Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.04.1996, Síða 7

Fiskifréttir - 19.04.1996, Síða 7
Úthafsveiðar Trollið bætt. an. Við þessar aðstæður toga þeir ekki nema í 2-3 klukkustundir í senn og stundum allt niður í hálf- tíma. Þeir voru hissa á þeim um- mælum íslensku skipstjóranna að algengt væri að toga í 5-6 tíma í senn á Flæmingjagrunni. Eftirlitið Bjarni fer ekki leynt með þá skoðun sína að engar skynsamleg- ar forsendur séu fyrir þeirri kröfu NAFO (Norðvestur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar) að hafa eft- irlitsmenn um borð í skipunum á Flæmingjagrunni, nema e.t.v. þær að sporna gegn því að menn freist- ist til að skrá afla, sem fenginn er af kvótabundinni heimaslóð, yfir á þetta veiðisvæði. Ekki sé þörf á eftirlitsmönnum til þess að tryggja að seiðaskilja sé notuð við veiðarn- ar því menn myndu nota skiljuna hvort sem hún væri skylda eða ekki, þar sem þessi búnaður væri til tvímælalaust til bóta. „Eina starf veiðieftirlitsmanns- ins um borð er að mæla stærð rækju úr einu togi á sólarhring. Fetta viðvik gætum við hæglega tekið að okkur sjálfir. Ég get ekki neitað því að mér finnst fjármun- um íslenskra skattborgara illa var- ið með því að halda úti mörgum tugum eftirlitsmanna á Flæmingja- grunni. Þess eru dæmi að eftirlits- maður hafi hærri laun en hásetarn- ir um borð í viðkomandi skipi og því er mikill kurr í áhöfnum skip- anna út af þessu,“ sagði Bjarni. Harðir á reglunum Fram kom í máli Bjarna að auk eftirlitsmanna um borð í skipunum færi fram eftirlit bæði af sjó og úr lofti á vegum NAFO (Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar). „Við verðum töluvert varir við flugvélar og eftirlitsskip. Þessir menn eru mjög harðir á að öllum reglum sé fylgt út í æsar. Sem dæmi má nefna að eitt sinn ætluðu þeir að koma um borð til okkar en það vantaði kaðalstiga, því það eru innbyggðar tröppur í síðunni á skipinu. Þeir bentu á að þetta væri ekki í samræmi við samþykktir NAFO og hótuðu að reka okkur heim. Málið leystist með því að Hákon ÞH, sem var þarna skammt frá, útvegaði uppgöngubúnað fyrir eftirlitsmennina,“ sagði Bjarni. Bjarni kvaðst búast við að Pétur Jónsson RE yrði að veiðum á Flæmingjagrunni fram í júlíbyrjun. Besti veiðitíminn á þessum slóðum er jafnan í maí og júní, en eftir það verður rækjan skelveik og aflinn tregari. Engar ííkur á stórslysi þótt sókn aukist — segir Snorri Snorrason formaður Féiags úthafsútgerða „Ég tel að íslensk stjórnvöld hafi gert mikil mistök þegar þau mótmæltu sóknartak- mörkunum á Flæmingja- grunni. Stóraukin sókn á þessi mið verður til þess að ekkert verður til skiptanna þegar fara á að skipta upp kökunni. Ég óttast að þetta verði síðasta ár- ið sem arðbærar veiðar verði stundaðar á Flæmingjagrunni. Þar að auki höfum við gert okkur að litlum körlum í físk- verndarmálum með því að haga okkur á þann veg sem við teljum ósæmilegt að aðrir hagi sér,“ sagði Bjarni Sveinsson skipstjóri á rækjufrystitoga- ranum Pétri Jónssyni RE í samtali við Fiskifréttir, en nú stefnir í að helmingi fleiri ís- lensk skip stundi veiðar á Flæmingjagrunni í ár en í fyrra. tveimur trollum samtímis og sagði Bjarni að ótrúlega mikill munur væri á afla skipa með eitt troll eða Bjarni Sveinsson tvö á þess- ari veiðislóð. Skip með eitt troll væru að fá að meðaltali 4-6 tonn á dag meðan tveggja trolla skipin fengju 10 tonn. „Tveggja trolla veiðarnar koma sennilega