Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 2

Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 2
2 FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. apríl 1996 Æsa ÍS hét áður Villi Magg. Skipið var flutt inn til landsins árið 1987. Rúnar Garðarsson skipstjóri á Æsu ÍS 87 Hafa veitt allt að 220 ára kúfskel Fréttir Minnkandi karlaút- fiutningur Horfur eru á að verulega dragi úr útflutningi á ferskum karfa það sem eftir er kvótaársins ef miðað er við sama tímabil undanfarin ár. Að sögn Péturs Arnar Sverrissonar hjá aflamiðlun LÍÚ er kvótastaða flestra fyrirtækja í karfa orðin frekar þröng og þegar á heildina er litið er kvótastaðan þannig að helmingi minni karfakvóti er nú eftir en á sama tíma í fyrra. Ekkert íslenskt fiskiskip seldi afla í Bremerhaven í síðustu viku eða nú í vikunni. Nokkuð var um útflutning á karfa í gámum og alls voru seld 217 tonn af íslenskum karfa í Bremerhaven í fyrri viku. Meðalverðið var í lægri kantinum eða um 114 kr/kg. Nokkuð magn verður boðið upp nú í vikunni og er búist við að karfinn seljist á nokkuð góðu verði. Gámar í Englandi Framboð af ferskum fiski frá Is- landi hefur aukist á enska mark- aðnum í aprflmánuði og er magnið meira en það hefur verið í langan tíma. Hins vegar er verðþróunin í öfugu hlutfalli við framboðið og verð á flestum tegundum er lægra en það hefur lengst af verið frá áramótum. Dagana 9. -11. apríl sl. voru seld 692 tonn af íslenskum gámafiski í Grimsby og Hull og var verðmæti aflans 71,2 milljónir króna. Meðalverð var 102,88 kr/ kg. Fyrir 25 tonn af þorski fengust 110,17 kr/kg, fyrir 338 tonn af ýsu fengust 98,87 kr/kg, 38 tonn af karfa seldust á 72,56 kr/kg og fyrir 117 tonn af kola fengust aðeins 156,40 kr/kg. Nokkuð var selt af blönduðum afla og bar það helst til tíðinda að steinbítur hækkaði lítil- lega í verði. Verðið er þó enn í lægri kantinum eða á milli 80-100 kr/kg. Fiskmarkaðir Allir markaðir Vikan 7. -13. apríl 1996 Hám. Lágm. Meðal- verð verð verð Magn Tegund (kr/kg) (kr/kg) (kr/kg) (kg) Annar afli 1170,00 4,00 73,98 231.568 Grálúða 150,00 150,00 150,00 5.126 Karfi 127,00 23,00 87,38 25.150 Keila 50,00 9,00 38,02 10.411 Langa 125,00 6,00 87,74 17.672 Lúða 600,00 100,00 314,83 5.886 Skarkoli 129,00 50,00 100,82 66.959 Steinb. 91,00 10,00 53,30 198.816 Ufsi 80,00 5,00 49,28 305.165 Ýsa 201,00 20,00 109,85 217.1,85 Þorskur 122,00 10,00 91,36 473.081 79,96 1657.019 Veiðar á kúfskel hafa verið stundaðar um nokkurra ára skeið á Æsu ÍS 87 frá Flateyri en báturinn er sérhannaður til þessara veiða. Eig- andi skipsins, sem er 145 brúttólestir að stærð, er íslenskur skelfiskur hf. á Flat- eyri. Kúffiskurinn er unninn í verksmiðju fyrirtækisins á Flat- eyri og er hann aðal- lega seldur í súpur. Bandaríkjamenn stunda umfangsmikl- ar kúffiskveiðar og þeir eru einnig meðal stærstu kaupenda á kúffíski frá öðrum Iöngum. Rúnar Garðarsson hefur verið skipstjóri á Æsu ÍS frá því í október 1992 og hann hefur því orðið mikla reynslu af kúffiskveiðunum. Við veiðarnar er notaður svokallaður vatnsþrýstiplógur. Plógurinn er þannig útbúinn að sjó er dælt frá skipinu í gegnum barka niður á hafsbotninn og þjónar dælingin þeim tilgangi að róta upp botnlaginu þannig að plógurinn nái skeljunum. Að sögn Rúnars er kúfskelin grafin fimm til tíu sentímetra niður í botninn. Hægt væri að skafa upp botnlagið með plóginum en til þess þarf mun meiri átök en ef dælingartæknin er