Fiskifréttir


Fiskifréttir - 19.04.1996, Page 9

Fiskifréttir - 19.04.1996, Page 9
FISKIFRÉTTIR föstudagur 19. apríl 1996 9 Fréttir Samherji hf. á Akureyri fær í næstu viku afhentan færeyska frystitogarann Esther sem fyrir- tækiö keypti nýverið af færeysku útgerðarfélagi. Að sögn Þorsteins Vilhelmssonar hjá Samherja hf. er óvíst hvað gert verður við togar- ann. Hann hafi fyrst og fremst verið keyptur vegna kvótans en til greina komi að gera skipið út á úthafsveiðar á þorski eða rækju. Samherji hf. kaupir færeyskan frystitogara: Fær síldar-, kolmunna- ogmakríí kvóta með togaranum International Skipamálning Stórhöfða 44, Reykjavík. Sími 567 4400 Að sögn Þorsteins er það út- gerðarfyrirtækið Framherji hf. í Færeyjum, sem Samherji hf. á stóran hlut í, sem kaupir togarann en með í kaupunum fylgja veiði- heimildir á síld, kolmunna og makríl í færeyskri landhelgi og í lögsögu Evrópusambandsins. Þá fylgir togaranum eitt Gloríuflot- troll auk annars búnaðar en nefna má að ásett verð var 15 milljónir danskra króna eða sem svarar um 165 milljónum íslenskra króna. Frystitogarinn Esther er tæpir 88 metrar á lengd og 14 metrar á breidd og mælist togarinn tæpar 2700 brúttórúmlestir. Togarinn var byggður í Þýskalandi árið 1965 en endurbyggður í Danmörku árið 1987. Miklar lagfæringar og endur- bætur hafa síðan verið gerðar á skipinu á undanförnum árum. I því eru tvær 2400 hestafla MAK aðal- vélar í mjög góðu ástandi. Vindu- kerfið er frá Rapp Hydema og var það sett í togarann árið 1987. Aðal- vindurnar eru hvor um sig 36 tonna. Á milliþilfari eru fullkomin fiskvinnslutæki frá Baader. Frysti- getan er um 60 tonn á sólarhring í frystitækjum og lausfrysti. Þá er togarinn ágætlega búinn siglingar- og fiskileitartækjum og í honum eru káetur fyrir 48 manna áhöfn. Samkvæmt upplýsingum Þor- steins hefur Esther m.a. verið gerð út á búraveiðar og í fyrrasumar var Nýtt skip Vinnslustöðvar- innar væntanlegt í lok apríl: Getur fíutt 1350 tonn af físki í sjókælitönkum — hefur verið á kolmunna við írland Tog- og nótaskipið Gunnar Langva, sem Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum hefur keypt frá Noregi, er væntanlegt til Eyja nú undir lok mánaðarins. Að sögn Sighvats Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinn- ar hf., fer skipið í klassaskoðun og það verður tilbúið til veiða þegar síldveiðar íslendinga úr norsk-ís- lenska sfldarstofninum mega hefj- ast 10. maí nk. Gunnar Langva er rúmlega 20 ára gamalt skip og það er tæpir 69 metrar að lengd en búið er að lengja það tvisvar sinnum. I skip- inu eru sjókælitankar sem eru 1500 rúmmetrar að stærð. I þeim er hægt að flytja 1350 tonn af kældu hráefni og alls 1500 tonn ef sjókæl- ing er ekki viðhöfð. Þá er í skipinu 250 rúmmetra rými sem hægt er að breyta í lestar og því væri hægt að auka heildarburðargetuna í 1700- 1750 tonn með tiltölulega litlum fyrirvara. Að sögn Sighvats er Gunnar Langva nú í síðustu veiðiferðinni fyrir norsku útgerðina. Skipið hef- ur verið að kolmunnaveiðum við írland og hefur kolmunninn verið veiddur í flottroll. Fyrir sjókældan kolmunna hafa verið greiddar sex ísl. kr/kg í Noregi og aflaverðmæt- ið í hverri veiðiferð getur því num- ið rúmum átta milljónum króna. Guðmundur Sveinbjörnsson, sem verið hefur skipstjóri á Sig- hvati Bjarnasyni VE, verður skip- stjóri á Gunnari Langva. Leiðrétting I grein um frystitogarann Arnar HU í síðasta blaði var farið rangt með umboðsaðila GMC þilfars- krana. Hið rétta er að Rafboði - Rafur er með umboðið. Er beðist velvirðingar á þessu. togarinn á úthafsveiðum m.a. í Smugunni. — Við vorum fyrst og fremst að hugsa um að tryggja okkur kvóta á uppsjávartegundum með kaupun- um og við skoðuðum skipið ekki mikið áður en gengið var frá samn- ingum. Mér hefur hins vegar skilst síðan að það sé e.t.v. meira spunn- ið í skipið en við töldum í fyrstu og það er því aldrei að vita nema að við sendum það til veiða í úthaf- inu, segir Þorsteinn Vilhelmsson. GRASLE PPUHRO GN Á þessari vertíð mun BAKKAVÖR kaupa grásleppuhrogn, bæði fersk og söltuð af öllu landinu. Sækjum daglega til allra seljanda á SV - svæðinu og skipuleggjum flutninga annars staðar af landinu. Sem fyrr bjóðum við traust og góð viðskipti. BAKKAVOR HROGNAVINNSLA SÍMI 564-3200 ^ÍSTISO 9002 VOTTUN HF. - VOTTAÐ GÆÐAKERFI RAFBOÐI 1 RAFUR ■c .■•■ 'T<- T; . « ARNAR HU-1 Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýja skipið. Nýr þilfarskrani er frá Maritime GMC í Noregi. Endurbætur annaðist Rodman Polyships í Vígó á Spáni. NAÉST SKIPAÞJÓNUSTA Skeiöarás 3 • 210 Garðabær • Sími 565-8080 • Fax 565-2150 73 maritíme gmc a.s.

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.