Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.07.2021, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.7. 2021
LESBÓK
EDRÚMENNSKA Íslandsvinurinn Slash, sem þó hefur
komið sjaldnar til Íslands en hann heldur sjálfur, fagn-
aði þeim áfanga á dögunum að hafa verið edrú í hálfan
annan áratug. Kærasta hans til langs tíma, Meegan
Hodges, gladdist með sínum manni og sagði meðal ann-
ars á samfélagsmiðlum: „Ástin mín, til hamingju með
fimmtán ára edrúafmælið! „Fíkli sem nær bata eru allir
vegir færir.“ (Gáfuleg orð sem einu sinni voru látin
falla). Ég er svo ofboðslega stolt af þér á hverjum ein-
asta degi og sérstaklega í dag. Elska þig til tunglsins og
til baka.“ Slash, sem frægastur er fyrir veru sína í Guns
N’ Roses, viðurkenndi einu sinni í viðtali við BBC Radio
6 að áður en hann fór á snúruna árið 2006 hefði hann
aldrei komið fram allsgáður.
Edrú í fimmtán ár
Slash kann
lagið á
gítarnum.
AFP
BÆKUR Ævisaga þýsku söngkonunnar, leik-
konunnar og fyrirsætunnar Nico kemur út í
næstu viku en hún lést aðeins 49 ára gömul
árið 1988. Bókin nefnist You Are Beautiful
and You Are Alone: The Biography of Nico
og er eftir Jennifer Otter Bickerdike. Nico
naut hylli á yngri árum, meðal annars fyrir
leik sinn í La Dolce Vita eftir Federico Fellini
og Chelsea Girls eftir Andy Warhol. Hún
söng um tíma með The Velvet Underground
áður en hún hóf sólóferil. Í breska blaðinu In-
dependent kemur fram að bókin sé lipurlega
skrifuð og upplýsandi og lýsi Nico sem „gall-
aðri en ofboðslega heillandi manneskju“.
Gölluð en ofboðslega heillandi
Kápa nýju bókarinnar um söngkonuna Nico.
Love Island: Vinsæll en umdeildur.
Gagnrýnandi
biður um hjálp
EYMD Það er ekki á hverjum degi
að maður rekst á umsögn um sjón-
varpsþátt í dagblaði og hann fær
ekki eina einustu stjörnu af fimm
mögulegum. Flestir gagnrýnendur
búa að þeirri kurteisi að splæsa
a.m.k. einni stjörnu enda þótt þeim
sé gróflega misboðið vegna eymdar
efnisins. Svona eins og þegar börn
fengu 1 á prófi í gamla daga fyrir
að skrifa nafnið sitt rétt en ekki 0.
Það er sumsé hinn geysivinsæli
„raunveruleikaþáttur“ Love Island
á bresku sjónvarpsstöðinni ITV,
sjöunda sería, sem fær einfaldlega
0 í The Guardian. Þrátt fyrir hryll-
inginn er gagnrýnandinn, Lucy
Mangan, föst og bágt er úr að víkja.
„Ég hata sjálfa mig en ég get ekki
hætt að horfa. Hjálp, einhver, vin-
samlega hjálp!“
F
áir menn hafa haft meira að
gera og farið víðar eftir að
þeir settust í helgan stein en
franski rannsóknarlögreglumað-
urinn Julien Baptiste. Sérstaklega í
ljósi þess að maðurinn glímir við al-
varleg veikindi; er greindur með
heilaæxli sem skert hefur hreyfigetu
hans. Við kynntumst honum upp-
haflega í bresku spennuþáttunum
The Missing árið 2014; fyrst leitaði
hann að ungum dreng sem hvarf í
Frakklandi og síðan að ungri stúlku
sem hvarf í Þýskalandi. Eftir-
minnilegur og sympatískur karakt-
erinn féll sjónvarpsáhorfendum í álf-
unni vel í geð og næst þegar
Baptiste birtist okkur var búið að
nefna þættina í höfuðið á honum. Þá
var okkar maður kominn til Amst-
erdam, þar sem finna þurfti týnda
vændiskonu, og átti meðal annars í
höggi við rúmensku mafíuna og
spillta hollenska lögreglumenn.
Enn er Baptiste kominn á stjá í
nýjum þáttum sem frumsýndir
verða í breska ríkissjónvarpinu,
BBC 18. júlí. Að sögn Skarphéðins
Guðmundssonar, dagskrárstjóra
RÚV, verða þættirnir hér á dagskrá
snemmvetrar. Eftir persónulegan
harmleik hefur Baptiste ýtt Celiu,
hinni bresku eiginkonu sinni, frá sér
og bráðvantar nýtt verkefni til að
dreifa huganum. Birtist þá ekki
Emma Chambers, sendiherra Breta
Niðursokkinn
lífeyrisþegi
Hin ástsæli rannsóknarlögreglumaður Julien
Baptiste snýr aftur í nýjum þáttum í mánuðinum.
Hann á sem fyrr við ofurefli að etja, nú í Ung-
verjalandi, en enginn skyldi þó vanmeta Baptiste.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Fiona Shaw kemur ný til skjalanna að þessu sinni; leikur sendiherra Breta í
Búdapest sem verður fyrir þeim ósköpum að bóndi hennar og synir hverfa.
AFP
Julien Baptiste er ekki eina úrræðagóða sjónvarpspersónan sem
snýr aftur í mánuðinum en önnur serían af Ted Lasso er í þann
mund að hefja göngu sína á AppleTV+, fyrir þá sem hafa
aðgang að þeirri ágætu veitu. Um er að ræða gam-
anþætti um bandarískan ruðningsþjálfara sem óvænt
er ráðinn knattspyrnustjóri liðs í ensku úrvalsdeild-
inni. Þekking hans á knattspyrnu er sama og engin en
Lasso bætir upp fyrir það með jákvæðu hugarfari og
óhefðbundinni maður á mann-þjálfun. Að ekki sé
talað um allar heimabökuðu súkkulaðibitakök-
urnar. Þá reynist búningastjóri AFC Richmond
betri en enginn. Ólíkt því sem margir bjuggust
við var enginn Hollywood-endir á fyrstu serí-
unni þegar Richmond hreinlega féll í B-
deildina. Þá mun víst vera komið að reiða hlið-
arsjálfinu að taka af skarið, Led Tasso, ef marka má
stikluna. Jason Sudeikis leikur sem fyrr Ted Lasso
og Hannah Waddingham, Juno Temple, Brett
Goldstein og Nick Mohammed eru á sínum stað.
Ted Lasso verður Led Tasso
Ted Lasso
lætur fátt
koma sér
á óvart.
Ljósmyndakeppni
mbl.is
Vilt þú vinna farsíma frá Samsung eða
glæsilegan ferðavinning frá Icelandair?
Allar myndir sem sendar eru inn birtast á mbl.is og þemað er flug.
Það er líka hægt að taka þátt á Instagrammeð myllumerkinu #mblflug
1.-2. Sæti Samsung Galaxy s21+
3. Sæti 100.000 kr. gjafakort frá Icelandair