Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Síða 14
Í
einum af bröggum gömlu kartöflu-
geymslunnar í Ártúnsbrekku má nú
finna innsetningu Hrafnhildar Arnar-
dóttur, sem gengur undir listamanns-
nafninu Shoplifter. Sýningin Chromo
Sapiens var framlag Íslands á Feneyjatvíær-
ingnum árið 2019 og síðar sett upp í Listasafni
Reykjavíkur árið 2020 en er nú komið á stað
þar sem Hrafnhildur vill hafa það til fram-
búðar. Innan skamms verður það opið almenn-
ingi en Hrafnhildur er í óða önn að gera upp
húsið ásamt góðu fólki. Blaðamaður dreif sig í
heimsókn og hitti fyrir listakonuna litríku.
Hrafnhildur tekur brosandi á móti blaða-
manni, í skærlitum fötum eins og hennar er
von og vísa. Hún er með blágrænar augabrúnir
og ýmsa liti í hárinu sem eru í stíl við verkin
hennar, sem unnin eru úr hári; annaðhvort al-
vöru mannshári eða gervihári. Sýningin er
klár en það er enn allt á rúi og stúi í móttöku-
og fjölnotabragganum.
Hrafnhildur hefur dvalið á Íslandi síðan far-
aldurinn hófst og hefur ekki setið auðum hönd-
um, en hún hafði lengi haft augastað á brögg-
unum og hafði fyrirætlanir um að þar skyldi
rísa lista- og menningarmiðstöð í þessari földu
perlu í Ártúnsbrekkunni. Hún brennur í skinn-
inu að opna braggana sína almenningi og leyfa
fólki að njóta listar, náttúru og veitinga.
Sveitasæla í Reykjavík
„Við erum búin að vera að gera þetta allt sam-
an upp, en þetta er meiriháttar hús. Við ætlum
að opna hér kaffihús með þessum líka stóra
útipalli sem snýr í suður. Ég hugsa að þetta
verði besti staðurinn til að fara á trúnó á Ís-
landi,“ segir Hrafnhildur og lýsir framtíðarsýn
sinni, en braggana tvo keyptu hún og sam-
starfskona hennar Lilja Baldursdóttir nýlega.
„Hér er maður alveg við Elliðaárdalinn og
ekkert sem byrgir manni sýn á náttúruna.
Fólk þarf ekkert endilega að koma á sýn-
inguna, heldur getur það komið á kaffihúsið.
Þetta er sveitasæla inni í miðri Reykjavík og
allt annað andrúmsloft en í miðbænum,“ segir
Hrafnhildur og segist sjá fyrir sér að í hinum
fimm bröggunum verði einnig lista- og menn-
ingarstarfsemi af einhverju tagi.
„Þessir braggar voru upphaflega sprengi-
geymslur hersins í Hvalfirði en voru fluttir
hingað til þess að nota sem kartöflugeymslur.
Ég man eftir að hafa komið hingað sem barn
að ná í spírur. Svo tók Kristinn Brynjólfsson
við þessu og hefur unnið að því að opna hér
lista- og menningarmiðstöð og komst vel
áfram með að gera upp braggana, en ekki hef-
ur nein langtímastarfsemi hafið sig til flugs
fyrr en nú,“ segir Hrafnhildur og sýnir blaða-
manni inn í hinn braggann þar sem verkinu
Chromo Sapiens hefur verið komið upp.
Bragginn sem mun hýsa kaffihúsið verður
einnig salur með ýmsa möguleika fyrir við-
burði eins og tónleika, móttökur og hvers kyns
uppákomur svo eitthvað sé nefnt. Hrafnhildur
segist einnig sjá fyrir sér að með tíð og tíma
verði opnaður fínn veitingastaður þar líka, á
millipöllum í rýminu.
„Þetta er svo tryllt! Ég er svo ofboðslega
spennt fyrir þessu!“ segir Hrafnhildur sem
valdi það alíslenska nafn Höfuðstöðin fyrir
menningarhof sitt.
„Þetta eru ekki höfuðstöðvar, heldur Höf-
uðstöðin. Hárið vex á höfðinu, við erum á Höfð-
anum, á Rafstöðvarvegi. Svo er höfuðstöðin
sjöunda orkustöðin samkvæmt jógafræðum.
Þar býr víst sælan,“ segir Hrafnhildur og segir
að þær vildu alls ekki hafa nafnið á ensku.
