Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.08.2021, Side 32
SUNNUDAGUR 1. ÁGÚST 2021 Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 554 6969 lur@lur.is • lur.is LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL MADE IN DENMARK Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn. Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939. Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta og rúmgafla. Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks- stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig. Austur Ultra-hlaupið fer fram í fyrsta sinn um næstu helgi, laug- ardaginn 7. ágúst. Boðið er upp á þrjár mismunandi hlaupaleiðir sem allar liggja um fallegt landslag á Lónsöræfum. Lengsta leiðin er 50 kílómetrar og verður lagt af stað frá Marköldu og hlaupið niður að Stafafelli. Á þessari leið hlaupa keppendur úr 867 metra hæð yfir sjávarmáli niður að sjávarmáli en þurfa þó að hækka sig um 1.682 metra á leiðinni. Hlaupið er um Austurstræti sem er mest farna leið Stafafells í Lóni. Hinar tvær leiðirnar eru 20 og 10 kílómetrar að lengd þar sem lagt verður af stað frá Eskifelli og Raftagili. Drykkjarstöðvar eru á tíu kíló- metra fresti á leiðunum. Á heimasíðu hlaupsins, austur- ultra.is, segir að hlaupið sé „um eitt stórkostlegasta og fjölbreyti- legasta þversnið af íslenskri nátt- úru. Frá hálendismelum um grös- ugan dal óbyggðanna. Eftir litskrúðugum skriðum, hrikalegu jökulsárgljúfri, gróskumiklum birkiskógi, út heimafjallið og með- fram votlendi að lokamarkinu á sléttunni mitt á milli Eystra og Vestra Horns.“ Skráning fer fram á tix.is en síð- asti séns til að skrá sig í hlaupið er í dag, sunnudag. Boðið verður upp á rútuferðir að rásmarki fyrir 50 og 20 kílómetra hlaupaleiðir að morgni hlaupsins, en allir bílar komast að Raftagili, rásmarki 10 kílómetra hlaupsins. Hlaupið verður um fallegt landsvæði í Lónsöræfum um næstu helgi. Þau hörðustu hlaupa 50 kílómetra. Morgunblaðið/RAX Þversnið íslenskrar náttúru Hraustir hlaupagarpar munu reima á sig betri skóna um næstu helgi þegar Austur Ultra-náttúruhlaupið fer fram. Hlaupið er um Austurstræti, meginleið Stafafells í Lóni, og enn er hægt að skrá sig. Saltvíkurhátíðin var til umræðu í Morgunblaðinu laugardaginn 17. júlí 1971. Hátíðin, sem hald- in var hvítasunnuhelgina, hafði vakið miklar umræður og deilur og var áfengisneysla unga fólks- ins mörgum þyrnir í augum. Björgvin Halldórsson söngvari sagði í samtali við blaðið að sér hefði fundist eyðileggja svolítið hvað litlu krakkarnir voru fullir, en bætti við: „En það er öllu verra hvað fullorðið fólk drekk- ur mikið hérna. Það liggur dautt út um allt og það er mjög slæmt að hafa þetta fyrir unga fólk- inu.“ Ásgerður Flosadóttir, sem var meðal hátíðargesta, var ánægð með hátíðina og fannst krakk- arnir hafa verið frjálsir: „Mér fundust unglingarnir ekkert drekka mikið, en hins vegar fannst mér eldra fólk, það sem náð hefur lögaldri, drekka allt of mikið.“ Guðmundur Haukur Jónsson, söngvari Roof Tops, hafði þetta að segja: „Mér fannst drykkjan hérna ofsalega íslensk.“ Þorvaldur Jónsson hátíðar- gestur sagði að hátíðin væri skemmtilegt uppátæki: „Mér líst betur á hátíðina en fólkið …“ GAMLA FRÉTTIN „Drykkjan hérna ofsa- lega íslensk“ Um 10.000 manns sóttu hvítasunnuhátíðina í Saltvík ’71 og upplifðu þrjá daga „rigningar, roks og ölvunar“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu. Morgunblaðið/Kr.Ben. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Árni Friðleifsson lögreglumaður Felix Bergsson leikari Bruce Willis leikari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.