Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.7. 2021 ÚRSLIT Í NBA F yrir rúmlega tveimur ár- um, vorið 2019, endaði Phoenix Suns með lang- lélegasta árangur Vestur- deildar NBA, vann aðeins 19 leiki af 82. Eina baráttan sem liðið stóð í þetta tímabilið var um fyrsta valrétt í nýliðavalinu en hann fór til New Orleans Pelicans. Árið áður hafði Suns verið lélegasta liðið í NBA-deildinni eins og hún leggur sig þó það hafi unnið tveimur fleiri leiki. Afhroð Suns tímabilið 2018-19 kom engum á óvart enda náði liðið ekki of- ar en níunda sæti í Vesturdeildinni á tíu tímabilum frá árinu 2010, þegar liðið fór í úrslit Vesturdeildar, til árs- ins 2020 og komst aldrei í úr- slitakeppnina. Í ár er liðið hins vegar komið í lokaúrslit NBA-deildarinnar og hefur unnið tvo fyrstu leikina í úr- slitunum. Vilja ekki sýna tölurnar Tímabil NBA-deildarinnar sem senn fer að ljúka hefur verið ólíkt flestum öðrum. Þar sem tímabilið á undan kláraðist ekki fyrr en í október í fyrra hófst það næsta ekki fyrr en seint í desember. Ákveðið var þó að leika 72 leiki á tímabilinu svo leikjaálagið, sem var ansi mikið fyrir, varð enn meira. Lebron James, leikmaður Los Angeles Lakers, hefur gagnrýnt þessa ákvörðun og bent á að fjöldi stjörnuleikmanna sem meiðst hafa á tímabilinu, þá sérstaklega í úrslita- keppninni, hefur sjaldan verið meiri. Gárungar vestanhafs hafa tekið undir með kappanum og bent á háa tíðni mjúkvefjameiðsla sem einmitt eiga það til að aukast í miklu álagi. Forráðamenn deildarinnar hins veg- ar neita því alfarið að meiðslatíðnin sé hærri nú en áður og vitna í sína eigin tölfræði í því skyni. Raunar vilja þeir ekki láta þessa tölfræði af hendi og menn verða því að taka þá á orð- inu. Komu inn sama árið Hvaða áhrif þetta aukna álag hefur haft á úrslitakeppnina er ekki auðvelt að meta enda meiðsli alltaf stór áhrifavaldur í henni. Golden State Warriors unnu til að mynda meiðsla- hrjáð lið Cleveland Cavaliers í úrslit- um 2015 og fjórum árum seinna kom það í hlut Warriors að tapa fyrir Toronto Raptors eftir að tveir af þremur bestu mönnum liðsins höfðu helst úr lestinni. Liðin í úrslitum eru áðurnefnt lið Suns og lið Milwaukee Bucks. Sam- anlagt hafa þessi lið unnið einn NBA- titil og komist í úrslit í heil fjögur skipti þar til í ár. Liðin komu bæði inn í deildina árið 1968 en gullaldar- tímabil Bucks hófst strax árið 1969 þegar liðið valdi Lew Alcindor, sem síðar breytti nafni sínu í Kareem Ab- dul-Jabbar, í nýliðavalinu og varð meistari 1971. Liðið komst aftur í úr- slit 1974 en tapaði gegn Boston Cel- tics í oddaleik. Bucks átti góðu gengi að fagna á níunda áratugnum en eftir það var lítið að frétta (ef frá er talið tímabilið 2000-01) þar til það vann 60 leiki tímabilið 2018-19 með Giannis Antetokounmpo fremstan í flokki. Og nú er liðið loks komið í lokaúrslit í fyrsta sinn í 47 ár. Breyttu til eftir afhroð Lið Suns komst í úrslit 1976 en laut, eins og mörg lið á þessum tíma, í lægra haldi fyrir Celtics. Á næstu ár- um var liðið nokkuð gott og komst loks í úrslit 1993 með Charles Bark- ley sem það árið var valinn besti leik- maður NBA. Liðið mætti hins vegar ofjörlum sínum í liði Chicago Bulls þar sem Svarti Jesús, Michael Jor- dan sjálfur, réð lögum og lofum. Liðið átti síðan góðu gengi að fagna á fyrsta áratug þessarar aldar með Steve Nash í fararbroddi en náði aldrei í lokaúrslitin. Eins og áður sagði varð mikill