Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 1

Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 1
ISSN 1017-3609 \ Inyl 66*N GLÓFINN FRETTIR 15. tbl. 14. árg. föstudagur 19. apríl 1996 ..:.-. .I Kúffísk- vinnsla á Þórshöfn? Forráðamenn Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hafa um nokkurt skeið skoðað möguleika á að hefja veiðar og vinnslu á kúfskel á Þórshöfn. Að sögn Jóhanns A. Jónssonar fram- kvæmdastjóra ætti það að skýrast fljótlega hvort fyrirtækið hasli sér völl á þessu sviði. Niðurstöður rannsóknaleiðang- urs sem farinn var á kúffiskveiði- skipinu Æsu ÍS á firðina á norð- austurhorni landsins fyrir tæpum tveimur árum benda til þess að mikið sé af góðri kúfskel í Axar- firði, Þistilfirði og Bakkaflóa. Jó- hann segir að þessi mál hafi verið skoðuð í rólegheitum en niður- staða liggi ekki fyrir. — Það hefur sýnt sig að það er víðast hvar meira en nóg af kúfskel og veiðarnar eru ekkert vandamál. Þetta er fyrst og fremst spurning um markaðssetningu og verð fyrir afurðirnar, sagði Jóhann A. Jóns- son. Undir eftírliti íslensku skipin á Flæmingjagrunni voru orðin 25 tals- ins nú um miðja vikuna. Útgerðarmenn a.m.k. 10-11 skipa til viðbótar áforma að senda skip sín þangað á næstunni. Aflabrögð hafa verið þokkaleg að undan- förnu. Þótt íslendingar hafi losað sig undan ákvörðun NAFO um sóknartakmarkanir á Flæmingjagrunni eru þeir ekki eftirlitslausir, eins og sést á þessum myndum sem teknar voru fyrir skemmstu. Eftirlitsflugvél sveim- ar yfir Guðbjörginni og eftirlitsskip fylgist með Hjal- teyrinni auk þess sem eftirlitsmaður er um borð í hverju skipi. Sjá nánar bls. 6-7. (Myndir/Fiskifréttir: Ragnar Þór Ólason). um borð f Heinaste: Stærstu möskvar 256 metrar! Um þessar mundir er verið að prófa stærsta troll í heimi um borð í risatogaranum Heinaste, sem er í eigu aðstandenda Sjóla- skipa hf. í Hafnarfirði. Um er að ræða 70 þús. fermetra Gloríutr- oll frá Hampiðjunni. Ummál í strekktu neti er 3.600 metrar og stærstu möskvar hvorki meira né minna en 256 metrar. Höfuðlínu- lengd er 890 metrar. Til samanburðar má nefna að stærsta Glorían hingað til, sem ekki hefur þótt nein smásmíði, er 55 þús. fermetrar, 3.072 metrar að ummáli og stærstu möskvar 128 metrar. Því má bæta við að risatrollið um borð í Heinaste er 900 metra langt fyrir utan grand- ara og því alls 1200 metrar að hlerum. Páll B. Eyjólfsson skip- stjóri á Heinaste sagði í samtali við Fiskifréttir að veiðihæfni trollsins væri um 25-40% meiri en annarra Gloriutrolla í úthafs- karfaveiðinni. Veiðarfærið virk- aði eins og til væri ætlast og engin stór vandamál hefðu komið upp við notkun þess. Túnfiskveiðar tveggja japanskra skipa: Mega hefjast innan land- helginnar í lok júní — ísienskir kunnáttumenn um línuveiðar um borð Tveir íslenskir kunnáttumenn á sviði línuveiða munu í sumar verða um borð í tveimur japönskum túnfiskveiðiskipum sem stundað hafa veiðar með línu á hafsvæðinu djúpt suður af íslandi. Samkvæmt viljayfirlýsingu, sem undirrituð var af hálfu Hafrannsóknastofnun- ar og japansks túnflskveiðifyrir- tækis í nóvember sl., munu jap- önsku skipin tvö fá leyfi stjórn- valda til þess að fara inn í íslensku landhelgina og reyna veiðar þar ef göngumynstur túnfisksins gefur tilefni til þess. Þrír fulltrúar japanska túnfisk- veiðisambandsins og japanska sjávarútvegsráðuneytisins hafa verið hérlendis að undanförnu og átt viðræður við fulltrúa Hafrann- sóknastofnunar, sjávarútvegs- ráðuneytis og Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar aðstoðar- forstjóra Hafrannsóknastofnunar- innar hafa japönsku túnfiskveiði- mennirnir áhuga á því að ná góðu samstarfi við Islendinga um sam- vinnu á sviði túnfiskveiða. — í kjölfar viljayfirlýsingarinn- ar hefur verið ákveðið að annað japanska skipið fær leyfi til til- raunaveiða innan íslensku land- helginnar á tímabilinu frá 26. júní og fram í byrjun september og hitt skipið fær sambærilegt leyfi á tíma- bilinu frá miðjum júlí og fram til sama tíma. Það er gert ráð fyrir því að túnfiskurinn leiti að einhverju leyti inn í okkar lögsögu og ég er viss um að við fáum þarna gott tækifæri til þess að kynna okkur veiðiaðferðir sem við höfum tak- markaða reynslu af og af veiðum á lítt kannaðri veiðislóð. Japanir stunda veiðarnar með mjög sér- hæfðum skipum og ég er viss um að þetta verður lærdómsríkt fyrir okkur, segir Jóhann Sigurjónsson. Því er við þetta að bæta að alls stunduðu 60 japönsk skip túnfis- kveiðar djúpt suður að landinu sl. sumar og þar af komu ein 10 skip til hafnar á íslandi. Japönsku túnfisk- útgerðirnar eru að koma sér upp bækistöðvum vegna veiðanna á Las Palmas á Kanaríeyjum og munu íslensku eftirlitsmennirnir fara þangað til móts við skipin tvö. Marsmánuður: 28% meiri þorskur Tölur Fiskístofu endurspegla líf- legar þorskveiðar í marsmánuði síðastliðnum því í Ijós kemur að 28% meiri þorskur veiddist þá en í sama mánuði í fyrra. Alls bárust 24 þús. tonn á land nú á móti 18.800 tonnum í fyrra. Ekki þola þessar tölur þó samanburð við vertíðara- flann eins og hann var og hét á árum áður. Mest var aflaaukningin hjá smá- bátunum sem fengu 8.400 tonn af þorski og tvöfölduðu þar með marsafla sinn miðað við síðasta ár. Sjá nánar um fisk- aflann bls. 5 SKIPAÞJONUSTA Íssoí Olíufélagið hf

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.