Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 5

Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 5
FISKIFRETTIR 19. apríl 1996 „Hvað gerír ráð- herrann fyrír mig?“ — eftir Svein Hjört Hjartarson Varið ykkur á stríðsyfirlýsingum og moldarspörkum Arthurs. Þaö var einmitt á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, sem þessi varnaðarorð voru sett fram. Nú er komið í ljós að þetta átti við rök að styðjast. Moldviðrið af spörkunum hefur byrgt sjávarút- vegsráðherra sýn og í skjóli þess hefur Landssamband smábáta- eigenda fengið sínu framgengt. Þessi niðurstaða er neyðar- legri fyrir þá sök að í sama eintaki af Fiskifréttum og tilvitnuð varn- aðarorð birtust er ítarleg frétt af ræðu sjávarútvegsráðherra á landsfundi smábátaeigenda. Þar undirstrikar hann að 21.500 tonna aflapottur, sem krókaleyf- isbátum hafi verið réttur á silfur- fati, sé föst tala. Þessari tölu verði ekki breytt þótt kvótinn verði aukinn vegna þess að fyrir því séu engar forsendur. Hlutflöllin skekkt Reyndin hefur því miður orðið önnur. Fyrir liggur samkomulag í frumvarpsformi milli ráðherra og Arthurs, þar sem lagt er á ráðin um alvarlega mis- munun milli skipa- flokka. Innbyrðis hlutföll veiðiheim- ilda milli þeirra sem róa á aflamarki og sóknarmarksbáta með krókaleyfi skekkist umtalsvert. Nú spyrja útgerðar- menn skipa á afla- marki eðlilega: Hvað ætlar ráðherr- ann að gera fyrir mig? Vinnubrögð af þessu tagi eru til þess eins að grafa undan trúverðugri stjórnun fiskveiða. A þessa augljósu staðreynd hafa sam samtaka útvegsmanna lýsti yfir stuðningi við fiskveiðistjórnunar- kerfið og var tilbúinn til að vinna markvisst að þróun þess. Því er þetta rifjað upp hér að þau vinnu- brögð sem nú eru viðhöfð í ráðu- neytinu eru alvarlegt stílbrot við fyrri vinnubrögð. Fyrir liggur að mikill fjöldi krókaleyfisbáta og ofveiði þessa flota langt umfram veiðiheimildir er stórt vandamál, sem hefur sett fiskveiðistjórnunarkerfið úr skorðum. Sú skylda hvílir á sjávar- útvegsráðherra að bregðast nú skjótt við og fresta umræddu frum- varpi að lögum til breytinga á nú- verandi lögum um stjórn fiskveiða „Sú skylda hvílir á ráðherra að bregðast nú skjótt við og fresta umræddu frumvarpi“ að samtökin hafi sofið á verðin- um. Það er og hefur verið stjórn og starfsmönnum samtakanna metnaðarmál að standa þannig að verki í störfum sínum að fullur sómi væri að. Það er hins vegar eðlilega annarra að meta árang- urinn af því starfi. Umfjöllun um stjórn fiskveiða hefur verið eitt meginverkefni samtakanna undanfarin áratug. Unnið hefur verið að þessu máli með það að leiðarljósi að það næðust almennar og skynsamar leikreglur, sem flestir gætu búið við. Það er ekki auðveldasta leið- in í stefnumótun af þessu tagi. Vilji menn ná farsælli lendingu í mótun fiskveiðistefnunnar eru ekki aðrar leiðir færar. Þetta höf- um við stundum í gríni og alvöru kallað leiðina sem gerir alla óánægða. Engu að síður hefur þessi nálgun verið lykillinn að samstöðunni um fiskveiðistjórn- unina innan greinarinnar. Árni veit betur Árni Benediktsson veit vel að þau vinnubrögð sem sjávarútvegsráð- herra hefur nú við- haft varðandi króka- leyfisbátana stefnir markvissri stjórnun fiskveiða í tvísýnu. Sérstaklega í ljósi þess að engum öðr- um málsaðilum var gefinn kostur á að koma nálægt mál- inu. Það veit Árni líka að fiskveiði- stjórnunin er ekki einkamál L.Í.Ú. og hefur aldrei verið. Allt frá því að fyrstu lögin um fisk- veiðistjórnun voru sett í árslok 1983 og við endurskoðun tök útvegsmanna bent. Það er ekki gert vegna þess að menn hafi ekki trú á að aflamarkskerfi sé farsælt stjórnkerfi til að stunda hagkvæmar fiskveiðar. Heldur hitt að svo má reyna á þolrif manna með mismunun og óskyn- samlegum vinnubrögðum að ekki verði lengur hægt að tala fyrir breiðri samstöðu um stjórn- kerfi fiskveiða. Alvarlegt stflbrot Það var einkennandi fyrir mótun fiskveiðistefnunnar strax í upphafi að stjórnvöld leituðu eft- ir breiðu samstarfi bæði innan og utan atvinnugreinarinnar. Þessi vinnubrögð skiluðu mikilvægum árangri og víðtæk sátt var um málið. Mikill meirihluti innan hvað varðar krókaleyfisbátana. Þegar fjalla á um þessi lög verður að fjalla um þau opið og heildstætt. Þess vegna er nauðsynlegt að fara aftur yfir málið í heild sinni með öllum málsaðilum. Þannig verði aftur lagður grunnur að því að hægt sé að fjalla áfram málefna- lega um fiskveiðistjórnunina í framtíðinni. Ásakanir Árna Ben. Nú bregður svo við í síðasta skoðunardálki Fiskifrétta, að Árni Benediktsson sendir L.I.