Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.07.2021, Side 22
Elsku Krabbinn minn, þetta er svo spennandi og afdrifaríkt tímabil sem þú
ert á. Þú ert búinn að sveiflast frá því að líða ekki alveg nógu vel yfir í þá tilfinningu að líða
eins og þú eigir allan heiminn. Þú ert kominn í þá tilfinningu eða hringiðu að þú laðar að þér
sterkt og gott fólk. Og þú færð nýjar hugmyndir, eða gamlar hugmyndir eru komnar til að
rætast.
Þó að lífið hafi verið mikil vinna, þá er ekkert betra en að uppskera eftir mikla vinnu og
allskyns ferðalög að takmarkinu. Þú þarft að láta af þrjósku þinni gagnvart persónu eða per-
sónum, sem vilja ekki leika við þig þann leik sem þig langar að leika. Því þú losnar um leið og
þú sleppir frá þér óraunhæfum hugmyndum sem gætu tengst meðal annars ást eða persónum
sem misnota hugarbreytandi efni, en þannig persónur eru ekki að gera þér gott.
Hinsvegar eru ástin og fjölskyldan svo sterk á þessum tíma sem þú ert að rölta inn í.
Slepptu bara tökunum, gerðu þitt besta og sýndu auðmýkt. Að vera hreinn, beinn og heiðar-
legur skilar þér ávísuninni að hverju því sem þú ert að keppa að eða óskar eftir.
Það er svo algengt að við höldum að við höfum alltaf rétt fyrir okkur. Og hvort sem þú hef-
ur það eða ekki, er best fyrir þig að dreifa jákvæðum skilaboðum, hughreysta fólk og elska
það. Því þetta dásamlega spennandi sumar sem þú dansar inn í gefur þér áhugaverða og nýja
dansfélaga. Einnig færir það þér verkefni og tækifæri sem engin takmörk virðast vera fyrir.
En ef þér finnst þú vera latur eða þreyttur, er það ekki vegna vinnu eða álags sem tengist
starfi þínu, nema þér leiðist vinnan. Heldur eru það áhyggjur, vonbrigði og gremja, sem eru í
rauninni bara hugsanir þínar, sem geta dempað hjarta þitt. En þú munt fá það besta, hjartað
mitt, og það besta getur aldrei verið of gott.
Spennandi tímabil
KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ
Elsku Ljónið mitt, það skiptir kannski ekki öllu þó efnisleg fullnægja sé í kring-
um þig og veraldleg gæði virðist dragast að þér. Því þú þarft að sjá það skýrt í sálu þinni að nota
peningana til þess að fá þau lífsgæði sem þú óskar eða þig vantar.
Ef þér finnst þú ekki geta komið til leiðar ýmsu sem þurfi að gerast í kringum þig, fáðu þá bara
einhvern í verkið, þannig finnurðu hvað þú getur best sjálfur. Í hvert skipti sem þú lagar eitthvað
eða gengur frá einhverju sem er að plaga þig, þá stígurðu hærra í tröppuna sem leiðir þig að ham-
ingjunni. Þegar þú finnur fyrir ójafnvægi þarftu að gera allt til þess að koma þér á beinu brautina.
Því þú færð ekki það jafnvægi sem þú óskar þér nema að faðma að þér gamanið, setja þér markmið
og klára þau. Fáðu dómgreind að láni ef þú veist ekki alveg hvernig þú átt að fara að hlutunum og
með því finnurðu fyrir meiri velgengni hratt og örugglega. Og þú öðlast meiri skilning á sjálfum þér
og skilur betur hversu margslungin vera þú ert. Góð stjórnun, skipulag og jafnvægi eru einkunn-
arorð þín núna og innifalið í öllu þessu, þá veistu að það er sælla að gefa en þiggja.
Tækifærin finnur þú í þeim aðstæðum sem þú ert í, því þau eru hreinlega fyrir framan nefið á þér.
Gættu þín á því að klóra ekki neinn, því þú ert svo sterkur karakter að þú getur leyft þér að fara yfir
strikið, en þú vinnur þér enga punkta inn með því.
Það er hugrekki og heppni í orðum með þeim jafnvægistón sem þú tekur til þín. Þú sérð að þú ert
að hitta og tengjast fólki sem býður þér hjálp og vinnu. Og þó þér finnist kannski ekki verkefnið
borga mikið þá er það mikilvægasta að þér líði vel og þér finnist gaman, því þá kemur hið veraldlega
í kjölfarið. Þú hefur þá orku núna og risastóra áru sem hefur áhrif út um allt. Þú getur sett þig í
þann gír sem þú kærir þig um, hvort sem þú vilt kveikja á sex appeal-inu þínu eða ekki, þá ertu á
þeirri rás. Og næstu 70 dagar gera gæfumuninn, því þú ert skipstjórinn í þessari dásamlegu ferð.
Sælla að gefa en þiggja
LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.7. 2021
Elsku Meyjan mín, þú átt það til að finna að það streymi til þín máttur og
að þú sért alls megnug. Þessi tilfinning getur hellst yfir þig á hádegi og svo finnst þér að þú
getir ekki neitt þegar kvölda tekur. Núna sérðu allt í öðru ljósi og setur jafnvægi yfir þessa
orku svo hún verði ekki svona sveiflukennd. Þú elskar að ná valdi á ýmsum kúnstum og
keppni. Og ef þú skoðar þegar þú varst barn, þá fannst þér allt þess háttar svo skemmtilegt.
Farðu og náðu í barnið í þér, því þegar þú leikur þér færðu bestu hugmyndirnar og mestu
orkuna. Þú ert andlega hugsandi og ef þér finnst að þú fáir ekki skýr skilaboð með þeim
hætti, skaltu slengja þér í bað sem þú hefur sett baðsalt í og hefur haft svolítið fyrir, eða bara
drífa þig í sund. Og þó þér finnist þetta ekki vera merkilegt, þá eru það litlu hlutirnir sem
byggja upp þá stóru.
Til þess að fanga ástina og halda sambandi, þá er svo mikilvægt að elska sjálfan sig.
Byggðu þess vegna upp sterkt og öruggt samband við eigið sjálf, þá eflist ástin hvort sem
hún er við hliðina á þér eða er að birtast þér. Alveg sama þó þú lendir í öngstrætum vitleys-
unnar og gerir eitthvað af þér sem þú hefðir betur látið ógert, þá fyrirgefum við þér öll, því
þú ert búin að byggja það upp að þú ert miklu meira elskuð en þig grunaði.
Það virðist eins og þú sért að bíða eftir einhverskonar atburði sem færir þér peninga og
kemur þér þangað sem þig hefur dreymt um. Það er kannski þreytandi að nota þolinmæði að
vopni, en nauðsynlegt, því það sem er að koma til þín kemur á síðustu stundu.
Náðu í barnið í þér
MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER
Elsku Sporðdrekinn minn, þó þér finnist vera armæða hér og þar er það
ekkert sem á að drepa niður, hvorki huga þinn né sál. Þú ert eitthvað svo mikið að finna þinn
ytri og innri glæsileika, þú berð höfuðið hátt og hendir kvíðanum. Ég er svo mikið tengd
Sporðdrekum, þeir hafa svo mikil áhrif á mig, svo mig langar að segja ykkur hvernig ég hendi
kvíðanum burt. Þegar hugsanir streyma í kringum mig, einhverjar ömurlegar hugsanir, þá
stend ég upp og fer eitthvað annað. Og þá kemur sjálfkrafa annar kraftur til mín. Til þess að
þið skiljið og tengið við það sem ég er að segja, þá er það þannig að þú situr og ætlar að gera
eitthvað merkilegt. En þegar þú stendur upp manstu ekki hvað það var, svo það sem þarf að
gera er að fara aftur á þann stað sem hugsunin kviknaði. Því þá kemur til þín JÁ, alveg rétt,
það var þetta sem ég ætlaði að gera! Því hugsanir eyðast ekki, og þetta er vísindalega sannað.
Þú ert að fyllast hárri og næmri tíðni og skynjar miklu sterkar en þú hefur gert áður, hvað
fólk er að pæla, hver er þér hliðhollur og svo framvegis. Sumir segja að þetta sé spádóms-
gáfa, og hana hefurðu þótt þú finnir það kannski ekki. Óttastu eigi því það verður vel séð um
þig og óttinn lamar bara sálina og hugann.
Þú færð orku og kraft til að snúa sögunni þér í hag, og skilur ekki hversu auðvelt það verð-
ur fyrir þig að leysa þær hindranir sem stöðva þig á köflum. Byrjaðu bara á verkinu og þá
sérðu lausnina. Ef þú ert tilbúinn að leika í ástinni, þá má þér ekki finnast að þú þurfir endi-
lega ást, því þú hefur greinilega verið að veðja á vitlausar týpur sem henta þér ekki. Þú ert
svo verðugur að kalla til þín ástina í miklu meiri gæðum en þú gerir þér grein fyrir, elsku
Sporðdrekinn minn.
Á hárri og næmri tíðni
SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER
Elsku Vogin mín, þú ert aldeilis að púsla saman mörgum hlutum í lífinu
núna og skipuleggja hluti alveg fram á haustið. Og þótt þú upplifir pínulítið að þú finnir ekki
púslin, þá segi ég það við þig, elsku hjarta, að það er bara kjaftæði eins og vanalega. Þú færð
svo margar hugmyndir og vilt hafa margt í gangi og kemst upp með meira en hin merkin. Og
þú getur verið svo töfrandi þegar þú ætlar að sannfæra einhvern og svo ákveðin þegar þú
ætlar að sigra. Þú hjálpar öðrum til að finna sína hvata og drauma og láta þá verða að veru-
leika, og þegar það hefur gerst hefurðu svo mikinn tíma til að gleðja þig við.
Þú ert annaðhvort nýbúin að fá rós í hnappagatið eða annað sem þú getur verið stolt af.
Það getur hvarflað að þér að þú sért búin að bíða of lengi eftir því, en það er bara ímyndun.
Því það að vera á réttum stað á réttum tíma, gerir þessi merkilegu augnablik sem þú getur
glaðst yfir.
Lífshlaup okkar hér á jörðinni er tengt Yin og Yang. Svo þakkaðu fyrir að þótt þú hafir
fengið harðsperrur og hafir þurft að glíma við mikla erfiðleika, er hamingjan einungis fólgin í
hugsunum þínum, svo gefðu þeim gott að borða. Ef heilsuleysi hefur stoppað þig að einhverju
leyti þá skaltu sjálf fara á stúfana til að leita leiða til að gera líkamann eins góðan og hægt er.
Þú skalt fjárfesta í þér, hvort sem það er til að líta betur út eða að efla sjálfstraustið og
sjálfsálitið, sem er líka eina álitið sem skiptir máli. Hvort sem það tengist því að kaupa sér ný
föt, eða að laga sig til eftir því hvað þér finnst að þú eigir skilið.
Fjárfestu í þér
VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER
Elsku Bogmaðurinn minn, það má alveg segja að þú getir bognað en að brotna er
ekki hægt að segja að þú getir í sálu þinni. Þú ert eins og bambusinn sem getur bognað heilmikið, en
endar alltaf teinréttur. Þú hefur verið að líta yfir hvað þú vilt og sterkt finnurðu ekki nennu yfir allt
sem þú þarft að gera. Þú þarft að hlaða batteríin og leyfa huga þínum alls ekki að svífa bæði fram og
aftur í einhverjar vitleysur, því núna þarftu að stoppa. Anda djúpt að þér súrefninu og að drekka
einn bolla af kæruleysi.
Það eru breytingar yfir þér sem þú ert ekki búinn að sjá. Þú skynjar hvað er að fara að gerast, en
veist ekki alveg hvernig það verður. Og þegar þú slakar svona á líkamanum, verður hann eftir dá-
litla stund hnarreistur eins og bambus. Þér finnst að þú hafir ekki fengið rétta og næga umfjöllun,
eða sanngirni fyrir það sem þú hefur gefið af þér. En þú ert skipstjórinn í lífi þínu, svo gefðu þínum
heila og hugsunum gott að borða, dekraðu við þig, þitt trygglyndi og trúmennska gerir töfra.
Þér hættir til að setja annað fólk á stall, en svo muntu sjá að allt þetta býr í sjálfum þér sem þú til-
einkar öðrum. Svo það væri gott fyrir þig að setja sjálfan þig á stall og líta upp til sjálfs þín, því þá
kanntu betur að meta kostina þína.
Þú hefur gríðarleg áhrif á umhverfi þitt og hefur náttúrulegan hæfileika til að umbreyta hugs-
unum annarra. Og að fá fólk til að skipta um skoðun og aðhyllast það sem þér finnst spennandi, sem
er einstök náðargáfa. Návist þín kallar á athygli og passaðu þig alltaf að nota vald þitt í jákvæðum
tilgangi.
Þetta verður svo innihaldsríkur tími sem gefur þér dásamlega hvatvísi, svo þú átt eftir að verða
hissa hvernig lífið breytist um leið og þú smellir fingri!
Endar alltaf teinréttur
BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER
Júlí