Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Síða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Síða 23
1.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 TÍMAVÉLIN Á sumum heimilum er það unun fyrir börnin að fara í rúmið á kvöldin, en á öðrum er það hreinn bardagi á hverju kvöldi, þegar komið er að háttatíma. – Foreldrarnir verða að lokka þau, reka þau, eða hreint og beint að berja þau, til þess að fá þau til þess að fara í rúmið. Það er leið- inlegt að láta dag barnsins enda á þann hátt.“ Þannig komst danski barnaupp- eldissálfræðingurinn Grete Janus, cand. physch, að orði í grein um háttatíma barna í þættinum Kven- þjóðin og heimilið í Morgunblaðinu 18. júlí 1951. Fram kom að Janus hefði skrifað greinar í blöð og tíma- rit. Ekki neyða börnin „Venjulega má koma í veg fyrir þessi ólæti á kvöldin, eða a.m.k. minnka þau, ef foreldrarnir athuga sinn gang, og reyna að skilja börnin. Best væri ef komið væri upp nokk- urs konar stundatöflu fyrir þau, yfir daginn,“ sagði Janus. Fyrst af öllu urðu foreldrarnir að gera sér það ljóst, að dómi Janus, að þeir gætu ekki neytt börnin eða hót- að þeim til þess að sofa fleiri tíma heldur en þeim væri nauðsynlegt. Þar fyrir utan yrðum við að gera okkur ljóst að börn, alveg eins og fullorðnir, þurfa misjafnlega mikinn svefn. „Þó tveggja ára barn nágrannans sofi 13 tíma á sólarhring, þá er ekki þar með sagt að yðar barn þurfi þess, það getur aðeins þurft að sofa 12 tíma, ef það tilheyrir þá ekki þeim, sem þurfa að sofa 14 tíma. Sum börn sofa um hádegið, alveg þangað til þau þurfa að fara í skól- ann, öðrum nægir aftur á móti að sofa einungis síðdegis, og sum eru vakandi allan daginn, jafnvel áður en þau verða eins árs.“ Hún taldi mikilvægt að reyna að komast að því, hvað það er, sem okk- ar eigin börn þarfnast, líka það sem þau þarfnast í sambandi við svefn- inn. „Margir foreldrar nota rúmið sem nokkurs konar hegningu. – Það á maður ekki að gera. Láti maður barnið fara í rúmið af því að það hef- ur verið óþægt, getur maður átt það á hættu að barnið fái óbeit á því að fara í rúmið.“ Skiljið börnin Einnig verður maður, að sögn Janus, að gæta þess að barnið fái það ekki á tilfinninguna að maður vilji láta það fara snemma að hátta, af því að mað- ur vilji fá frið. Börnin eigi í miklu stríði við það að þeim finnist þeim vera ofaukið, eða að þau séu fyrir manni. „En þau þarfnast þess að vera með fullorðna fólkinu. Það sjest best á því, hve oft þau kalla á mömmu á kvöldin, biðja um vatn, mat eða sögu, þegar þau koma oft hlaupandi inn á daginn af því, „að þau hafi gert þetta eða sagt hitt“, þá eru þau í raun og veru að reyna að komast í sterkara samband við fullorðna fólkið.“ Þreytan á að vera eðlileg Janus sagði alþekkt að börnin væru alltaf erfiðust þá daga sem mæðurnar hefðu sérstaklega mikið að gera. En okkur liggi alltof oft við að gleyma að það eru einungis okkar annir sem eiga sök á óþekkt þeirra en ekki öfugt. „Í kvöld sofnar hann ábyggilega snemma,“ sagði afi nokkur einu sinni, eftir að hann hafði verið að leika við barnið allan daginn. En hvað gerðist, barnið var glaðvakandi klukkan 10, en afinn sofnaði vært kl. átta. „Það er misskilningur að börnin sofni fyrr, ef maður reynir að þreyta þau, því þá eru þau allt of spennt til þess að geta sofnað. Þreyta barnanna á að vera eðlileg þreyta, sem kemur eftir rólegan dag, þegar allt hefur gengið sinn vanagang, lítið eitt af gleði og lítið eitt af mótlæti, en margar og góðar leikstundir.“ Það er misskilningur að börn sofni fyrr, ef maður reynir að þreyta þau, því þá eru þau allt of spennt til þess að geta sofnað. Þreyta barnanna á að vera eðlileg þreyta, sem kemur eftir rólegan dag, þegar allt hefur gengið sinn vanagang. Þessa speki var að finna í Morgunblaðinu fyrir sjötíu árum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Börn að leik einhvern tíma eftir miðja síðustu öld. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tápmikil börn á leikvelli í Reykjavík árið 1976. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Börn Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara ásamt félögum með Magnús Ólafsson í vagni árið 1971. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ekki nota rúmið sem hegningu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.