Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Side 17
2) Ef svo væri ekki var málinu lokið. Bæri honum
að taka málið til efnislegrar meðferðar kæmi efnis-
niðurstaða. Fimm dómarar töldu að taka bæri málið
efnislega fyrir, en fjórir dómarar voru á móti því.
Þá yrði því svarað hver úrslitin í Flórída urðu eftir
talningu sem staðið hafði í margar vikur! Sjö dóm-
arar af níu sögðu að George W. Bush hefði unnið
Flórída, sem þýddi að hann var réttkjörinn forseti
Bandaríkjanna. Það var mjög afgerandi niðurstaða
og aulalegt að hanga á að Hæstiréttur hefði verið
með eindæmum klofinn. Að sjálfsögðu hefði efnis-
lega niðurstaðan verið jafngild þótt „aðeins“ hefðu
fimm dómarar af níu staðið að dómsorðinu. Gefi
menn sér að Hæstiréttur Bandaríkjanna sé svo
skiptur eftir pólitík, sem er fjarri því að speglast í
niðurstöðum hans, hvers vegna fékk Trump ekki
einu sinni áheyrn hjá réttinum?
Eins og sást á því hversu lengi Hæstiréttur lét
skrípaleikinn í Flórída skaða orðspor Bandaríkj-
anna, og kom sér undan afskiptum, þar til fullreynt
var að þau voru orðin óhjákvæmileg, hlaut hann
einnig að fara með löndum nú. En við það bættist
að repúblikanar höfðu haft rýmileg tækifæri til að
bregðast við og kalla eftir viðhorfi dómstólanna
miklu fyrr. Getgátur voru uppi um að lykilmenn í
flokksstarfinu hefðu talið að málaferli á þessu stigi
yrðu flokknum skaðleg í atkvæðum talið. Mjög auð-
velt hefði verið að gera flokk forsetans tortryggi-
legan í þessum efnum. Repúblikanar hefðu hins
vegar ekki haft ímyndunarafl til að sjá fyrir hversu
langt demókratar hefðu verið tilbúnir til að ganga.
Of stór biti
Málatilbúnaður af hálfu repúblikana gagnvart dóm-
stólum og þá að lokum Hæstarétti Bandaríkjanna,
hefði, úr því sem komið var, verið krafa um að snúa
við úrslitum sem þá virtust liggja fyrir í forseta-
kosningum ríkisins! Það hefði verið nánast óbæri-
legt fyrir réttinn og eininguna í Bandaríkjunum að
koma nálægt slíku.
Einhver kynni að skella í góm og segja að sú ein-
ing hefði ekki verið upp á marga fiska síðustu árin,
en það er önnur saga. Dómstólaslagur á fyrri stig-
um hefði verið allt annað mál, þótt það sé ætíð tví-
bent. Hver sem úrslitin hefðu verið um t.d. spurn-
inguna hvort ríkisstjórar geti tekið sér vald, vegna
atriða eins og veirufaraldurs, til að breyta tilhögun
og umgjörð kosninga, sem ótvírætt er að stjórnar-
skrá Bandaríkjanna leggur í vald ríkisþinganna,
hefðu aldrei leitt til þeirrar óeiningar sem hitt, að
Hæstiréttur Bandaríkjanna teldi sig nauðbeygðan
til að „breyta úrslitum“ kosninga vegna stórgall-
aðrar umgjörðar um þær, sem ekki hafði verið láta
reyna á með nægjanlegum styrk, strax þegar þeir
tilburðir lágu fyrir. En við spurningunni sem stund-
um er til umræðu um að demókratar hafi með
„trikkum“ stolið kosningunum af Trump má gefa
tvenns konar svör. Yfirgnæfandi líkur standa til að
frambjóðandi demókrata hefði aldrei náð að vinna
þau kjördæmi þar sem umgengnin um atkvæðin var
hvað svakalegust nema með þeim aðferðum sem
þeir beittu. Forsetinn og flokkur hans sáu að
nokkru leyti til hvers refirnir voru skornir. Marg-
vísleg opinber ummæli þeirra sýna það. Þótt nokkr-
ar óburðugar tilraunir og gjarnan síðbúnar hafi
verið uppi um að koma málum til dómstóla þá var
það í skötulíki og skorti allan þunga.
Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði ekki áheyrn um
meinta ágalla sem taldir voru vera á kosningunum,
eða um valdþurrð við ákvörðun um þær.
Þegar þannig var komið, þá er afstaða réttarins
skiljanleg og sennilega eðlilegur kostur.