hvergi betur út en á Flæmingjagrunni. Rækjan þarna er mjög botnlæg og því skiptir höf- uðmáli að taka breitt yfir. Botninn er yfirleitt mjög góður, miklu betri en á íslandsmiðum, þetta er harð- ur botn með hvítum sandi sem sennilega skýrir það hvers vegna rækjan er svona ljós á litinn,“ sagði Bjarni. Skylt er að nota seiðaskilju á „Það veit enginn hversu mikla sókn rækjustofninn á Flæmingjagrunni þolir. Svarið fæst ekki nema með veiðum. Ég hef ekki trú á neinu stórslysi þarna. Það dregur úr veiðum og þær verða óarðbærar löngu áður en nokkur hætta skap- ast fyrir stofninn. Þetta er tiltölu- lega fljótvaxinn fiskur og veiöarn- ar byggjast aðallega 3-5 ára rækju. Það versta sem gæti gerst væri að stöðva þyrfti veiðarnar um ein- hvern tíma en það er ekki komið að því ennþá,“ sagði Snorri Snorra- son útgerðarmaður á Dalvík og formaður Félags úthafsútgerða í Við höfum ekki við annað að miða en reynsluna af nýtingu rækjumið- anna við Island. Það eru ekki nema 10 ár síðan Hafrannsókna- stofnun gaf út það álit að óráðlegt væri að veiða meira en 10 þús. tonn af úthafsrækju á íslandsmiðum. Á siðasta ári veiddum við 73 þús. tonn og menn eru ekki orðnir hræddir ennþá enda virðist vera vaxandi veiði. Til marks um það er að þrátt fyrir aukinn rækjukvóta á yfirstandandi fiskveiðiári er heild- arkvótinn langt kominn,“ sagði Snorri Snorrason. Pétur Jónsson RE landaði 249 tonnum af rækju í Argentia á Ný- fundnalandi á annan í páskum. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins á Flæmingjagrunn á þessu vori og var Bjarni við stjórnvölinn að þessu sinni, en hann og Pétur Stef- ánsson útgerðarmaður skiptast á um skipstjórnina. Að sögn Bjarna voru aflabrögð- in vel ásættanleg í þessum túr, að meðaltali 10 tonn á sólarhring á 24 veiðidögum. Aflaverðmætið nam 46 milljónum króna eða sem svarar tæpum tveimur milljónum króna á sólarhring. Tæp 40% aflans fóru í pakkningar. Pétur Jónsson RE er í hópi 25 íslenskra skipa sem stunda nú veiðar á þessum slóðum. Á öllu síðasta ári komu 18 íslensk rækju- skip við sögu á þessum veiðiskap, en núna í ár er útlit fyrir að þau fylli næstum fjóra tugi. Nýr og grynnri veiðistaður „Ástandið á miðunum er hins vegar allt mjög einkennilegt. Nú fæst nánast engin rækja á hefð- bundinni veiðislóð í köntunum, þar sem veitt hefur verið undanfar- in þrjú ár á 190-220 faðma dýpi. Þess í stað er veiðisvæðið uppi á grunninu sjálfu á 130-150 föðmum. Veiðarnar fara nú fram á 60-70 mílna löngu og 5-6 mflna breiðu belti. I síðasta túr voru þarna á sjötta tug skipa frá mörgum lönd- um. Auk rúmlega 20 íslenskra skipa voru þar upp undir 20 skip frá Austur-Evrópu, 6-7 færeyskir togarar, 3 kanadískir, tveir port- úgalskir tvíburatrollarar og eitt stórt spænskt veiðiskip. Athygli vakti að engir Norðmenn voru komnir á svæðið en þeir voru drjúgir þarna í fyrra," sagði Bjarni. Fram kom í máli hans að rækjan núna væri mjög blönduð, bæði stór rækja og smá hefði fengist í sama toginu en það vantaði helst milli- flokkana. 