Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 8

Fiskifréttir - 19.04.1996, Blaðsíða 8
Endurnýjun flotans „Ástæðan fyrir því að við réðumst í kaupin á Antares var sú, að við vildum tileinka okkur nýja tækni á loðnu- og sfldveið- um, annars vegar að geta skipt á milli flottrolls og nótar þegar svo bæri undir og hins vegar að geta komið með hráefnið í kælitönkum til lands til manneldisvinnslu. Það má segja að við séum með skipakaupunum að leggja aukna áherslu á uppsjáv- arveiðarnar því í stað þessa skips hverfur togarinn Bergey úr rekstri. Reyndar hefur þetta skip burði til þess að veiða úthaf- skarfa og flytja aflann sjókældan í land en engin áform eru uppi um það á þessu stigi,“ sagði Sigurður Einarsson forstjóri ísfélags Vestmannaeyja í samtali við Fiskifréttir. Antares VE 14 kom til heima- hafnar um páskana eins og fram kom í síðustu Fiskifréttum. Skipið er keypt frá Hjaltlandseyjum fyrir röskar 300 milljónir króna. Það er 55,33 m langt, 9 m breitt og mælist 876 brúttólestir. Lestarrými í kæli- tönkum er 936 rúmmetrar og auk þess er 134 rúmmetra ókæld lest. Skipið ber um 750 tonn af kældri loðnu eða síld en burðargeta ókælds hráefnis er um 1050 tonn. Antares er með 2.600 hestafla vél og togkraftur er 32 tonn. Skipið var smíðað í Noregi árið 1980 en aðalvélin er inn- an við ársgömul og annar búnað- ur er mikið end- urnýjaður. Öll umgengni um skipið hefur, verið til fyrir- myndar. Kælitankaskipið Antares VE14: Antares VE 14 siglir til hafnar í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn. (Mynd/Fiskifréttir: Tryggvi Sigurðsson) Getur haft tvær nætur og eitt flottroll um borð I senn — ironast til að skipið skili 250-300 milljóna króna aflaverðmæti á ári Þrjú veiðarfæri um borð í senn Antares VE 14 hefur það sér til ágætis að hægt er að vera með tvær nætur um borð í senn og flottroll að auki, en þetta er nýjung í íslensk- um skipum. Grímur Jón Grímsson skipstjóri á Antares, sem áður var með Guð- mund VE, sagði í samtali við Fiski- fréttir að þetta fyrirkomulag væri til mikils hagræðis. Þannig væri hægt að skipta um nót án þess að fara í land og sömuleiðis væri unnt að skipta af nót yfir á flottroll úti á sjó ef svo bæri undir. Slík skipti tækju aðeins hálfa til eina klukku- stund því sérstök spil væru fyrir hvort veiðarfæri. „Sem dæmi um hagræðið af því að hafa fleiri veiðarfæri um borð í senn má nefna, að ef báturinn er á sfldveiðum hér við land og síldin kemur ekki upp einn daginn er hægt skipta um veiðarfæri án þess að fara í land. Einnig má hugsa sér að ef komið er á miðin að morgni sé hægt að snara út trollinu og nýta birtutímann að deginum í stað þess að láta reka fram undir myrkur þegar veiði í nót getur hafist. Loks má nefna að ef spáð er brælu gefst Það tekur innan við klukkustund að skipta milli nótar og flottrolls úti á sjó. (Myndir/Fiskifréttir: Guðm. Sigfússon). kannski möguleiki til að öngla upp að deginum þann skammt sem leyfilegt er að koma með að landi,“ sagði Grímur Jón. Beita þarf flottrollinu með varúð Grímur Jón kvað það skoðun sína að beita þyrfti flottrollinu með varúð á loðnuveiðum meðan áhrif þess væru ekki að fullu kunn. „Loðnustofnarnir