notuð. Þá telja menn að raskið verði minna en ef botninn væri plægður upp með þungum veiðarfærum. Taka fullfermi á fimm til sex tímum Helstu veiðisvæði Æsu IS eru í Aðalvík og Fljótavík norður á Hornströndum, í Jökulfjörðum inn af ísafjarðardjúpi og í Arnar- firði og Súgandafirði. Þá eru veiðar einnig stundaðar í Önund- arfirði en Rúnar segist reyna að nota bræludagana til þess að veiða á þessum heimamiðum Flateyringa. — Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar. Við getum ekki stund- að veiðar í mikilli ölduhæð og við reynum að fara sem styst og veiða inni á fjörðum ef veðrið er slæmt. Undan því höfum við reyndar ekki þurft að kvarta í vetur því tíðarfarið hefur verið með albesta móti, segir Rúnar en þess má geta að sigling norður í Fljótavík tekur um fjóra og hálf- an klukkutíma og það getur tekið um þrjá tíma að sigla frá Flateyri til veiðisvæðisins í Arnarfirði. Yfirleitt tekur það um fimm til sex tíma að ná fullfermi, 35 tonn- um, og því þykir það gott ef Æsa nær að fara í sem svarar til einnar og hálfrar veiðiferðar á sólarhring. Rúnar segist gjarnan hafa þann háttinn á að fara í eina langa veiði- ferð eftir fullfermi en síðan geti hann skroppið í Önundarfjörðinn eða nærliggjandi firði eftir 17-18 tonnum. Þannig getur veiðin orðið rúmlega 50 tonn á sólarhring en til samanburðar má geta þess að í verksmiðju Islensks skelfisks hf. á Flateyri er hægt að afkasta um 80- 90 tonnum af skel á sólarhring. Góð kúffiskmið á norðausturhorninu Auk þess sem Rúnar og hans menn hafa kortlagt helstu veiði- svæðin á Vestfjörðum á undan- förnum árum þá hefur Hafrann- sóknastofnun tekið þátt í að kanna kúfskeljarmiðin fyrir vestan og austur með Norðurlandi allt að Austfjörðum. — Við fórum í rannsóknaleið- angur með Sólmund Einarsson fiskifræðing, sem leiðangursstjóra, 15. janúar til 10. mars 1994 á miðin hér fyrir vestan og síðan fórum við aftur í mánaðarlangan leiðangur 20. maí sama ár og könnuðum þá ástand mála fyrir norðan og aust- an. Útkoman hér var mjög þokka- leg og hið sama er að segja um norðausturhorn landsins. Þistil- fjörður, Axarfjörður og Bakkaflói virtust vera mjög álitlegir með til- liti til kúffiskveiða. Þar er stór og falleg skel og ég hef heyrt því fleygt að heimamenn hafi einhverjar hugmyndir um að hefja þarna veiðar og vinnslu, segir Rúnar en hann upplýsir að Hafrannsókna- stofnun hafi reiknað það út að kúf- skeljarstofninn á Vestfjörðum sé alls 133 þúsund tonn. Það telja heimamenn vanreiknað af hálfu Hafró og þeir segja að aðrar og hærri tölur eigi eftir að koma upp á borðið þegar meiri reynsla verði komin á veiðarnar og auknar rann- sóknir hafi farið fram. Að sögn Rúnars hefur aukinn kraftur verið settur í kúffiskveið- arnar nú í byrjun ársins. Afli Æsu ÍS í janúar var 480 tonn, tæp 600 tonn í febrúar og í mars nam veiðin alls 890 tonnum. Kúfskelin er nýt- anleg allt árið en kúffiskurinn er reyndar misfeitur eftir árstíðum. Skynsamleg nýting forsenda veiða Varðandi nýtinguna á kúfskel- inni þá gilda þær reglur að aðeins er hirt skel sem er meira en 34-35 millimetrar að þykkt en það samsvarar því að lengd skeljarinn- ar sé um 7,5 sentímetrar. Skeljar af þeirri stærð eru um 40-50 ára gaml- ar. Elsta skelin, sem vitað er til að hafi veiðst á Æsu ÍS og aldurs- greind hefur verið af Hafrann- sóknastofnun, var hvorki meira né minna en 220 ára gömul. Skelin var um 80 millimetra þykk og 12-13 sentímetra löng. Hinn