Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 3

Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 3
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. apríl 1996 3 Rækjuveiðar Fengu smjörþefínn afgjafmildi Dohrnbankans — 11 skip veiddu þokkalega í þrjá daga Ein 11 íslensk rækjuskip fengu afla á Dohrnbankanum í síðustu viku. Hægt var að stunda veiðar á svæðinu norðaustur af bankanum í eina þrjá daga og fengu mörg skip- anna 15 til 20 tonn af góðri rækju áður en veður spillti veiðum. Skipstjórar rækjuskipanna renna jafnan hýru auga til Dohrn- bankans enda er rækjan þar yfir- leitt stór og góð og utan kvóta. Erfitt er að stunda veiðar á svæð- inu nema hluta úr ári vegna hafíss en ef svæðið er opið þá er jafnan mesta veiðivonin á þessum árs- tíma. Hins vegar stendur veiðin jafnan stutt hverju sinni og því skiptir miklu máli að hitta á rétta tímann og vera fyrstur á svæðið. Vegna þess mikla fjölda íslenskra rækjuskipa, sem nú stundar veiðar á Flæmingjagrunni, voru það aðeins 11 skip sem komust á Dohrnbankann að þessu sinni. Þetta voru Skutull ÍS, Hersir ÍS, Júlíus Havsteen ÞH, Blængur NK, Björgvin EA, Framnes IS, Guð- mundur Péturs IS, Óskar Hall- dórsson RE, Dagrún IS, Andey IS og Geiri Péturs ÞH og var aflinn ísaður um borð í fimm síðast töldu skipunum. Að sögn Jóhanns Gunnarsson- ar, skipstjóra á Júlíusi Havsteen ÞH, var afli togarans um 20 tonn af rækju á þessum þremur dögum. Jóhann segir að 74% aflans hafi farið í pakkningar, þar af voru 10% í allra stærsta Japansrækjuflokk- inn, en um fjórðungur aflans var fryst iðnaðarrækja. — Veðurútlitið var mjög slæmt og aflinn var að dragast saman og því var ekki um annað en að hætta veiðunum eftir þessa þrjá daga. Þá var erfitt að stunda veiðarnar vegna hafíssins, segir Jóhann en hann segir rækjuskipstjórana hafa verið sammála um að óvenju hlýr sjór hafi verið við botninn á þess- um slóðum ef miðað er við árs- tíma. Samkvæmt upplýsingum Arnars Kristinssonar, framkvæmdastjóra Básafells hf. á ísafirði, fékk Guð- mundur Péturs ÍS alls 15 tonn af rækju í þessu skoti á Dohrnbank- anum. Aflinn var ísaður um borð og fór hann til pillunar hjá verk- smiðju fyrirtækisins á ísafirði. NYR AFANGASTAÐUR: HARBOUR GRACE A NÝFUNDNALANDI • Samskip hafa nú hafíð áætlunarsiglingar til Harbour Grace á Nýfundnalandi. Siglt verður á þriggja vikna fresti. Þjónusta Samskipa í Harbour Grace er fjölbreytt, m.a. er boðið upp á umboðs- og löndunarþjónustu fyrir fiskiskip, vöruhúsaaðstöðu, frystigeymslur, pappírsmeðhöndlun og aðra þjónustu sem óskað er eftir. Samskip hafa ráðið starfsmann á Nýfundnalandi sem mun sjá um starfsemi fyrirtækisins í Harbour Grace. Helsta ástæða þess að Samskip völdu Harbour Grace sem viðkomustað er að mörg íslensk og erlend útgerðarfyrirtæki senda skip sín til veiða á Flæmingjagrunn. • Harbour Grace er staðsett nær miðunum en aðrar hafnir sem bjóða upp á löndunarþjónustu á Nýfundnalandi. Með því að landa í Harbour Grace má stytta siglingatíma frá miðunum verulega. Þannig stuðla Samskip að aukinni hagkvæmni fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. • Með beinum siglingum til Harbour Grace bjóða Samskip viðskiptavinum sínum tengingu við alþjóðlegt flutningakerfi sitt. • Með samningi við Harbour Grace Coldstore býður Samskip meðal annars upp á fullkomna frystigeymslu, aðstöðu til sýnatöku og löndunarþjónustu fyrir frystiskip. • Harbour Grace er lítið bæjarfélag þar sem boðið er upp á alla hefðbundna þjónustu fyrir útgerðir og áhafnir skipa. Þar eru einnig hótel, verslanir, bar, heilbrigðisþjónusta og önnur félagsleg þjónusta. SAMSKIP

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.