við Kanada og í Barentshafi hrundu og sú spurning vaknar hvort veiðar með flottrolli kunni að hafa átt ein- hvern þátt í því. Vera kann að þetta veiðarfæri sigti út kynstrin öll af smáloðnu sem þoli ekki slíka meðhöndlun. Eg tel að það þurfi að spyrjast fyrir um áhrif flottrolls- ins hjá nágrannaþjóðunum sem hafa mikla reynslu af þessum veið- um. Við verðum að staldra aðeins Sigurður Einarsson útgerðarmaður og Grímur Jón Grímsson skipstjóri í brúnni á Antares. við áður en við stökkvum á þetta eins og minkar. Auðvitað kann vel að vera flottrollsveiðarnar eins og við höfum stundað þær séu í góðu lagi og þá kemur það bara fram,“ sagði Grímur Jón. Véi- og spilbúnaður Svo nánar sé vikið að búnaði Antares, þá er aðalvélin af gerð- inni B&W Alfa 2.600 hestöfl. Hún var sett í skipið á síðasta ári og er búið að keyra hana í 2.500 tíma. í vélarrúmi eru tvær ljósavélar með 137 kW rafölum hvor. Frammi í skipinu eru þrjár ljósavélar, tvær 460 kW og ein landvél 50 kW, allar frá árinu 1986. Tvær snurpuvindur eru um borð, 25 tonn hvor, einnig tvær togvindur frá 1986 sem eru 27 tonn hvor, tvær 25 tonna hjálparvindur vegna flottrollsins og 26 tonna flot- trollstromla. Nótablökkin er frá Triplex og niðurleggjarinn frá Abax. Þá eru nótakassarnir tveir, fyrir djúpra og grunna nót. Antar- es er vel búinn siglinga- og fiskileit- artækjum. Antares var smíðaður í Noregi fyrir Skota árið 1980. Þremur árum síðar var hann seldur til Noregs aftur en var svo keyptur til Hjalt- landseyja árið 1986. Nýir eigendur létu þá lengja skipið og gera á því ýmsar aðrar breytingar. Eigendur- nir voru átta og allir í áhöfn skips- ins, en alls voru 11 skipverjar um borð. í skipinu er rúm fyrir 16 manns í sex einsmannsklefum og fimm í tveggja manna klefum. í Síldarsmuguna Antares VE mun halda í Síldar- smuguna um leið og veiðar mega hefjast 10. maí n.k. Sigurður Ein- arsson sagði það skynsamlega ákvörðun hjá stjórnvöldum að leyfa ekki veiðar fyrr og kvaðst ekkert órólegur vegna frétta af því að aðrar þjóðir væru byrjaðar að veiða nú þegar. Rétt væri að hinkra við og leyfa síldinni að verða feitari áður en hún yrði veidd. „Eg er ekkert smeykur um Skipið ber 750 tonn af kældri sfld eða loðnu, en 1050 tonn af ókældu hráefni. að við náum ekki kvótanum og jafnvel þótt eitthvað verði eftir af honum er það áhættunnar virði því hvert tonn verður verðmætara en ella,“ sagði Sigurður. Fram kom í máli hans, að menn gerði sér vonir um að Antares VE skilaði 250-300 milljóna króna aflaverðmæti á ári, en til samanburðar má nefna að önnur nótaskip ísfélagsins hafa verið að skila 170-180 milljónum króna á ári. Loks má nefna að nokkrar stöðubreytingar verða á skipum ís- félagsins með tilkomu Antares. Grímur Jón flytst af Guðmundi VE yfir á Antares sem skipstjóri og fyrsti stýrimaður á nótinni verður Viðar Hjálmarsson en Magnús Guðmundsson, sem var á Bergey VE, verður fyrsti stýrimaður á tog- veiðum. Yfirvélstjóri verður Jón Þór Geirsson. Snorri Gestsson, skipstjóri á Gígju VE, tekur við Guðmundi VE og Alti Sigurðsson, sem var 1. stýrimaður á Gígju VE, tekur við skipstjórn á því skipi.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.