ekki klárað allt sem þú vilt, en á endanum verður
útkoman svoleiðis. Fjölskyldan flykkist í kringum þig og þú nýtur þess að hafa þína nánustu næst
þér. Það er mikil frjósemi í þessu merki, bæði sem tengist, börnum, barnabörnum, dýr koma á
heimilið og frjósemi hugans verður endalaus. Þú hefur þá sterku tilfinningu að þú sért sáttur við
sjálfan þig, en engan veginn getur þú verið sáttur fyrir annarra hönd. Hver og einn einstaklingur
þarf að bjarga sér sjálfur því þú getur aldrei gengið í annarra fótspor.
Ég ætla að láta þig vita að eftir því sem þér finnst þú hafa minni stuðning frá öðrum, þá eflistu
bara margfalt og það eru engin takmörk fyrir því sem þú getur látið gerast. Þegar leiðindi vanans
vilja klófesta þig því það hafa þau svo sannarlega gert, þarftu að brjóta af þér þær viðjar til að
hrinda því í burtu sem fær þig til þess að ganga sama hringinn. Því þá ertu ekki í tengingu við Al-
heimsvitundina og þá alls ekki í tengingu við sjálfan þig. Til þess að breyta þessu, ef það háir þér,
skaltu ákveða þig og skrifa niður þrjú atriði á hverjum degi, atriði sem hjálpa þér að takast á við
og hjálpa þér að sleppa þeim svo lausum.
Þú finnur það hjá þér að þú getur hafa verið alinn upp í því umhverfi að allt var kassalagað og
ekkert mátti. En núna ræðurðu sjálfur og Venus er með sína bleiku og fallegu orku til að sýna þér
að ef þú ert á lausu, þá skaltu bara horfa aðeins betur á það sem er líklega bara í umhverfi þínu.
En þeir sem eru í sambandi skulu byggja upp meiri áhuga og ástríðu til makans, skilyrðislaust og
án þess að búast við einhverju til baka. Bleikt er þinn litur yfir þetta sumar og steinninn þinn er
hrafntinna sem heldur hinu góða inni og sendir það sem þú átt ekki skilið í burtu.
Nú ræður þú
NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ
Elsku Hrúturinn minn, ekki vera svekktur þó að Almættið sendi þér ekki allt í
þeirri röð sem þú vilt hafa það. Það er pínulítið verið að stoppa þig til þess að þú sjáir hvort þú sért á
réttum stað eða ekki. Þú getur hafa átt við einhver veikindi að stríða og ekkert fer eins illa í Hrútinn
og að vera stoppaður gegn vilja hans. Þetta á sérstaklega við þá sem hafa farið of hratt þennan síð-
asta mánuð og ætluðu að klára allt á núll einni. Því núna er að taka við betra skipulag og fullvissa um
hvernig þú leysir úr þessarri fléttu. Það eru flutningar og óvænt ferðalög hjá mörgum sem eru svo
heppnir að vera skráðir í þetta merki. Eitthvað sem þú þarft að taka þér fyrir hendur og gæti það al-
veg eins verið að þetta ferðalag eða ferðalög væru vegna þess að þú þarft að ganga frá einhverjum
hnútum sem samt munu leiða í ljós meiri gleði en þú bjóst við.
Þú ert að fá mörg tilboð eins og viltu gera þetta eða hitt, og það er úr mörgu að velja, þetta verður
þannig að þú skalt vera fljótur að taka ákvörðun. Þú hefur verið miklu duglegri en þú heldur og
byggt mun sterkari undirstöður en þú getur ímyndað þér og þú átt svo sannarlega eftir að meika
það. Því þú hefur þessa brennandi þrá til þess að gera eitthvað sérstakt eða ná langt á þínu sviði.