Ú. tón- inn. Hann ásakar samtökin um að hafa: „staðiðþannigaðþvíað verja hagsmuni aflamarksskipa að það er fullkomlega rökrétt að félags- skapurinn sé ekki virtur viðlits í umrœðunni. “ Árni talar einnig um laganna síðan hafa fjölmargir að- ilar verið kallaðir að einu borði til þess að fjalla um málið. Má þar nefna fulltrúa fiskvinnslu, verkafólks, sjómanna, fulltrúa stjórnmálaflokka, ýmsa sérfræð- inga auk fulltrúa útgerðar. Nú voru eingöngu fulltrúar smábáta- eigenda kallaðir til. Aðrir vissu ekki um að viðræður stæðu yfir eða hvað væri rætt um. Eg trúi ekki að Árni sé búinn að gleyma þeirri aðild sem hann sjálfur og þeir aðilar, sem hann er fulltrúi fyrir, hafa átt að mál- efninu á undanförnum árum. Ef við stjórn og starfsmenn L.Í.Ú. höfum sofið á verðinum, gildir þá ekki hið sama um Vinnumála- sambandið og þig, Árni? Höfundur er hagfræðingur LIU. Fiskaflinn ílla gengur að veiða ýsu og ufsa — mikill meirihluti kvótanna óveiddur Áfram gengur illa að veiða ýsu og ufsa og er mikill meirihluti kvótans í þessum tegundum ónotaður nú þegar meira en sjö mánuðir eru liðnir af fiskveiðiárinu. Þannig nam ýsuaflinn tæplega 28 þús. tonnum í marslok á móti 33 þús. tonnum á síðasta kvótaári. Aðeins 37% ýsukvótans hafa verið veidd. Af ufsa höfðu veiðst 24 þús. tonn í marslok en 29.300 tonn á sama tíma í fyrra. Aðeins 29% ufsakvótans eru veidd það sem af er fiskveiðiárinu. Því má búast við að mikill kvóti brenni inni í ár eins og á liðnum árum. Heildaraflinn í sept.- ■mars TOGARAR Þorskur Ýsa Ufsi ’95/’9ó ’94/’95 30.410 36.163 13.737 17.377 10.788 11.777 SMÁBÁTi' Þorskur Ýsa Ufsi >R ’95/’96 19.780 3.607 834: ’94/’95 16.502 : 4.128 610 Grálúða Skarkoli Stcinb. Úthafskarfi Jj.U/u jj iZjj 8.623 6.946 449 561 861 739 2.149 788 Grálúða Skark. Steinb. Annar boti Iji 0 481 2.720 íf. 1.589 0 413 1.794 1.356 Annar botnf. 2.513 2.472 Botnf. alls 29.162 24.900 Botnf. alls 123.206 132.056 Innf.rækja 1.094 983 Úthafsrækja 25.638 12.893 Hörpuskel 20 155 Loðna 2 0 ígulker 851 884 ígulker 2 0 Samtals 31.127 26.922 Samtals 148.848 144.949 Þar af krókab. 14.502 13.660 BÁTAR ’95/’96 ’94/’95 ÖLL SKIP ’95/’96 ’94/’95 Þorskur Ýsa Ufsi Karfi r. v' 65.092 47.581 10.397 11.462 12.471 16.984 3.554 4.754 Þorskur Ýsa UfSÍ . ; Karfi 115.282 27.741 24.092 57.381 100.246 32.967 29.371 60.084 vJl cLlUpcl Skarkoli Stcinb. Úthafskarfi Annar botnf. Ov.)U i.. L O ) 3.049 3.642 4.909 1.882 44 0 15.479 14.132 uramoa Skarkoli Steinb. Úthafskarf Annar bott 9.289 3.978 8.490 2.194 if. 19.581 o. .1 ö D 4.615 4.415 788 17.959 Botnf. alls 115.661 101.626 Botnf. alls 368.028 258.580 Úthafsrækja 19.033 21.221 Úthafsrækj a 44.672 34.113 Innf.rækja 8.472 5.906 Innf.rækja 9.566 6.889 Humar 3 12 Humar 3 12 Hörpuskel 7.442 8.913 Hörpuskel 7.462 9.069 Sfld 125.227 132.741 Sfld 125.227 132.741 Loðna 794.812 532.834 Loðna 794.814 532.834 ígulker 21 | 79 ígulker 874 963 Samtals 1 .070.671 803.332 Samtals 1.250.646 975.201 (Heiniiid: Fiskístofa) Olía á hafi úti Olíuskip á vegum High Sea Services verða reglulega á eftirfarandi svæðum með: • Svartolíu - IFO 30 • Gasolíu • Vatn • Smurolíu • Reykjaneshryggur 2. og 3.vika í mai • Barentshaf • Flæmski hatturinn 1. vika í mai • Hjaltlandseyjar • Önnur svæði eftir samkomulagi Gára ehf. - skipamiðlun Skútuvogi 1-B, 104 Reykjavík Sími: 581-1688. Fax: 581-1685 Heimasímar: Kári Valvesson - 555-2479 Sigvaldi Hrafn Jósafatsson - 567-0384

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.