Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.7. 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Í
ágúst 2012 fór Brett Gallagher í göngu-
túr með hundinn sinn í skógi í nágrenni
heimilis hans við Myrtle Beach í Suður-
Karólínu í Bandaríkjunum. Svartur
labrador varð á vegi þeirra sem virtist
týndur. Eftir leit á netinu gat Gallagher ekki
séð að neinn hefði lýst eftir hundi á svæðinu og
brá því á það ráð að fara með hundinn til dýra-
læknis sem gat skoðað örmerkingu hans.
Hundurinn reyndist vera Bucky, þriggja ára
hundur Marks Wessells sem bjó einnig á
svæðinu. Hængurinn var hins vegar sá að
Wessells hafði skilið Bucky eftir hjá föður sín-
um í Virginíu um 800 kílómetra frá Myrtle
Beach í janúar sama ár þar sem hann mátti
ekki hafa Bucky í íbúð sinni lengur. Bucky
hafði strokið frá föður Wessells nokkrum vik-
um áður og haldið í vegferð sína. Þegar Bucky
komst loks heim til Wessells velti hann sér um
alla íbúðina og reyndi að draga í sig eins mikið
af lykt eiganda síns og hann mögulega gat.
Þrautagangan var greinilega þess virði.
Það var auðvitað engin leið fyrir Bucky að
þekkja leiðina frá Virginíu, sem hann hafði
aldrei komið til áður, til síns heima hundruð
kílómetra í burtu. En einhvern veginn vissi
hann hvert hann ætti að fara og kom sér á rétt-
an stað. Til eru margar sögur af gæludýrum,
oft köttum, sem ferðast langar vegalengdir til
síns heima um leið sem þau gætu ekki á nokk-
urn hátt hafa þekkt áður.
Hvernig fara þau að þessu?
Fleiri dýr virðast búa yfir ótrúlegri ratvísi.
Fuglar koma líklega fyrst upp í hugann enda
ferðast margar tegundir þeirra heimshorna á
milli á hverju ári. Einstaklingar sumra þessara
tegunda þurfa að finna leið til
vetrarstöðva einir síns liðs
enda ekki alltaf um hóp fugla
sem fljúga saman að ræða
eins og flestir sjá eflaust fyrir
sér þegar um farfugla er að
ræða. Fljúga þeir þá langar
vegalengdir yfir sjó þar sem
lítið er um kennileiti önnur
en stjörnur og gang sólar.
Sömuleiðis ber að nefna
laxinn sem yfirgefur fæðingarstað sinn þegar
hann hefur náð þroska til og dvelur í sjó þar til
hann hyggst hrygna. Leitar laxinn þá upp í
ferskvatn og ferðast
hundruð kílómetra upp ár
til að hrygna á sama stað
og hann ólst upp. Þá kann-
ast flestir við ratvísi bréf-
dúfunnar sem hefur verið
notuð til að flytja fréttir í
árþúsundir.
Það merkilega reynist
þó vera að vísindamenn
hafa ekki svör á reiðum höndum hvernig þessi
dýr velja rétta stefnu þegar ferðast á langar
vegalengdir. Það er ekki alls kostar ljóst
hvernig Bucky komst til síns heima og af
hverju honum tókst ætlunarverk sitt á meðan
ótal gæludýra týnast á ári hverju, jafnvel í ná-
grenni heimilis síns.
Rata heim yfir Atlantshafið
Talað er um sanna ratvísi (e. true navigation)
þegar átt er við þann eiginleika að geta ratað
nokkuð langa vegalengd til nákvæmrar stað-
setningar án þess að þurfa að notast við kenni-
Morgunblaðið/Ómar
Hvernig fara dýrin að þessu?
Margar dýrategundir sýna af sér hæfni til
rötunar sem vísindamenn hafa einfaldlega
ekki skýringu á. Ýmsar hugmyndir eru uppi
um hvernig dýrin fara að þessu en segulsvið
jarðar gegnir stóru hlutverki að sögn
Guðmundar A. Guðmundssonar.
Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is
Tildra er ein þeirra tegunda
íslenskra fugla sem Guð-
mundur A. Guðmundsson
dýravistfræðingur rannsak-
aði ásamt kollegum sínum
með tilliti til rötunar og
noktunar á segulskynjun.
’
Í þoku að næturlagi
virðast fuglarnir
leita uppi ljós, þeir
fljúga jafnvel á vita og
dragast að skipum og
olíuborpöllum á hafi úti.
Guðmundur A.
Guðmundsson
DÝRARÍKIÐ
5