„Við byrjuðum fyrir fjórum mánuðum og
stefnum á að opna sýninguna og kaffihúsið hið
fyrsta.“
Verkið á heima hér
Hrafnhildur segir verkið þannig úr garði gert
að það passi alls ekki inn í hvaða rými sem er,
og auk þess sé dýrt að setja það upp. Það var
geymt í gámi um hríð en listasöfn erlendis
höfðu falast eftir að setja það upp hjá sér.
„Mig dreymdi um að verkið fengi að eiga
heima á Íslandi og standa hér. Það er ekki
endilega öll myndlist til þess fallin að vera til
sýnis um ókomna tíð, en mér finnst þetta verk
standa undir því að laða til sín gesti til langs
tíma. Þetta verk er mikið upplifunarverk og
verkið nú þegar búið að sanna sig hvað varðar
aðdráttarafl. Chromo Sapiens er svo mikið
litabað; svo mikil heilun að dvelja inni í verkinu
og njóta hljóðmyndar HAM sem er sérsamin
fyrir verkið,“ segir Hrafnhildur.
„Verkið fannst mér eiga heima hérna. Og
svo allt í einu sé ég þessa bragga til sölu! Ég
bjó í Ártúnsholtinu um tíma og fjölskyldan er
hér enn þá þannig að ég elska þetta hverfi og
dalinn og það er löngu tímabært að hér sé opn-
að kaffihús og áningarstaður sem stuðlar að
samveru fólks. Svo hef ég alltaf haft áhuga á
óvenjulegum arkitektúr og verið sjúk í þetta
braggaform síðan ég var lítil stelpa. Allt sem
ég geri þarf að vera pínulítið skringilegt. Þetta
small allt saman,“ segir hún.
„Þetta á að vera Shoplifter-safn, alveg eins
og safn Einars Jónssonar eða Ásmundar
Sveinssonar. Þeir byggðu sér sjálfir hof en ég
held að engin núlifandi íslensk kona hafi gert
það upp á eigin spýtur. Ég er með þessa sýn
fyrir þetta verk og Lilja er meðstofnandi og
fjárfestir í verkefninu,“ segir Hrafnhildur og
útskýrir að þær stöllur séu að kosta verkefnið
sjálfar og hafi sett af stað söfnun á Kickstarter
til þess að hjálpa til við að greiða fyrir fram-
kvæmdirnar sem reyndust þó nokkrar. Hug-
myndin er að safna tólf milljónum og nú þegar
hefur rúmlega helmingur af því safnast. Sá
hængur er á söfnuninni að ef ekki næst að
safna tólf milljónum fyrir sunnudaginn 8.
ágúst 2021, þá fæst fjármagnið ekki greitt.
Á Kickstarter-síðunni er boðið upp á að
kaupa ýmsan varning tengdan Höfuðstöðinni
og er Hrafnhildur í samstarfi við Karlsson-
wilker grafík- og vöruhönnuði. Á síðunni er svo
líka hægt að eignast listaverk eftir Shoplifter,
bóka fjölnota salinn og einfaldlega kaupa miða
á sýninguna fyrirfram.
„Ég er í raun hönnuður líka og það á vel við
mig því ég hef fundið leið til að finna myndlist-
inni sjálfstæðan farveg í hönnun á fatnaði og
vörum, án þess að það trufli hvort annað. Ég er
maximalískur popplistamaður; fjöldafram-
leiðsla er ákveðið viðfangsefni í myndlistinni
og hluti af efnisnotkun og það er sífellt algeng-
ara að listamenn markaðssetji vörur sem
tengjast myndlistinni. Ég nota efnivið sem er
fjöldaframleiddur og bý til eitthvað annað úr
honum. Ég endurvinn líka allt þetta gervihár,
endurnýti og finn því annan og nýjan tilgang.“
New York hefur verið heimili Hrafnhildar
Sælan
býr í Höfuðstöðinni
Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir hefur nú fundið heimili fyrir verk sitt
Chromo Sapiens í safni sínu Höfuðstöðinni. Hún hefur búið á Íslandi und-
anfarið og notað tímann til að koma safninu á fót, en einnig opnaði hún sýn-
inguna Boðflennu í Hrútey við Blönduós. Þar sýnir hún útilistaverk sem hún
vann beint inn í náttúruna.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.8. 2021