Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Blaðsíða 15
11.7. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Töfrar eldhússins byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Hvort sem þú leitar að klassískum retro kæliskáp á heimilið, rómantískri eldavél í sumar- bústaðinn, litríkum matvinnslutækjum í eldhúsið eða nýrri fallegri innréttingu erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Af hverju að vera eins og allir hinir - þegar maður getur verið einstakur! Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 og gaman var að keyra. Það er eins og maður fljóti áfram á götunni. Það er ekki eins mikil upplifun að sitja í bíl í dag og svo er þetta allt orðið eins. Maður hefur ekki hugmynd um hvað er á ferðinni nema að sjá merkið. Hér áð- ur var nóg að sjá glitta í bíl, þá vissi maður hvaða tegund það var. Það er ekki einu sinni litur á þessu lengur og ekkert teiknað, allt gert í tölvu.“ Árni Sæberg hefur orð á því að bílar frá þessum tíma minni um margt á flugvélar. „Það er ósköp eðlilegt,“ segir Steini. „Árið 1960 voru allir klárir á því að um aldamótin myndu bílar fljúga. Undirbúningur var hafinn.“ – Fljúgandi bílar hafa látið bíða eftir sér. „Já, eins gott, segi ég. Maður vill hafa veg- inn undir sér.“ Eins bíll og JFK var skotinn í Steini viðurkennir að hann sé alltaf með augun hjá sér – enda leynist gersemarnar víða. Þann- ig var búið að henda Lincolninum á sínum tíma en Steini náði að bjarga honum á elleftu stundu. Fékk meira að segja allt með honum. „Þetta er samskonar bíll og Kennedy var skot- inn í 1963. Að vísu ’67 módel en þeir breyttust lítið á þessum árum; 1965 kom inn smá rönd en það er allt og sumt.“ – En er eitthvað eftir? Einhver bíll sem þig hefur alltaf dreymt um að gera upp? „Það er alltaf eitthvað eftir,“ svarar hann glottandi. „Ég er nýbyrjaður á einum góðum, skal ég segja þér, Triumph. Hann var illa ónýt- ur, ekkert gólf og þar fram eftir götunum. Ég byrjaði á nýju gólfi og nýjum sílsum og fer svo í boddíið og tek af grind. Þetta ætti að taka svona tvö til þrjú ár.“ – Eru margir að gera upp gamla bíla á Ís- landi? „Já, það eru ótrúlega margir í skúrum að vesenast. Einhverjir tugir manna, trúi ég. Hið minnsta. Bílar eru mest stundaða hobbí í heimi enda fá menn alveg ótrúlega ánægju út úr þessu. Það er alveg sama í hvaða krummaskuð maður kemur, alltaf er einhver að gera upp bíla.“ Steini hefur farið víða til að skoða bíla og kynna sér verklag; til dæmis fór hann í tíu ár í röð á sýninguna frægu í Daytona í Bandaríkj- unum. Þeir vita ekkert um bíla Hann fór líka í frægt ferðalag um Bandaríkin með rithöfundunum Einari Kárasyni og Ólafi Gunnarssyni og Jóhanni Páli Valdimarssyni bókaútgefanda fyrir nokkrum árum. Á göml- um eldspúandi Kadilakk. „Ég hef gert upp bíla fyrir Óla og Einar kemur stundum hingað á verkstæðið líka. Svo er ég að fara að gera við gamlan húsbíl fyrir kvikmyndatökumanninn sem var með okkur, Svein M. Sveinsson. Hann er hérna úti.“ – Af hverju fórstu með í þessa ferð? „Af því að þeir vita ekkert um bíla.“ Nú skellihlæjum við allir. „Það var fínt að ferðast með þeim. Þetta eru góðir karlar. Við vorum þarna í rúman mánuð og eins gott að ég kom með enda var Kadilakk- inn sem við vorum á nánast ónýtur – búinn að standa í fjórtán ár á undan. Raunar gerði það ferðina vegna þess að við stoppuðum fyrir vik- ið á stöðum sem við hefðum aldrei stoppað á ella og hittum allskonar skemmtilegt fólk. Í sumum skuggahverfunum voru karlarnir svo hræddir að þeir þorðu varla út að pissa.“ Hann glottir sem aldrei fyrr. Ekki var síðra að geta verið með verkfærin á lofti nær allan tímann. Meðan ég ennþá skríð um Bandaríkin eru Steina greinilega að skapi en á veggjum má sjá myndir af goðum gullaldar dægurmenningarinnar, Elvis og Marilyn, að ekki sé talað um óteljandi ljósmyndir af eðal- vögnum og drossíum. Þá er ófá bílnúmer að finna á veggjunum. „Ég hef keypt mest af þessu í Bandaríkjunum, auk þess sem systir mín heitin, sem bjó vestra, gaf mér eftirlík- ingar af númerum úr öllum ríkjum Bandaríkj- anna sem hún keypti úr einhverju safni.“ Allt hans líf hefur snúist um bíla en Steini í Svissinum sér ekki eftir einni einustu sekúndu. „Ég er búinn að hafa ofsalega gaman af þessu – og hef enn. Ég segi alltaf: Nú ætla ég að hætta þessu helvíti en það verður ekkert úr því. Meðan ég ennþá skríð um verð ég hér.“ ’ Raunar er fátt annað upprunalegt en grillið. Bíllinn er til dæmis búinn afturljósum úr Kadilakk og forláta skyggni úr Chevrolet sem Steini er búinn að eiga í þrjátíu ár.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.