Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Qupperneq 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.8. 2021
„Við spyrjum innflytjendur hvort þeir taki
þátt í og séu velkomnir í hópum innan sam-
félagsins,“ segir Pamela.
„Aðgangur að þjónustu er líka mik-
ilvægur,“ segir Unnur. „Þekking á þeirri
þjónustu sem er í boði. Hvernig þau frétta
af því hvað sé í boði,“ segir hún en einnig
skoði þær hvernig staðið sé að þessum mál-
um meðal stofnana á svæðinu.
„Við skoðum einnig hvaða atvinnutæki-
færi séu fyrir fólk á svæðinu auk lífsgæða
almennt, til dæmis hvernig sé fyrir fjöl-
skyldur með börn að búa á svæðinu,“ segir
Anna.
Unnur segir að ekki sé um megindlega
rannsókn að ræða þar sem niðurstöður
verða settar fram í tölum heldur reyna þær
að finna ákveðin þemu sem þær sjá í við-
tölum og á meðan þær dveljast á þeim stöð-
um sem rannsakaðir eru. „Við reynum einn-
ig að skoða þetta í heildrænu samhengi.“
Kórónuveirufaraldurinn hamlaði þeim
stöllum mikið í rannsókninni. „Faraldurinn
truflaði okkur mikið og seinkaði öllum okk-
ar áætlunum,“ segir Unnur.
„Eins og við sögðum áðan þá reyndum
við að taka þátt í viðburðum til að fá tilfinn-
ingu fyrir því hvað væri að gerast en á
ákveðnum tíma var bara ekkert að gerast,“
segir Anna. „Þó okkur hafi verið mjög vel
tekið þá vorum við ekki alltaf velkomnar á
ákveðna viðburði því við komum frá
Reykjavík þar sem hæsta hlutfall smitaðra
var og svo framvegis. En á hinn bóginn þá
sáum við að faraldurinn hafði önnur áhrif á
fólk á landsbyggðinni, til að mynda því fólki
finnst það öruggara á þessum stöðum,“ seg-
ir hún en þær hafa vegna faraldursins reitt
sig í meira mæli á einstaklingsviðtöl en þær
ætluðu, vegna fjölda- og fjarlægðartak-
markana.
Fólksflutningar að aukast
Af hverju er mikilvægt að gera svona rann-
sókn?
„Mér finnst mikilvægt, bæði sem fræði-
maður og persónulega, að raddir fólksins,
sem fræðimenn skrifa um og stjórnmála-
menn taka ákvarðanir um, heyrist,“ segir
Pamela. „Við förum á staðina til að tala við
þetta fólk og þeirra raddir fá pláss til að
heyrast í þeim greinum sem við síðan birt-
um í kjölfarið. Vegna áhrifa loftslagsbreyt-
inga og þeirra átaka sem eiga sér stað um
allan heim verður auk þess sífellt meira um
fólksflutninga. Við viljum vita hvernig við
gerum ferli flutninga betra fyrir fólk, svo
það finni fyrir öryggi, finnist það velkomið
og skilji þær áskoranir sem það stendur
frammi fyrir. Ég held að það sé mjög mik-
ilvægt.“
Unnur bætir við að það sé mikilvægt fyr-
ir okkur öll að sjá samfélagið sem hreyfan-
legt og breytanlegt en ekki eitthvað sem er
stöðugt og ávallt eins.
„Fólksflutningar eru stórt umræðuefni
um allan heim í dag,“ segir Anna. „Við get-
um skoðað flutninga fólks á strjálbýlum
svæðum betur en í borgum og þess vegna
getum við sagt hvernig aðfluttum líður og
hvað öðrum finnst um aðflutta. Við viljum
bæta við umræðuna,“ segir hún.
„Það er svo mikið af alhæfingum sem not-
aðar eru í umræðunni sem ekki eru byggð-
ar á staðreyndum,“ bætir Unnur við. „Okk-
ar hlutverk sem fræðimenn er að bæta
þekkingu við þessa umræðu,“ segir hún en
markmið hópsins er að gefa út nokkrar
fræðigreinar byggðar á rannsóknunum,
kynna niðurstöðurnar fyrir öðrum og veita
ráðgjöf til sveitarfélaga og annara á svæð-
unum ef þess verður óskað.
Veglegur styrkur
Styrkurinn sem rannsóknin hlaut frá Vís-
indastofnun Bandaríkjanna var veglegur.
