Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.8. 2021 LÍFSSTÍLL Á síðasta degi Íslandsferðar parsins Hönnuh og Nikos fór blaðamaður til fundar við þau á kaffihúsi í miðborginni. Þau höfðu þá klárað að hjóla hring- inn um landið, með ýmsum útúr- dúrum upp á hálendið, á tveimur mánuðum. Hin þýska Hannah hefur aðallega orð fyrir þeim, en Niko, sem er frá Georgíu, er ekki nógu sleipur í ensku og blaðamaður ansi ryðgaður í þýskunni. Parið býr í Berlín en þar hafa þau búið síðustu fimm ár. Niko er í sálfræðinámi og Hannah hefur nýlokið námi í heim- speki og er auk þess myndlist- armaður, en þau skötuhjú eru að flytja til Portúgals þar sem hún mun stunda list sína og fara í fram- haldsnám. En áður en þau hefja nýtt líf í Portúgal skelltu þau sér yf- ir hafið með tjald og hjól í fartesk- inu. Virðing fyrir náttúrunni Eftir sóttkví lögðu þau af stað hjól- andi hringinn og fóru norðurleiðina. Ferðin byrjaði með skelli, svo að segja, en þau lögðu af stað einn vindasamasta dag sumarsins. Þann dag fuku margir húsbílar og vagnar á hliðina og líklega fleiri en sagt var frá í fréttum! „Það var eins og Ísland væri strax í upphafi að reyna að kenna okkur að bera virðingu fyrir landinu og náttúrunni. Við vorum varla komin út fyrir höfuðborgina þegar við lentum í svo miklum vindhviðum að við þurftum að leggja hjólunum í brekku og leita skjóls. Við fundum stað þar sem húsbílar voru greini- lega til sölu, en þeir stóðu þarna á bílaplani. Við leituðum skjóls á milli þeirra og þegar við ætluðum síðan að athuga með hjólin okkar kom vindhviða og feykti einum hús- bílnum yfir á hinn enda plansins. Við vorum heppin að verða ekki fyr- ir, en við hlupum í burtu. Þegar við komum aftur sáum við að tveir aðrir húsbílar höfðu fokið niður brekkuna og við héldum fyrst að þeir hefðu lent á hjólunum okkar. Við fundum ekki hjólin, en þá hafði fólk þarna borið hjólin okkar upp og hringt í lögguna, af ótta við að við lægjum slösuð undir húsbílunum. Þetta var fyrsti dagurinn okkar!“ segir hún. „Þetta kennir manni að við erum ekki stærri en náttúran. Eins og með öll flóðin í Þýskalandi; það hef- ur kennt manni að við stjórnum ekki náttúrunni.“ Brosin eru frá hjartanu Veðrið skánaði sem betur fer og parið gat haldið áfram ferð sinni. Á leiðinni hittu þau margt fólk, bæði Íslendinga og útlendinga. „Mikilvægast fannst okkur að hitta Íslendinga. Við fundum fyrir gestrisni og örlæti sem fór fram úr okkar björtustu vonum. Um daginn vorum við á tjaldstæði og þurftum að taka rútu, en rútan keyrði framhjá og öll okkar plön fóru út um þúfur. Við vorum mjög leið, en þarna var íslensk kona sem var svo góð við okkur. Hún hjálpaði okkur og við þurftum ekki að borga nótt- ina. Við vorum ekki með mat því þarna var engin búð, en hún kom með mat handa okkur. Daginn eftir kom hún til okkar með kampavín og súkkulaði. Fólk var ekki bara gott við okkur; það var meira en gott! Þetta er bara nýjasta dæmið en við lentum í mörgu svipuðu á leiðinni,“ segir Hannah og segir áberandi hversu einlægir Íslendingar eru. „Ég er alin upp að hluta í Banda- ríkjunum og þar eru allir brosandi alltaf en hér eru engin gervibros. Ef einhver brosir hér er það frá hjart- anu. Þessi skapgerð ykkar passar vel við Niko, hann er alvarlegri en Morgunblaðið/Ásdís Erum ekki stærri en náttúran Hannah Scharmer og Niko Samkharadze hjóluðu hringinn og segja ferðina hafa breytt sér. Þau dásama land og þjóð og segja Íslendinga bæði örláta og gestrisna. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Vík í Mýrdal var einn af stöðunum sem Hannah og Niko dásömuðu. Niko gengur í lúpínubreiðu, en parið gekk mikið úti í náttúrunni. Niko frá Georgíu og Hannah frá Þýskalandi hjóluðu hringinn um Ís- land á tveimur mánuðum. Þau voru ekkert að flýta sér og sögðu ferðina hafa breytt sér til hins betra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.