Framinn er þér mjög mikilvægur og þú hefur svo sannarlega unnið mjög mörg verk. Í þessum til-
þrifum og án þess að hugsa tekur þú stjórnina og bjargar öðrum áður en þú hugsar um sjálfan þig,
svo þú getur verið stoltur af sjálfum þér. Það er bæði mikil ástríða í kringum þig en líka mikill leiði.
Þar af leiðandi, hvort sem þú ert giftur eða á lausu, laðast tækifæri í ástamálum að þér, en hugsaðu
þig tvisvar um áður en að heiman er farið. Því grasið er ekki grænna hinum megin við hornið, en ef
þú vökvar með ást og kærleika spretta blóm sem þú aldrei hefur séð áður.
Með brennandi þrá
HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL
Elsku Tvíburinn minn, þú ert að fara inn í tíma þar sem kærleikurinn verð-
ur þitt sterkasta vopn. Og þú átt eftir að umfaðma vini og líka þá sem þér finnst ekkert sér-
stakir vinir. Lykillinn þinn til að leysa vandamálin, hvort sem það tengist fjölskyldu, fjár-
málum eða ást, er er að ausa út kærleikanum hægri og vinstri. Og þegar þú ferð í þennan
gírinn verðurðu eins og uppljómaður, því það er svo margt í lífinu byggt upp á Karma og er
þar af leiðandi eins og búmerang. Þannig að þegar þú gefur fegurð, mun fegurðin og kær-
leikurinn einblína á þig.
Þú hefur haft óþarfa áhyggjur af svo mörgu og það virðist vera að það sem þú hefur mest-
ar áhyggjur af gangi 100% upp. Hugur þinn og útgeislun eru tveir þættir sem nauðsynlegt
er að samræma, því það sjá það allir þegar þú er ekki í þínum dásamlega gír.
Þú átt eftir að verða tilbúinn til að gefa þig allan í starf sem er innihaldsríkt og upp-
örvandi bæði fyrir þig og aðra. En þú getur lent í því að þurfa að takast á við tvö eða
fleiri störf eða verkefni á sama tíma og jafnvel fleiri en þú bjóst við. Þú elskar að vera á
tánum og vinnur langbest undir pressu eða stressi og núna ertu að bruna í átt að næsta
ævintýri.
Ekki vera feiminn með hugmyndir eða leyndarmál, ræddu bara við þann sem þú treystir
og þú veist að mun hvetja þig áfram, frekar en á þann sem gerir lítið úr því sem þér finnst
mikilvægt. Það skiptir ekki máli hversu mikið þú ert elskaður, samt hefur þunglyndi og ein-
semd náð tökum á þér inni á milli. Þegar þú finnur, tilfinningaríki Tvíburinn minn, að eitt-
hvað slíkt hafi náð tökum á þér, skaltu gera eitthvað í því strax!
Kærleikur sterkasta aflið
TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ
Ef þú vilt ást, elskaðu
þá aðra skilyrðislaust.
Knús og kossar
Elsku Steingeitin mín, júlímánuður verður svo sannarlega gefandi og
skemmtilegur. Því undarlegar tilviljanir og atvik eiga sér stað með reglubundnu millibili.
Þú bæði vex og viðar að þér visku og andlegum skilningi. Þú ert eins og á þekkingar-
námskeiði í skóla lífsins og átt eftir að njóta þess að vera til.
Þú ert nýbúin að fá klapp á bakið eða að vera sérstaklega ánægð með einhvers konar
afrek, sem fær þig til að finna spennu fyrir lífinu, og já, bara finnast þessi tími vera
spennandi.
Það er að opnast svo margt í hjarta þínu og þú gefur bæði þér og öðrum stóran séns til
að valhoppa út þetta sumar. Þú finnur svo innilega að þú getur stólað á sjálfa þig, því vit-
und þín er að stækka með hverju skrefinu. Það er mikið af freistingum í kringum þig og
þær eru tengdar ástinni og hún gæti komið í dulbúnu veseni og lýst ljósi sínu bæði á þá
sem eru á lausu jafnt og þá sem eru í sambandi.