2ja trolla veiðarnar koma vel út Pétur Jónsson RE veiðir með Pétur Jónsson RE kemur inn til löndunar í Argentia á Nýfundnalandi. — segir Bjarni Sveinsson skipstjóri á Pétri Jónssyni RE, sem telur það hafa verið mikil mistök afhálfu íslenskra stjórnvalda að mótmæla sóknartakmörkunum á svæðinu þessum veiðum og kom fram í máli Bjarna að skiljan skapaði enga erf- iðleika. „Við vorum farnir að nota ristina löngu áður en það var gert að skyldu. Við fengum einfaldlega miklu betri afla og losnuðum við smákarfa og alls kyns drasl. Núna höfum við verið að fá um 2% með- afla, svolítið af steinbítsseiðum og fleiru. Færeyingarnir voru manna tregastir við að taka ristina í gagnið en ég er viss um að þeir myndu ekki slá henni undan í dag,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að ný- legar rannsóknir um borð í Pétri Jónssyni á íslandsmiðum hefðu sýnt að ekkert veiðitap fylgdi notk- un seiðaskiljunnar ef rétt væri á málum haldið. Honum finnst hins vegar út í hött að skylda menn til að nota skiljuna úti í köntunum við ísland þar sem engan meðafla er að finna. Þar tefði hún veiðarnar í brælu að ástæðulausu. Þokkalegt veðurlag Bjarni lætur ekki illa af veður- laginu á Flæmingjagrunni og segir það að minnsta kosti skárra en á rækjuslóð við ísland sem sennilega sé með því versta sem gerist í heim- inum. Reyndar hreppti Pétur Jónsson RE brjálað veður allan tímann á leiðinni suður eftir en fyrsta hálfan mánuðinn á veiðum var nánast blíða og við slíkar að- stæður er gjarnan þokusamt. Otíð var síðustu viku veiðiferðarinnar en þó ekkert til að tala um, að sögn Bjarna. Öll íslensku skipin héldu áfram veiðum eins og ekkert hefði í skorist en færeysku og rússnesku skipin drógu inn veiðarfæri sín. „Þessir menn eru greinilega ekki vanir sömu aðstæðum til sjó- sóknar og þekkjast við ísland. Ef við ættum að taka mið af þeirra brælumati værum við sennilega verklausir þrjá daga í viku hverri yfir vetrartímann," sagði Bjarni og bætti því við að þarna væri ef til vill komin skýringin á því hvers vegna Norðmenn segðu að engir erfið- leikar fylgdu notkun seiðaskilj- unnar í vondu veðri. Skilgreining- in á vondu veðri væri að líkindum önnur en við Island. Ævintýralegt fískirí Kanadamanna Þótt íslensku skipstjórnarmenn- irnir á Flæmingjagrunni láti ekki illa af aflabrögðunum þar eru þau þó hreinir smámunir miðað við æv- intýralegt fiskirí kanadískra rækju- togara innan lögsögu við austur- strönd Kanada. Sem dæmi má nefna að eitt þessara skipa landaði á dögunum 650 tonnum af rækju eftir 23 daga á veiðum. Sum kan- adísku skipanna hafa komið við á Flæmingjagrunni eftir að hafa lok- ið við kvóta sína innan lögsögunn- ar og skipstjórum þeirra hefur að vonum þótt lítið til um fiskiríið þar. Þessir menn eru vanir að stunda veiðar í 7-8 tíma á dag og láta svo reka svo vinnslan hafi und- samtali við Fiskifrétt- ir. Snorri sagði að eng- inn vissi hversu stór rækjustofninn á Flæm- ingjagrunni væri. „Það var fiskifræðingur á vegum okkar og út- gerðar Eriks og Kans um borð í Dalborginni í desember síðastliðn- um og hann er að fara aftur núna. Ég held að þetta séu meiri rannsóknir en stundaðar hafa verið þarna hingað til. Við höfum ekki verið að flagga neinum niðurstöðum ennþá því við viljum láta athug- anirnar ná yfir lengri tíma,“ sagði Snorri. — Síðastliðið haust taldi vísindanefnd NA- FO að rækjustofninn á Flæmingjagrunni væri ofveiddur og lagði til tveggja ára veiðibann. Leggur þú ekki trúnað á þessar niðurstöður? „Er það ekki aðalsmerki fiski- fræðinga að vilja friðun fiski- stofna. Ég held að það hafi litlar rannsóknir legið þarna að baki. Snorri Snorrason Texti: GE Flæmingjagrunn: Verður afli íslendinga 15 þús. tonn? yerður veitt í heilil á Flæmingjagrunni á þessu ári. Á árinu 1993, þegar þessar veiðar hófust, veiddust samtals 26.700 