Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Blaðsíða 12
Sigurbjörn leggur áherslu á, að sínar dyr séu
alltaf opnar og að mikilvægt sé að bæði starfs-
fólk skólans og nemendur upplifi sanngirni.
„Það skiptir máli fyrir nemendur að á þá sé
hlustað. Hér er tekið á öllum málum og nánast
enginn fer ósáttur út; við vinnum okkur að
lausninni. Það er algjört lykilatriði. Það er að-
eins einn nemandi sem hefur ekki skilið þetta í
minni tíð. Það orð fer af okkur hérna á skrif-
stofunni að við vitum um allt sem gerist í skól-
anum. Ég get nefnt þér gott dæmi um það.
Piltur nokkur hafði gert eitthvað af sér og ég
sagði honum að halda sig á mottunni, ég vissi
allt um hann, meira að segja hjá hvaða stelpu
hann hefði sofið um nóttina. Hafði frétt það
fyrir hreina tilviljun. Hann var eins og bráðið
smjer eftir þetta.“
Hann hlær.
„Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er
ekki þessi dæmigerði virðulegi skólameistari
en ábyggilega týpan sem þessi skóli þurfti á að
halda. Ég vil vinna með nemendum en ekki á
móti þeim. Þegar ég var hérna í skólanum tók
skólameistari sínar ákvarðanir án þess að ráð-
færa sig við neinn og þær stóðu, sama hvað
tautaði.“
– Hvernig skólameistari ert þú?
„Ég er galgopi sem er léttur að eðlisfari og á
auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á til-
verunni. Það er svo auðvelt að leika trúðinn.
En öllu gríni fylgir alvara. Stefna okkar er sú
að taka mildilega á málum – en ef skrökvað er
að okkur þá mætum við því af festu.“
Eitt af því sem taka þurfti á var áfengis-
neysla á heimavistinni. „Hún verður ekki liðin
og það tók eltingarleik og átök að koma skikki
á það mál en drykkja á vistinni er ekkert
vandamál í dag. Einu sinni hefur verið fiktað
við dóp í skólanum á minni vakt, það var gras-
neysla. Ég fékk að vita af því máli frá nem-
endum og gerði viðeigandi ráðstafanir. Nem-
endur kæra sig ekki um slíkt.“
Gimbur á flandri
Nú hringir síminn hjá Sigurbirni og hann bið-
ur mig að hafa sig afsakaðan rétt sem snöggv-
ast. „Ég verð að taka þetta.“ Símtalið hverfist
um gimbur sem er á einhverjum þvælingi og
Sigurbjörn leggur til að henni verði ýtt sunnar
og ef það dugi ekki til þá verði að fara með
hana á bát út í einhverja eyju. Skilji ég þetta
rétt. „Afsakaðu. Þetta var bróðir minn. Við
viljum ekki að okkar fé fari upp að veginum,
frekar en aðrir sómakærir bændur.“
Það kemur sumsé í ljós að Sigurbjörn er líka
bóndi, ásamt eldri bróður sínum, Geir Arn-
grímssyni. Þeir tóku við búskap í Álftagerði í
Mývatnssveit þegar faðir þeirra, Arngrímur
Geirsson, féll frá síðasta sumar. Eru þar með
90 veturfóðraðar kindur og ríflega 30 hesta.
„Mamma, Gígja Sigurbjörnsdóttir, er að nafn-
inu til ábúandi en við bræður sjáum um bú-
skapinn fyrir hana. Mig langaði að prófa þetta
og það hefur verið gaman. Afi minn og amma,
Geir Kristjánsson og Freydís Sigurðardóttir,
bjuggu þarna áður og ég var tíður gestur sem
barn en ólst að mestu upp í Skútustaðaskóla.“
Sigurbjörn býr á Laugum sem eru í 26 km
fjarlægð frá Álftagerði. „Það er svo sem ekki
langt í burtu en samt nógu langt til þess að
maður getur ekki skotist í verkefni eins og
þetta á miðjum vinnudegi.“
Eiginkona Sigurbjörns er Gunnhildur Hin-
riksdóttir íþróttafræðingur, einnig úr Mý-
vatnssveit. Þau byrjuðu saman þegar hann var
fimmtán að verða sextán en hún fjórtán að
verða fimmtán og hafa verið samferða gegnum
lífið síðan, fyrir utan vetrarpart meðan þau
voru unglingar. „Það er mesta furða hvað
þetta hefur gengið en ég er ábyggilega ekkert
auðveldur í sambúð. Vil gera hlutina svona og
bara svona,“ segir hann og setur báðar hendur
skörungslega fram á sama tíma. „Ég hef skoð-
un á hlutunum og sýna þarf mér vel fram á það
og með gildum rökum að betra sé að gera þá
einhvern veginn öðruvísi. Blessunarlega er
Gunnhildur tiltölulega þægileg í sambúð.“
Miðjubarn en samt ekki
Eitthvað helgast þetta geðslag vísast af upp-
eldinu. „Ég er miðjubarn en samt ekki.“
– Nú?
