Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 4

Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 4
4 FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. apríl 1996 Fréttir Stærsti hrognasekkur sem sögur fara af: Sekkurinn vó tæp 15 kíló — hrognafjöldinn nemur tugum milljóna Þeir ráku upp stór augu aðgerðarmenn- irnir hjá Stakkavík hf. í Grindavík er þeir sprettu upp vænum stórþorski á dögun- um. Út úr þorskinum vall sá stærsti hrognasekkur sem þeir höfðu augum litið og við vigtun kom í ljós að sekkurinn vóg hvorki meira né minna en 14,85 kg. í ljós hefur komið að þetta er stærsti hrogna- sekkur sem sérfræðingar Hafrannsókna- stofnunar hafa augum litið en fyrra met var rúm 10 kg. Að sögn Hermanns Ólafssonar, framkvæmdastjóra Stakkavíkur hf., hafa starfsmenn fyrirtækisins haft þann háttinn á að halda öllum óvenjulega stórum fiskum til haga en þorskurinn með gotuna stóru vakti hins vegar enga sérstaka at- hygli fyrr en farið var að gera að honum. — Ef við fáum 50 kg þorska eða stærri þá setjum við þá til hliðar í vinnslunni. Þcssi þorskur var hins vegar ekkert sérlega langur og við giskuðum á að hann væri e.t.v. 35- 40 kg. Hann var hins vegar gildur og það má vel vera að hann hafi verið þyngri en við ætluðum. Við höfum áður fengið 9 kg gotu úr 50 kg þungum þorski og miðað við það þá hefði þessi þorskur átt að vera nálægt 70 kg þungur. Það var hann örugglega ekki, segir Her- Hrognasekkurinn mikli í höndum Gróu Pétursdóttur líf- fræðings á Hafrannsóknastofnun. mann en hann segir að bátur úr Þorlákshöfn hafi fengið þennan óvenjulega þorsk í netin. Dr. Guðrún Marteinsdóttir hjá Hafrannsóknastofnun segir að hrognasekkurinn hafi vakið mikla athygli þar á bæ en hún treystir sér ekki til þess að áætla um hrogna- fjöldann í sekknum. — Stærstu hrognasekkirnir, sem við höfum rannsakað fram að þessu, hafa verið með 16-20 millj- ón hrognum. Miðað við það ætti að vera verulega meira hrogna- magn í þessum hrognasekk. Um það er þó ekki hægt að fullyrða án undangenginna rannsókna, segir Guðrún en hún segir starfsmenn Hafró fyrst hafa fengið vitneskju um þennan fund er starfsmenn Stakkavíkur hf. höfðu samband við Gróu Pétursdóttur líffræðing hjá stofnuninni. Gróa sér um sýna- tökur í fiskverkunarhúsum og á fiskmörkuðunum fyrir Hafrann- sóknastofnun og á meðfylgjandi mynd, sem Hreinn Hreinsson tók fyrir Fiskifréttir, er Gróa með þennan stærsta hrognasekk sem skráður hefur verið fram að þessu. 0LIUSKIP SKELJUNGS ÞJÓNAR ÍSLENSKA ÚTHAFSVEIÐIFLOTANUM á Reykjaneshrygg og Flæmska hattinum Fyrstir íslenskra olíufélaga sinnum við beint þörfum íslenskra útgerðarfyrirtækja sem senda skip sín á fjarlægð mið. Við bjóðum góða þjónustu og samkeppnishæft verð. Fyrsta ferðin í apríl Leiguskip okkar lestar í Rotterdam um 20. apríl en heldur síðan á Reykjaneshrygg og þaðan á Flæmska hattinn. Gert er ráð fyrir að hver ferð taki um þrjár til fjórar vikur. Eldsneyti og smurolía á miðunum í fyrstu ferð verður seld gasolía auk smurolíu en í síðari ferðum verður einnig svartolía í boði. íslensk þjónusta við íslensk skip íslenskur afgreiðslustjóri er um borð og sér um samskipti við íslensk skip. Varahlutaþjónusta Oiíuskipið sækir birgðir til íslands. Við bjóðum flutning á varahlutum héðan til viðskiptavina Skeljungs á úthafsveiðisvæðunum. Pantið tímanlega. Nánari upplýsingar: Skipaþjónusta Skeljungs hf. Suðurlandsbraut 4, s: 560 3800 Skipaþjónusta Skeljungs þar sem íslendingar eru að veiðum Við óskum áhöfn og útgerð til hamingju með skipið. Skipið er allt málað með HEMPELS skipamálningu frá Slippfélaginu Málningarverksmiðju ..—.....Slippfélagið Málningarverksmiðja Dugguvogi 4-104 Reykjavík • Sími: 588 8000 • Fax: 568 9255 Hólmaborg Fyrirhugaðar skipabreytingar: Burðargeta Hólmaborgar eykst í2400-2500 tonn hægt verður að flytja um 1000 tonn í sjókælitönkum Umfangsmiklar breytingar á nótaskipunum Hólmaborg SU og Guðrúnu Þorkelsdóttur SU verða boðnar út fljótlega. Fyrirhugað er að vinna við breytingarnar geti hafist í haust og að henni verði lok- ið fyrir áramótin. Eftir breyting- arnar verður Hólmaborgin með langmesta burðargetu íslenskra nótaskipa og á skipið alls að geta rúmað 2400-2500 tonn af loðnu eða síld, þar af um 1000 tonn í sjókæli- tönkum. Magnús Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., tjáði Fiskifréttum að Hólmaborgin, sem er 59 metrar að lengd og alls tæpar 940 brúttó- rúmlestir, verði lengd um 14 metra. Burðargeta skipsins nú er tæp 1500 tonn og hefur Hólma- borgin um árabil verið stærsta ís- lenska nótaskipið. Breytingarnar á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU eru annars eðlis. Skipið verður að vísu lengt um 8 metra og verður því um 55 metra langt eftir breytingarnar en að auki verður sett ný brú og hvalbakur á skipið. Bæði skipin munu stunda síld- og loðnuveiðar nú í sumar og þau fara til síldveiða úr norsk-íslenska síldarstofninum um leið og veið- arnar mega hefjast 10. maí nk.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.