hái aldur nýtanlegra skelja bendir til þess að nýliðun sé ekki mikil hjá kúfskelj- unum og því verður að gæta fyllstu varkárni varðandi nýtingu stofns- ins. — Við verðum auðvitað að nýta stofninn af skynsemi. Hins vegar held ég að það væri aldrei hægt að rústa þess- um stofni. Við hendum öllum smáskeljum í sjó- inn eftir flokkun og þær halda áfram að vaxa og dafna. Þá myndu veið- arnar verða óarðbærar löngu áður en hægt væri að ofveiða stofninn en það breytir því ekki að það þýðir ekkert að gösl- ast áfram og hugsa ekk- ert um að nýta svæðin skynsamlega. Þannig reynum við t.d. að treina okkur veiðisvæðið hér í Önundarfirðinum. Það er gott að geta nýtt það meðfram veiðum annars staðar og eins hefur það sitt að segja að skelin hér er í smærri kantinum með tilliti til nýtingar, segir Rúnar en hann seg- ist ekki hafa orðið var við annað en að góður friður ríki um veiðarnar fyrir vestan. — Það hefur sitt að segja að við erum einir á þessum veiðum og það fer því ekki svo mikið fyrir okkur. Hvað gerist ef bátun- um fjölgar er erfitt að segja. Samningar um verð standa yfir Rúnar segist ekki sjá það fyrir sér að Æsa ÍS geti stundað veiðar utan Vestfjarða fyrir verksmiðj- una á Flateyri. — Það þarf helst að vinna skel- ina innan 36 tíma eftir að hún er veidd og því myndi hún tæpast þola að vera flutt landshlutanna á milli. Reyndar eru uppi hug- myndir um að aka skelinni frá löndunarstöðum hér fyrir vestan til Flateyrar. Við gætum þá land- að skelinni af norðanverðu svæð- inu á Bolungarvík og það væri hægt að aka skel frá Patreksfirði eða Tálknafirði þegar við erum að veiðum hér fyrir sunnan. Hvort hráefnisverðið stendur undir flutningskostnaði veit eng- inn nema framkvæmdastjórinn en á hitt er að líta að það sparast ýmislegt við það að sigla styttra með aflann. Þá yrði hægt að auka aflann um e.t.v. 140-165 tonn á viku og það munar um það hrá- efni í vinnslunni, segir Rúnar en hann vill lítið tjá sig um afkom- una á kúffiskveiðunum. — Þetta hafa verið tilrauna- veiðar fram að þessu en nú á að byrja veiðar af krafti og fyrir dyr- um standa samningar við útgerð- ina um verð fyrir aflann. Við höf- um verið á föstum grunnlaunum fram að þessu og ég og vélstjór- inn höfum haldið þetta út. Aðrir hafa komið og farið, segir Rúnar en þess má geta að fimm manns eru í áhöfn. HMM FRÉTTIR Útgefandi: Fróði hf. Héðinshúsínu, Seljavegi 2, 101 Reykjavfk Pósthólf 8820,128 Reykjavík Sími: 515 5500 Ritstjórí og ábyrgðarmaður: Guðjón Einarsson Ritstjórnarfulltrúi: Eíríkur St. Eiríksson Ljósmyndarar: Gunnar Gunnarsson Hreínn Hreinsson Kristján E. Einarsson Auglýsing astjóri: Hertha Árnadóttir Ritstjórn: Sími 515 5610 Telefax 515 5599 Auglýsingar: Aðalritstjóri: Simi 515 5558 Steinar J, Lúðvíksson Telefax 515 5599 Framkvæmdastjóri: Áskrift og innheimta: Halldóra Viktorsdóttir Sími515 5555 prentvinnsla: Telefax 515 5599 q Ben.-Edda prentstofa hf. Þeir sem greiða áskrift með greiðslu- korti fá 10% afslátt, þannig að áskriftar- verð verður 3.586 kr. fýrir ofangreint tfmabil og hvert tölublað þá 224 kr. Lausasöluverð 349 kr. Allt verð m.vsk. Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir áskrift að Fiskifréttum, en hún kemur út í byrjun september ár hvert. Stjórnarformaður: Áskriftarverð: 3.984 kr. m.vsk. jan.-apríl 1996 Magnús Hreggviðsson Hvert tölublað í áskrift 249 kr. m.vsk. |SSN 1017-3609

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.