Ef þú ferð ekki varlega þá gæti þessi lífsins ástardrykkur sem þú vilt súpa á, verið
eitraður. Peningamálin reddast alltaf, þú gætir verið að fá borgað fyrir eitthvað sem
þú hefur lagt út, eða það sem þú bjóst ekki við að myndi koma til þín. Því þú ert með
sama streymi og flæði og Gullfoss, fallegt, hrífandi og gerist snöggt. Það kemur viss
spenningur í þig að fjárfesta, líta eftir nýju heimili, vinnustað eða skóla og ef þú setur
huga þinn og kraft í það af fullu afli, þá muntu skora. En það þarf að þora til að
skora!
Og þótt þú virðist virðuleg á yfirborðinu, þá býr í þér villingur sem lætur sig dreyma
stóra drauma og það er leiðin til þess að þeir rætist. Þú átt eftir að upplifa ævintýri og
gera eitthvað stórbrotið.
Með flæði eins og Gullfoss
STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR
Elsku Vatnsberinn minn, það sem þú þarft að prenta inn í sálu þína og vita að
verði þér fyrir langbestu, er að hafa samvinnu og að vera samvinnuþýður. Því það lyfta þér allir upp í
þann farveg sem þú átt að vera í. Í framhaldi af því eflir þú tengsl, mætir á réttu staðina og tekur þátt
í hringiðu lífsins, þótt þú þurfir að hafa aðeins fyrir því. Að hafa þann kraft að vera góður fylgjandi og
að leyfa fólki að sjá að þú sért ekki í fyrsta sæti (þó að þú sért það). Því að þú ert að mynda svo sam-
heldinn hóp í kringum þig, en það vinnst bara með góðri samvinnu. Þú þarft að hafa mikla og góða yf-
irsýn yfir litlu hlutina, skrifa niður það sem þarf að gera og skoða aðstæður með smásjá. Og að
þekkja þann yndislega kraft sem þú hefur, en stundum þarftu bara að þegja og þekkja kraft þagn-
arinnar. Það er allt saman að renna saman í rétta átt. Og það er ekki í eðli þínu að sækjast eftir per-
sónulegu hrósi eða lofi, en þú færð það sem þig vantar úr innsta vinahring. Þolinmæði er kannski
ekki alltaf kostur fyrir þig hjartað mitt, en núna þarftu að skilja að þú þarft hana og líka þrautseigju
til að hlusta og meðtaka. Þú ert með sanna vináttu og það er merkileg gjöf, en þú ert búinn að vinna
fyrir henni. Þú sérð hver tilgangurinn var með öllu þessu brambolti sem hefur verið í kringum þig og
færð þann frið sem þú þarfnast og nógu mikla hvíld til að styrkja anda þinn. Litur sem er gott fyrir
þig að nota er appelsínugulur, því að litir efla okkar innri kraft. Og þú munt sjá þetta skýrt þegar þú
skoðar og skilur betur hvað ég er að segja. Þú átt eftir að tvíeflast í allri samvinnu og máttur ást-
arinnar byggist á vináttu, hvort sem þú ert í sambandi eða ert að leita eftir sálufélaga.
Þú gætir jafnvel átt erfitt með að sofa í þeim mikla krafti sem verður í þessum júlímánuði. En það er svo
einkennilegt að það er eins og þú þurfir bara minni svefn. Svo ekki krefjast þess af þér að þú þurfir að
sofna á ákveðnum tíma, því það veldur þér bara stressi og þá verðurðu skapstirður. Þú lætur þér meira í
léttu rúmi liggja þótt einhver pirrist út í þig, það hefur engin sérstök áhrif á þig. Þú ert bæði félagslyndur
og einfari, svo það er líka mikilvægt að rækta hellisbúann og leyfa sér einveru, kyrrð og þögn inni á milli.
Þekktu kraft þinn
VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR