Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Blaðsíða 2
Segðu mér frá tónleikunum sem
þú heldur í Hörpu um helgina.
Ég ætla að spila einleikssvíturnar sex eftir Bach. Þetta eru í raun fræg-
ustu verkin sem eru til fyrir selló. Ég spilaði svíturnar um allt land á tón-
leikaferðalagi sem ég hef skipulagt lengi. Ég vildi svo ljúka tónleika-
ferðalaginu með því að spila allar sex svíturnar í Hörpu, þrjár á
laugardag og þrjár á sunnudag. Ég útskrifaðist úr námi fyrir ári síðan
og þá hafði Covid nýskollið á og ég hugsaði með mér hvað ég ætti að
gera. Mér fannst það vera gott tækifæri til að læra allar þessar
svítur. Ég hafði lært einhverjar þeirra áður en ekki allar og
hafði átt þann draum að spila þær hér heima. Ég var ekkert
að spila með öðrum á þessum tíma og gat því helgað mig því
að undirbúa þetta.
Er einhver sérstök ástæða fyrir
því að þú heillast af svítum Bachs?
Á táningsárunum þegar ég var að kynnast klassískri tónlist
var Bach uppáhaldstónskáldið mitt. Þetta er undirstöðuverk
sellóleikara. Svíturnar eru fjölbreyttar, hver svíta hefur sína
tóntegund og mjög sterkan karakter sem er ólíkur öllum hin-
um, og krefjandi á alhliða hátt, bæði þarf að æfa sig mikið og
þær reyna á andlega, því verkið er svo langt og mikið.
Það var því áskorun að flytja þær allar.
Hvernig hefur tónleikaferðalagið gengið?
Það hefur gengið mjög vel. Auðvitað var þetta erfitt og
mikil vinna að kynna tónlistina, spila hana og keyra á
milli staða. Þetta var skemmtilegt og ég fékk að
kynnast stöðum sem ég hafði ekki kynnst áður. Þá
var þetta fyrsta tónleikaferðalagið sem ég fer í ein,
sem var mjög lærdómsríkt.
Hvert er framhaldið hjá þér?
Ég útskrifaðist með meistaragráðu í fyrravor og nú er ég að
byrja í framhaldsnámi í London í Konunglega tónlistarskólanum þar.
Það verður mikil æfing í að koma fram reglulega. Svo verð ég hluti af
strengjakvartett sem hefur aðallega aðsetur í New York þar sem ég var
í námi. Svo reyni ég að koma heim og spila mikið hér.
Morgunblaðið/Eggert
GEIRÞRÚÐUR ANNA SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.7. 2021
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18
COSTA DEL SOL
16. - 27. JÚLÍ
FLUG OG GISTING
VERÐ FRÁ:
88.500 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUG, GISTING, INNRITAÐUR
FARANGUR OG HANDFARANGUR
INNIFALIÐ Í VERÐI
FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR
FLUG OG HANDFARANGUR
FLUG
VERÐ FRÁ:
49.900 KR.*
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS
M
eð því skemmtilegra sem ég geri er að sitja einhvers staðar, t.d. á
kaffihúsi, og fylgjast með fólki ganga fram hjá vitandi að það er
heldur ólíklegt að það muni koma auga á forvitni mína. Það er svolít-
ið svipað og að horfa á bíómynd, nema miklu áhugaverðara því um er að ræða
alvöru fólk sem hvert hefur sína sögu og bagga að bera. Það er manni alls ekki
eðlislægt að setja sig í spor alls þess
fólks sem maður sér því þá neyðist
maður til að íhuga hversu litlu máli
maður skiptir í stóra samhenginu.
Það eru allir að lifa sínu lífi alveg eins
og ég og flestir þeirra vita ekki hver
ég er, hvað þá að þeir séu að pæla í
mér og mínum sigrum og töpum.
En þetta getur líka verið manni
góð áminning um að taka sjálfan sig
ekki of alvarlega, um að það sé í raun
enginn að hugsa út í hvað ég sagði
asnalegt í gær eða hverju ég klúðraði
í síðustu viku. Hver og einn er nafli
síns eigin alheims þó manni hætti til að halda að maður sé nafli allra annarra
líka.
Í gegnum tíðina hef ég glímt mikið við áhyggjur af því hvað öðrum finnst um
mig og hef ég þess vegna reynt að stjórna áliti annarra á mér. Það endar oftast
í niðurrifi og jafnvel sjálfshatri. Á handboltavellinum hef ég fundið fyrir því
hvernig skömmin hellist yfir mig þegar ég geri mistök og hugsanirnar sem
fylgja snúast oftast um hvað öllum finnst ég örugglega ömurlegur og þar fram
eftir götunum. Það verður til einhver rödd innra með manni sem reynir að
giska á hvernig aðrir muni hugsa til manns. Og vá hvað röddin er harður gagn-
rýnandi. En hún hefur auðvitað rangt fyrir sér. Það er nánast enginn að pæla í
þér og hverjum er ekki sama þó þeir séu að því? Það er frelsandi tilhugsun.
Það er enginn
að pæla í þér
Pistill
Böðvar Páll
Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
’
Hver og einn er nafli
síns eigin alheims þó
manni hætti til að halda
að maður sé nafli allra
annarra líka.
Hörður Kristinsson
Að grilla með strákunum.
SPURNING
DAGSINS
Hvað
er það
besta við
íslenska
sumarið?
Sylvía Blöndal
Að fara eitthvað í góðu veðri um
helgi.
Andri Liljar Árnason
Að fara og stökkva í Eyvindarána á
Egilsstöðum.
Hafdís Þórisdóttir
Lognið og björt sumarkvöld.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Árni Sæberg
Geirþrúður Anna Guðmundssdóttir sellóleikari flytur allar sex sellósvítur
Johanns Sebastians Bach á tvennum tónleikum í Hörpu um helgina. Hún
flytur þrjár hvorn dag, laugardag og sunnudag, kl. 16. Miðar fást á harpa.is.
Endar í Hörpu