Það fylgir því oft heilmikil sjálfsásökun að vakna
upp „vitur eftir á“. Donald Trump hafði, sem forseti
fyrstu tvö árin, meirihluta í báðum deildum þings-
ins og hefði getað nýtt tíma sinn betur en hann
gerði. Hann hefði til að mynda getað beitt sér fyrir
því að breyta umgjörð bandarískra kosninga í átt
við það sem best þekkist annars staðar. En þótt
Trump hefði verið svo framsýnn er ekki óhugsandi
að flokkur demókrata hefði samt sem áður getað
náð að misnota aðstöðu sína í einstökum ríkjum
með vísun til kórónuveirunnar. Þeir svifust einskis
þegar Trump átti í hlut, eins og galdrafárið um
samsæri Pútíns og Trumps sýnir, sem var frá upp-
hafi til enda byggt á samsuðu sem kosningastjórn
Demókrataflokksins hafði látið gera og kostaði.
Eftiráspekin bendir einnig til þess að repúblik-
anar hefðu sjálfir getað brotist inn í leikfléttu
demókrata og tryggt með einföldum hætti að kjör-
fundir stæðu í allmarga daga og væru opnir lengur
og engin atkvæði yrðu talin fyrr en öll atkvæði
væru komin í hús, eins og gert var á sínum tíma í
lok heimsstyrjaldar, t.d. í Bretlandi til að tryggja
að fjölmenn herlið þeirra, þá um víða veröld, næðu
að kjósa. Sú brjálæðislega aðferð að sturta atkvæð-
um heim eftir óskum einstaklinga, sem kjörstjórnir
þekktu engin deili á, og treysta þeim fyrir kosn-
ingum og láta svo safna þeim saman í útboði, er
auðvitað einhver ósvífnasti pólitíski leikur sem
hægt er að leggja í.
En það er búið og gert. Og þar sem það var ekki
fyrr en á lokaspretti að leitað var atbeina dómstóla
um vafasama aðkomu, sem Hæstiréttur hafnaði,
sitja menn sárir og svekktir uppi með niðurstöðu
hans. Þar með verða menn að kyngja því að settur
hefur verið punktur. Biden telst því samkvæmt
lagabókstafnum réttkjörinn forseti. Hversu lengi sú
niðurstaða dugar honum er önnur saga, eins og nýj-
ustu dæmin um afrek hans sýna.
Tekur þetta með trukki
Fréttir voru um það sama daginn að Biden hefði
sagt við blaðamenn „að forsetinn hefði falið sér sem
varaforseta, það var Trump forseti, ó, nei, þetta var
„freudian slip“, það var Obama forseti …“ Og við
annan hóp sagði hann „að það kæmi sjálfsagt mörg-
um á óvart að hann hefði sem bílstjóri keyrt 18
hjóla trukk“.
Og Biden átti kollgátuna, þetta kom blaðamönn-
um á óvart, ekki síst þar sem það þarf sérstök rétt-
indi og uppfærð skírteini til að fara með slík ferlíki
út á þjóðvegina, sem Biden virtist hafa gert.
Blaðafulltrúi forsetans var ítrekað spurður út í
þetta afrek en lengst af var lítið um svör. Þráspurð
sagði blaðafulltrúinn loks að það væru vísbendingar
um að Biden hefði einhvern tíma setið frammi í hjá
bílstjóra á stórum trukk!
Fyrir mörgum árum, þegar Joe Biden var miklu
yngri, sagði hann blaðamönnum að hann hefði farið
til Suður-Afríku og bjargað þar Nelson Mandela,
síðar forseta, úr fangelsi! Þetta hafði enginn heyrt,
ekki einu sinni Mandela.
En kannski hefur hann gert heiðarlega tilraun til
þessa. Farið á 18 hjóla trukknum með Arnold
Schwarzenegger undir stýri (sem hefur örugglega
full réttindi) og Nelson Mandela hefur svo setið á
milli þeirra þjótandi á vit frelsisins. Í slíkum ógnar-
leiðangi er hreint smáatriði, eða þá freudian slip,
hvort það var Obama eða Trump sem sendi hann í
þennan leiðangur.
Eða Freud sjálfur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Hér á Íslandi hefur verið gasprað af tölu-
verðu yfirlæti, og enn meira þekkingar-
leysi, að engir evrópskir leiðtogar hafi tekið
undir það að eitthvað hefði verið bogið við
framkvæmd kosninga í Bandaríkjunum
núna. Ekki eru þeir þó margir til á þeim slóð-
um sem hafa reynt að halda því fram að fyrr-
nefnd tilhögun kosninga hefði verið talin
standast skoðun í nokkru ríki í Evrópu.
1.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17