Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.7. 2021 A ðalsteinn Ásgeirsson er fastur undir mælaborði á gömlum og tignarlegum Lincoln fyrir utan verkstæði sitt, Svissinn í Kópa- vogi, þegar okkur Árna Sæberg ber að garði. Vel fer á því enda kann kappinn hvergi betur við sig en á bólakafi í fornbílum. „Bíðið aðeins,“ segir hann og vippar sér fim- lega á fætur og heilsar gestunum. Ekki að sjá að þar fari 75 ára gamall maður. Aðalsteinn, eða Steini eins og hann er alltaf kallaður, er greinilega í fínu formi miðað við aldur og fyrri störf. Inni á verkstæðinu bíður okkar þessi líka glæsilegi Pacer, árgerð 1978, sem Steini hefur nýlokið við að gera upp. „Fimm ára ánægju- stundir, eða eru þær sex ára?“ segir hann og ljómar allur við minninguna. „Ég hef ekkert tímaskyn núorðið.“ Hann glottir. Einkanúmerið á bílnum segir í reynd allt sem segja þarf: Fun car eða skemmtibíll. Bandaríski bílaframleiðandinn American Motors Corporation framleiddi Pacer á ár- unum 1975 til 1979, eða AMC Pacer, eins og tegundin heitir fullu nafni. Um er að ræða eina Pacerinn á landinu sem fluttur var inn af um- boði, Bílaumboði Egils Vilhjálmssonar. Steini veit um þrjá eða fjóra aðra en þeir komu á göt- una gegnum Sölunefnd varnarliðseigna og eru allir horfnir nú. „Þessi var næstum því horfinn líka; var til þess að gera ónýtur þegar Egill Matthíasson, barnabarn Egils sem flutti bílinn inn, kom með hann til mín. Hann hringdi í mig og bauð mér hann fyrir svona tíu árum,“ upp- lýsir Steini. „Það er lengra síðan,“ skýtur Óskar Gunn- arsson, samstarfsmaður Steina í Svissinum, inn í. „Ég fékk hann lánaðan hjá þér árið 2008.“ „Þarna sérðu,“ segir Steini. „Ekkert tíma- skyn.“ Hann er ánægður með Óskar. „Hann sér um rútínuna hérna. Ég er mest að leika mér.“ Hann brosir. „Lék“ í kvikmynd Fleiri hafa fengið Pacerinn lánaðan en hann „lék“ stórt hlutverk í kvikmyndinni A Little Trip to Heaven eftir Baltasar Kormák árið 2005. Hollywoodstjarnan Forest Whitaker flengdist um á honum um allar koppagrundir. Það þýðir að Steini hefur átt hann í að minnsta kosti sextán ár. Þetta er annar Pacerinn sem Steini hefur átt um dagana en um eða upp úr 1980 eignaðist hann þann fyrri. „Viltu að ég fái nákvæmari upplýsingar? Ég get hringt í Tótu.“ Já, já. Steini tekur upp símann og hringir í eig- inkonu sína, Þórunni Pálmadóttur. „Alltaf bjartsýnn? Já, þú veist það. Já, er það ekki? 1981 eða 1982.“ Þá höfum við það. „Krakkarnir mínir þrír elskuðu hann og það var gott að ferðast með þau í honum; þau steinþögðu bara í aftursætinu.“ – Af hverju? „Nú rúðurnar eru svo stórar og útsýnið rosalegt. Pacer er frábær barnapía.“ Þrátt fyrir að vera aðeins tvennra dyra hentar Pacer fjölskyldufólki vel en hurðin far- þegamegin er fjórum og hálfri tommu stærri en bílstjórahurðin, eins og Steini sýnir okkur. „Þetta voru framúrstefnubílar. Og eru. Það var sex sílindra vél sett í hann, af þeim sömu og smíðuðu vélina í Willys,“ segir hann en þess má geta að nýja vélin er stærri, átta sílindra. Raunar er fátt annað upprunalegt en grillið. Bíllinn er til dæmis búinn afturljósum úr Kadi- lakk og forláta skyggni úr Chevrolet sem Steini er búinn að eiga í þrjátíu ár. „Ég beið Fín lína milli fegurðar og fáránleika Aðalsteinn Ásgeirsson, Steini í Svissinum, er goðsögn í íslenskum bílheimum. Segja má að hann sé fæddur með bíladellu og nú hefur hann lokið við að gera upp enn einn bílinn, Pacer, árgerð 1978, sem kom við sögu í kvikmyndinni A Little Trip to Heaven. Steini er orðinn 75 ára en hvergi af baki dottinn. „Meðan ég ennþá skríð um verð ég hér.“ Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Aðalsteinn Ásgeirsson, Steini í Svissinum, ein- beittur við störf á verk- stæði sínu í Kópavogi. Pacerinn tekur sig vel út í kórallit og skuggagráum. VIÐTAL 5

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.