„Ég á tvö eldri systkini, níu og ellefu árum
eldri, og tvö yngri. Þau eldri fóru ung að heim-
an, þannig að ég var í reynd elsta barnið á
heimilinu meðan ég var að vaxa úr grasi. Það
mótar mann. Sjálfur var ég farinn að heiman
fimmtán ára til að búa megnið af árinu hérna á
Laugum.“
Sigurbjörn gekk menntaveginn allt til enda,
lauk doktorsprófi í lífeðlisfræði í Bandaríkjun-
um. „Þegar ég var yngri hugsaði ég með mér
að gaman yrði að gera tvennt í lífinu, að vera
skólastjóri Íþróttakennaraskólans og lands-
liðsþjálfari í frjálsum. 37 ára var ég búinn að
gera hvort tveggja. Þá spyr maður sig óhjá-
kvæmilega: Hvað svo?“
Hann brosir.
Eina vegferð er hann þó feginn að hafa ekki
lagt upp í. „Fyrir nokkrum árum var ég hvatt-
ur til að sækja um starf forseta mennta-
vísindasviðs HÍ. Ég hef ekki hugmynd um
hvort ég hefði fengið starfið og það reyndi
aldrei á það vegna þess að ég ákvað að vel at-
huguðu máli að sækja ekki um. Auðvitað kitl-
aði þessi vegtylla leikfimikennarann úr Mý-
vatnssveit en þetta hefði verið botnlaus vinna í
fimm ár og vígstaðan erfið út frá til dæmis
kjarasamningum sem maður hefur ekkert um
að segja.“
Sigurbjörn og Gunnhildur eiga þrjú börn,
Guðmund Gígjar, fæddan 2003, Arneyju Dag-
mar, fædda 2005, og Hinrik Frey, fæddan
2009. „Tvö þau eldri verða hérna í skólanum
hjá mér næsta vetur og ætla að setja mig á
hausinn með því að búa á heimavistinni.“
Hann glottir.
Finnst ég ekki vera veikur
Eins og fyrr segir tók líf Sigurbjörns óvænta
stefnu í byrjun ársins þegar hann greindist
með fjórða stigs krabbamein. Hann hefur rætt
opinskátt um veikindi sín, bæði í fjölmiðlum og
á samfélagsmiðlum, og æðruleysi hans vakið
óskipta athygli. Að ekki sé talað um flug-
beittan húmorinn.
– Við erum búnir að sitja hérna saman í dá-
góða stund og mín upplifun er ekki sú að ég sé
að tala við alvarlega veikan mann.
„Mér finnst ég heldur ekki vera veikur.
Þessi veikindi komu alveg flatt upp á mig; ég
hef verið mjög heilsuhraustur og kenndi mér
einskis meins fyrr en eitthvað poppaði út úr
kviðnum á mér yfir nótt fljótlega eftir áramót-
in. Ég var sannfærður um að þetta væri kvið-
slit en gaf mér ekki tíma til að láta líta á það
fyrr en nokkrum vikum seinna, það var nóg að
gera hérna í skólanum. Auðvitað hefði ég átt
að fara fyrr, eins og fólk lagði að mér. Maður á
aldrei að bíða með svona lagað!“
Niðurstaðan var óvæntur skellur: Fjórða
stigs sortuæxli. Nokkur stór æxli fundust í
vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli
miltans og maga og við hægra nýra. Þá voru
einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í
líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli.