þurrkur hjá liðinu á næsta áratug. En eftir tímabilið hræðilega 2019 varð James Jones fastráðinn fram- kvæmdastjóri Suns eftir að hafa starfað sem slíkur til bráðabirgða í nokkra mánuði. Jones er aðeins fer- tugur en hann var liðtækur leik- maður sjálfur, fór sjö sinnum í röð í lokaúrslit NBA sem samherji Lebron James í Miami Heat og Cavaliers áð- ur en hann hætti árið 2017. Jones stokkaði hressilega upp í lið- inu sumarið 2019 og var gagnrýndur af alls kyns sérfræðingum fyrir það. Hann stólaði þó á ungu mennina Devin Booker og Deandre Ayton og réð til sín þjálfarann Monty Williams. Það skilaði betri árangri en árið áður og vakti mikla athygli þegar liðið vann átta síðustu leiki tímabilsins í bólunni svokölluðu í Orlando eftir að deildin fór aftur af stað í fyrrahaust. Þroskaðist sem leiðtogi Síðasta púsl Jones var þó hinn 36 ára gamli Chris Paul. Paul hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í mörg ár en aldrei komist í loka- úrslitin áður. Hefur hann leikið með góðum liðum á ferli sínum en meiðsli eða önnur vandræði hafa ávallt komið í veg fyrir að kappinn kæmist alla leið. Eftir að sauð upp úr hjá honum og Blake Griffin hjá Los Angeles Clippers og síðar James Harden hjá Houston Rockets fékk hann það orð á sig að hann væri erfiður í samskipt- um, mikill leiðtogi en ætlaðist til of mikils af samherjum sínum. Paul var skipt frá Houston yfir í ungt lið Oklahoma City Thunder 2019 en náði betri árangri þar en marga grunaði og leiddi liðið í úr- slitakeppnina. Honum var svo skipt yfir í Suns að eigin beiðni í fyrrasum- ar og hitti þar fyrir Williams sem þjálfaði hann síðasta tímabil hans með New Orleans Hornets áður en hann fór til Clippers 2011. Svo virðist sem Paul hafi þroskast sem leiðtogi síðustu tvö árin en ungir leikmenn Suns tala vel um kappann og þann anda sem hann hefur komið með inn í liðið. Þar á meðal er Booker sem hélt mikið upp á Paul sem ungur drengur, gekk meðal annars í skóm frá kappanum. Mikil liðsheild hefur myndast innan liðsins. Öll vötn renna til Phoenix Paul hefur spilað sérstaklega vel með Suns í vetur en svo virtist sem hann væri farinn að dala er hann átti sitt slakasta tímabil í langan tíma 2018- 19. Hann skipti þá yfir í plöntufæði sem reynst hefur mörgum íþrótta- mönnum vel síðustu ár og tókst að finna sitt gamla form. Eins og áður sagði er Suns komið í 2-0 í einvíginu gegn Bucks og því í vænlegri stöðu enda aðeins fjögur lið sem komið hafa til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í lokaúrslitunum. Margir hafa líkt stöðu Pauls við Barkley en þeir eru báðir á lista yfir þá bestu í sögunni sem aldrei hafa unnið NBA-titilinn. Þá var Barkley á sínu fyrsta tímabili með Suns 1993 eins og Paul er nú. Ólíkt Suns nú töp- uðu Barkley og félagar þá fyrsta leiknum gegn Bulls í lokaúrslitunum. Flestir veðja á að Suns fagni titlinum stóra í fyrsta skipti á næstu dögum. Er þrautaganga Sólanna á enda? Tvö lið sem ekki hafa látið sjá sig í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í áratugi berjast nú um titilinn. Suns er komið 2-0 yfir og þykir sigurstranglegra, en liðið var eitt það versta í deildinni fyrir aðeins tveimur árum. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is AFP Tveir bestu leikmenn Suns, Devin Booker og Chris Paul, gefa hvor öðrum fimmu í fyrsta leik Suns gegn Bucks í lokaúrslitum NBA.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.