tonn, árið 1994 nam aflinn 24.150 tonnum og fyrstu átta mánuði ársins 1995 var giskað á að veidd hefðu verið 23 þús. tonn. Samkvæmt upplýs- ingum sjávarútvegsráðuneytisins liggja ekki fyrir tölur um heildaraflann fyrir allt árið 1995 og því síður neinar ágiskunar- tölur um þetta ár. íslendingar bafa veriö að í sig veðrið á Flæmingja- grunni undanfarin ár. Á árinu 1993, fyrsta veiöiárinu, veiddu 5 skip 2.196 tonn. Á árinu 1994 fóru 9 skip til þessara vciða og höfðu 2.355 tonn upp úr krafs- inu. Straumhvörf urðu á árinu 1995 þegar 21 skip veiddi samtals tæp 7.500 tonn að verðmæti 1,2 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Fiskifclagsins. Flestir bundnir af sóknarstýringunni Scm kunnugt er mótmæltu ís- lensk stjórnvöld sóknarstýringu á F1 æmingj agrunni og eru því óbundin af samþykkt NAFO. Menn eru að gera því skóna að afli íslendinga geti tvöfaldast á þessu ári og farið upp í 15.000 tonn. Alla vega stefnir í að skip- um okkar á Flæmingjagrunni fjölgi um næstum helming. Þá má búast við töluverðri aukningu hjá Rússum, en þeir mótmæltu einn- ig sóknarstýringunni á Flæm- ingjagrunnþ þó á annarri for- sendu en íslendingar, því þeir vildu miða skipafjölda sinn við allt árið í fyrra en ekki við fyrstu 8 mánuðina eins og samþykkt NA- FO gekk út á. Veiðar Rússa eru því takmarkaðar meö þessum hætti. Eftir að íslcndingar ög Rússar höfðu mótmælt gafst öðrum þjóðum viðbótarfrestur til að taka endurskóða afstöðu sína. Þessar þjóðir kusu að standa við fyrri samþykktir sínar og því skoðast það svo að þær séu bundnar af sóknartakmörkunun- um, samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðuneytisins. Eigi að síður getur hæglega orðið afla- aukning hjá þessum þjóðum því þær hafa möguleika á að senda öflugri skipen áður til veiða, þott fjöldi þeirra sc takmarkaöur við ákveðnar tölur. Norðmenn með flesta sóknardaga Eins og sést á meðfylgjandi töflu hafa Norðmenn fengið út- hlutað langflestum sóknardögum á Flæmingjagrunni á þessu ári eða liðlega 2.200 en þeir sendu alls 32 skip til veiða fyrstu átta mánuði síðasta árs. íslendingum stóðu til boða 1200 sóknardagar. Eins og sést á töflunni er lítið samræmi milli fjölda skipa ein- stakra þjóða á svæðinu og sókn- ardagafjölda, því skipin stóðu mislengí við á miðunum. Kanadamenn tíðkuðu þaðt.d. að koma við á þessum miðum á leið sinni til og frá heimamiðum. Úthlutaðir sóknar- dagar á Flæmingjagrunni Sóknar- Fjöldi dagar skipa Þjóð 1996 8. mán. ’95 Noregur 2.206 32 Eistland 1.852 6 Færeyjar 1.785 11 ísland 1.200* 18 Litháen 638 7 Grænland 572 15 Kanada 445 15 Lettland 421 4 ESB 408 13 Kúba 100 1 Rússland ? ? * ísland mótmælti samkomulaginu íslensk skip á Flæmingjagrunni (15. apríl 1996) Guðbjörg Bliki Svalbakur Hvannaberg Jöfur Hólmadrangur Heiðrún Erik Brimir Kan Margrét Hjalteyrin Siglfirðingur Hafrafell Kolbeinsey Stakfell Þórunn Havsteen Dalborg Nökkvi Sigurfari Andvari Pétur Jónsson Helga Björg Sunna Klara Sveinsd. Skip sem rætt er um að fari síðar: Snæfell Júlíus Havsteen Bessi Guðmundur Péturs Svalbarði Skutull Björgvin Gissur Sólbakur Hersir Ingimundur Elísson eftirlitsmaður Fiskistofu stærðarmælir rækju um Seiðaskiljan komin inn á dekk á Pétri Jónssyni RE. borð í Pétri Jónssyni RE á Flæmingjagrunni. (Myndir/Fiskifréttir: Ragnar Þór Ólason). Ég óttast að þetta verði síðasta ár arðbærra veiða á Flæmingjagrunni

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.