„Sortuæxli er algjör skítadreifari þegar það
fer af stað, þannig að þetta fer á leifturhraða
út um allt. Merkilegast þótti mér að vera með
æxli í fituvef. Það er ekki mikla fitu á mér að
finna.“
Hann glottir.
Eistun voru á hinn bóginn hrein sem fékk
Sigurbjörn – við munum að hann er doktor í
lífeðlisfræði – til að tengja veikindin við húð-
krabbamein sem hann greindist með árið 2015.
Hann hafði þá fundið sakleysislegan blett á
vinstri upphandlegg sem hann sýndi húðlækni.
Sá var honum sammála um að ábyggilega væri
engin hætta á ferðum en hann skyldi eigi að
síður fjarlægja blettinn. „Niðurstaðan var
sortuæxli sem kom verulega á óvart en hafa
ber í huga að 30% sortuæxla hafa ekki dæmi-
gerð einkenni sortuæxla.“
Æxlið var skorið burt og vefir í grenndinni
fjarlægðir inn að beini. Sigurbjörn sýnir mér
örið á handleggnum sem minnir á stafinn G.
„Ég þarf þá ekki að fá mér húðflúr til heiðurs
konunni minni.“
Öflug lyf komin til sögunnar
Æxlið var yfir 1 millimetri á þykkt sem þýðir
að eitlar voru skoðaðir. Þeir voru hreinir og
Sigurbjörn útskrifaður án frekari meðferðar.
„Á þessum tíma voru engin lyf við þessari gerð
krabbameins. „Við skerum bara meðan við
getum og síðan er það bara líknandi meðferð,“
sögðu læknarnir sem var óneitanlega sláandi.
Breytingin í millitíðinni er hins vegar sú að nú
eru komin fram líftæknilyf sem öfugt við hefð-
bundin krabbameinslyf virkja ónæmiskerfið.
Það þýðir að ég missi ekki hárið og hef ekki
verið að léttast. Sem er jákvætt. Ekki er af
miklu að taka.“
Eins alvarlegt og umræðuefnið er þá kemst
hvorugur okkar hjá því á þessum tímapunkti
að skella upp úr.
Þrátt fyrir takmarkaðar aukaverkanir af
lyfjunum er þolið þó minna en það var. „Ég
þreytist fyrr en ég á að venjast, sérstaklega í
girðingavinnu, skítamokstri eða annarri lík-
amlegri vinnu – sem er skellur, ég væri miklu
frekar til í að þreytast fyrr hérna á skrifstof-
unni.“
Meðferðin gengur vel og samkvæmt síðustu
myndatöku hafa æxlin minnkað um 35%. „Ég
fer í næstu myndatöku á föstudaginn [í gær]
og fæ formlega greiningu eftir helgina. Það
mun hins vegar ekki stöðva mig í að skoða
myndirnar strax sjálfur, ég er ágætlega læs á
þær. Vonandi halda æxlin áfram að bráðna og
lyfin að virka. Það truflar mig þó aðeins að
læknaranir tala um að nota lyfin þangað til þau
hætta að virka. Og hvað þá? Annars er engin
leið að spá fyrir um hvernig þetta kemur til
með að þróast og það eina sem læknarnir fást
ekki til að svara er hvað ég eigi langt eftir. Og
ef þeir gætu svarað því, myndi ég þá vilja vita
það? Ég held ekki. Þú gætir dáið í bílslysi á
leið inn á Akureyri á eftir. Myndirðu vilja vita
það núna? Ég er fæddur í ágúst 1973 og held
Bóndinn. Sigurbjörn með
dóttur sinni, Arneyju Dag-
mar, í réttum í Mývatns-
sveit fyrir nokkrum árum. ’
Vandamálið er hins vegar
að ég upplifi þetta ekki eins
og að ég sé að berjast við eitt-
hvað. Læknarnir segja að ég sé
mjög veikur með langt gengið
krabbamein en fyrir mér er
það óraunverulegt.
Fjölskyldan. Sigurbjörn og eiginkona hans, Gunnhildur
Hinriksdóttir, ásamt börnum sínum þremur, Guðmundi
Gígjari, Arneyju Dagmar og Hinriki Frey. Myndin er
tekin í tilefni af fermingu Guðmundar Gígjars árið 2017.
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021