Tæplega 900 þúsund bandaríkjadölum,
jafngildi tæplega 112 milljóna króna, var
veitt til verkefnisins. Styrknum er ætlað
að dekka allan kostnað við rannsóknina
fram að sumrinu 2023, þar á meðal allan
ferðakostnað og laun Önnu sem nýdokt-
ors. Þá hafa Unnur og Pamela þurft að
minnka við sig í vinnu í sínum stöðum hja
HÍ og Háskólanum í Wyoming þar sem
þær sinna meðal annars kennslu.
Að lokum segjast Unnur, Pamela og
Anna ekki geta tjáð sig um niðurstöður
rannsóknarinnar á þessari stundu þar
sem það gæti haft áhrif á þá sem muni
taka þátt í henni síðar meir. „Við höfum
þó nú þegar farið að kynna fyrstu niður-
stöður á rannsóknarráðstefnum,“ segir
Unnur.
Sauðárkrókur í Skagafirði. Skagafjörður er eitt þeirra sveitarfélaga þar sem fræðimennirnir þrír hafa dvalist og tekið viðtöl við íbúa.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bæði Anna Wojtynska og Pamela Innes
hafa búið á Íslandi um nokkurt skeið,
tala báðar ágæta íslensku og líkar lífið
hér á landi vel. Anna Wojtynska kom
hingað fyrst fyrir um 25 árum, þá 21 árs
gömul. „Þá fluttist mikið af Pólverjum
hingað í minni þorp úti á landi til að
vinna í fiskvinnslu. Það var ekki fyrr en
nokkrum árum seinna, í góðærinu, sem
fólk frá Póllandi fór að flytjast til höfuð-
borgarsvæðisins í eins miklum mæli,“
segir Anna. „Þróunin er að einhverju
leyti að snúast við núna, fólk flyst meira
út á landi, að hluta til vegna aukins
fjölda ferðamanna,“ segir hún.
„Þegar ég kom fyrst hingað var það
einungis yfir eitt sumar vegna rann-
sókna fyrir meistararitgerð mína,“ segir
Anna en hún kynnist manni sínum hér á
landi það sumarið og ákvað að flytjast
hingað alfarið stuttu seinna.
„Það var kona sem ég tók viðtal við
þetta sumarið og hún sagði, „þú munt
koma aftur,“ sem ég svo gerði,“ segir
Anna en hún stundaði seinna dokt-
orsnám við Háskóla Íslands. „Ég þarf að
hafa samband við þessa konu og segja
henni að hún hafi verið sannspá,“ segir
Anna sposk.
Anna segir aðlögun hennar að ís-
lensku samfélagi ekki hafa verið erfiða.
„Í gegnum rannsóknir mínar þetta sum-
arið kynntist ég bæði Pólverjum og Ís-
lendingum. Því þegar ég kom aftur og
fluttist hingað þekkti ég þegar nokkuð
af fólki. Þetta var því nokkuð mjúk
lending hjá mér,“ segir hún og bætir við
að háskólaumhverfið sé þægilegt fyrir
þá sem flytja hingað að utan.
Hentar vel til rannsókna
„Ég fékk nokkuð mjúka lendingu líka,“
segir Pamela. „Ég kom fyrst vegna
fræðistarfa og Kristín Loftsdóttir [pró-
fessor í mannfræði við HÍ] gerði mér
kleift að halda nokkra fyrirlestra hér.
Svo kynntist ég Unni og við unnum vel
saman. Í framhaldi af því fékk ég styrk
frá Fulbright-sjóðnum og var hér í um
ár og kynntist mörgum.“
Pamela segist hafa fengið hlýjar mót-
tökur hér á landi og við háskólann. „Og
nú hafa liðið 10 ár síðan ég kom fyrst.“
Pamela er einn fjórði Íslendingur en
faðir hennar er kominn af Vestur-
Íslendingum. „Það var þó ekki aðal-
ástæðan fyrir því að ég hafði áhuga á
að gera rannsóknir hér. Ástæðan var sú
að Íslendingar hafa gert vel í halda
skrár yfir allar breytingar, trúarbrögð,
tungumál og annað sem við skoðum,
en tungumál eru meginviðfangsefni
mitt. Svo höfðu orðið miklir fólksflutn-
ingar hingað á skömmum tíma og því
hentaði Ísland vel til að skoða hvaða
aðferðir við tungumálakennslu og að-
lögun fólks að samfélaginu virkuðu
best.“
Þótt Pamela sé búsett hér á landi þá
kennir hún við Háskólann í Wyoming.
„Núna fer öll kennsla fram í gegnum
netið vegna faraldursins svo ég get
kennt héðan. Og vegna þess hve stór
styrkurinn og verkefnið er þá hefur
skólinn leyft mér að vinna héðan.“
Mjúk lending