Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Page 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.8. 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18 BORGARFERÐ TIL LISSABON 07. - 11. OKTÓBER WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS Iðandi mannlíf, þröngar götur, fornar byggingar, saga og rómantík einkenna borgina Lissabon í Portúgal. Lissabon hefur yfir sér ákveðinn þokka þar semminningar glæstrar fortíðar Portúgala kallast á við iðandi nútímann. Við mælummeð því að eyða góðum tíma í að skoða portúgalska muni, njóta andrúmsloftsins og setjast niður í drykk og fylgjast með mannlífinu í þessari spennandi borg. VERÐ FRÁ:122.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA FARARSTJÓRI JÓN SIGURÐUR EYJÓFSSON INN IFAL IÐ: FLUG , GIST ING, INNR ITAÐU R FARA NGUR OG HAND FARA NGUR Það eru tvær hliðar á flestum málum; það lærir maður í lífinu og oft borgar sig að hlusta á þær báðar áður en ályktun er dregin. Það getur oft verið bæði fyndið og forvitnilegt að hlusta á fólk tala í síma, og heyra bara það sem annar segir. Það er nefnilega ekki alltaf allt sem sýnist! Eða heyrist. Um daginn sat ég hér í vinnunni að hamra á tölvuna þegar besta vinkona mín hringdi í mig og sagði farir sínar ekki sléttar. Sturtan var biluð og hún nennti ekki í sund. Ég gaf henni að sjálfsögðu góðfúslegt leyfi til að fara inn í húsið mitt og baða sig. Stuttu síðar hringir maðurinn hennar. Þannig er mál með vexti að í garð- inum mínum var dautt tré, og hafði verið það lengi. Ekki spyrja mig af hverju, en hann klæjaði í puttana að saga það niður. Ég sé ekki í anda að margar konur myndu fyllast þessari löngun, en ég tók þessu boði fegins hendi. Á þessum tímapunkti var komið að því að framkvæma verkið og hann hringdi því í mig og spurði: „Áttu keðjusög?“ Svarið mitt átti eftir að koma vinnufélögum mínum á óvart, enda vissu þeir bara hálfa söguna. Hann þurfti líka að komast inn í hús til að opna bílskúrinn til að ná í stiga, þannig að svarið mitt hljómaði svona: „Nei, ég á ekki keðjusög. Farðu bara inn. Kona þín er heima hjá mér í sturtu núna.“ Það tók mig eina mínútu að átta mig á því hvernig þetta hljómaði. Ég hefði bara átt að bæta við, svona til að lífga upp á andrúmsloftið hér: „Það er samt nóg af beittum hnífum í eldhúsinu!“ „Áttu keðjusög?“ Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég hefði bara átt að bæta við, svona til að lífga upp á andrúmsloftið hér: „Það er samt nóg af beitt- um hnífum í eldhúsinu!“ Aðalheiður Kara Sævarsdóttir Fara upp í sveit til ömmu og afa og leika. SPURNING DAGSINS Hvað ætl- arðu að gera um versl- unarmanna- helgina? Jón Arnar Guðbrandsson Skreppa á Skagaströnd eina nótt og svo bara vinna. Elín Hjálmsdóttir Ég sé fyrir mér grill á pallinum með fjölskyldu og góðum vinum. Víkingur Hauksson Bara slaka á heima. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís STARRI HOLM SITUR FYRIR SVÖRUM Dystópískur hljómur Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Starri Holm er á öðru ári í tónsmíðum við LHÍ. Hann gaf út plötuna Drunur í fyrra. Nýjasta platan hans, Ofríki, er nú á Spotify og til sölu á BandCamp. Um hvað fjallar platan Ofríki? Þetta er dystópísk saga um einhvers konar nýtt afl sem kemur og iðn- væðir allt; en ekki í þeim tilgangi að framleiða heldur útrýma. Ég vildi hafa flæðandi þema í gegnum plötuna, en á bak við hvert lag er lítil saga. Þetta er heimsendaplata. Á vissan hátt hefur sú stemning sem er í ís- lenskum draugasögum eflaust líka haft áhrif á af hverju ég er svona hrif- inn af þessum hljóðheimi. Af hverju valdirðu svona myrkt efni? Mér fannst það eiga svo vel við tónlistina sem ég er að gera. Ég spila á hljóðfæri sem ég hef búið til úr brotajárni og sá hljóðheimur kallar á þessi þemu. Ég spila líka á gítar og rafmagnspíanó en aðaláslátt- arhljóðfærin eru þessar málmtrommur sem ég hef búið til. Hvaða hópur hlustar á þig? Það er til mikil menning fyrir „industrial“ tónlist og tilraunatónlist yfir höfuð. Ég hef fengið mjög góðar viðtökur þannig að þetta virðist hitta vel á rétta fólkið. Platan hefur fengið ágæta hlustun. Hvert stefnir þú í tónlist? Það sem vekur helst áhuga minn er að gera tónlist fyrir kvikmyndir, og ég hef verið að gera það með vinum mínum í kvikmyndaskólanum. Áttu þér fyrirmyndir í tónlist? Já, þýsku hljómsveitina Einstürzende Neubauten en hún kveikti áhug- ann á að gera svona tónlist og breyta hlutum í hljóðfæri. Annars eru áhrifavaldarnir aðallega kvikmyndatónskáld. Hvaðan hefurðu þessa hæfileika eða áhuga? Það kemur að miklu leyti frá uppeldinu og að vera í kringum tónlist- armenn. Svo kemur þetta með æfingunni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.