Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 2

Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 2
Ef þau hafa haldið að við yrðum auðsveipir þjónar þeirra, þá er það einhver misskiln- ingur. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar Beðið í bílnum Formaður Þroskahjálpar segir stóran hóp ekki geta ferðast með strætó eftir að nýtt greiðslukerfi var tekið í notk- un. Kerfið sé hamlandi fyrir öryrkja og fólk með þroska- skerðingu. Framkvæmdastjóri Strætó segir að brugðist verði við ábendingum. birnadrofn@frettabladid.is SAMGÖNGUMÁL „Ég er leið og reið yfir þessu og hrædd um að það sé verið að skerða frelsið mitt,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjón- varpskona og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, um Klapp, nýtt greiðslukerfi Strætó bs. Greiðslukerfið er rafrænt og virkar þannig að farsími eða kort er sett upp við skanna í vagninum þegar greitt er fyrir farið. Öryrkjar fá afslátt af Strætó-fargjaldi en til að virkja afsláttinn þurfa þeir að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Unnur Helga Óttarsdóttir, for- maður Þroskahjálpar, segir stóran hóp fólks með þroskahömlun ekki geta fengið rafræn skilríki. Sökum fötlunar geti þau ekki valið lykilorð og megi þau ekki fá aðstoð við það. Einnig sé stafrænt ferli greiðslu- kerfisins f lókið og ekki hafi allir færni til að læra á það. „Ég neita að trúa því að þetta sé annað en hugs- unarleysi,“ segir Unnur Helga sem sent hefur bréf bæði til ráðamanna og Strætó en engin svör fengið. „Þetta er stór kúnnahópur Strætó sem nú getur ekki tekið strætó, þarna er verið að skapa hindranir.“ Steinunn Ása er með rafræn skil- ríki en segist eiga erfitt með að læra á nýja og flókna tækni. „Mér finnst verið að mismuna fólki,“ segir hún. „Ég er vön að taka strætó á hverjum degi en núna get ég það ekki.“ Jóhannes Svanur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., hefur orðið var við gagnrýni varðandi nýja kerfið sem snúi að öryrkjum og fólki með þroskaskerðingar eða fatlanir. „Já, við höfum orðið vör við það nú þegar við tökum fyrstu skrefin í þessu nýja kerfi, til dæmis frá sam- tökum eins og Þroskahjálp.“ Jóhannes segir að brugðist verði við ábendingunum eftir bestu getu. Til að byrja með geti fólk komið í höfuðstöðvar Strætó og keypt strætókort með öryrkjaafslætti. Sýna þurfi staðfestingu frá Trygg- ingastofnun um að það sé öryrkjar. „Það er sambærileg lausn og þegar fólk var að kaupa sér árskort í gamla greiðslukerfinu,“ segir Jóhannes. Spurður að því hvort þessi hópur muni áfram geta notað „gamaldags“ strætómiða segir Jóhannes þá not- hæfa til 1. mars á næsta ári. „Við munum skoða betur f leiri lausnir fyrir þá sem eru ekki með rafræn skilríki eða hafa ekki nægi- lega góða þekkingu á tækni. En við munum ekki halda áfram notkun á gömlum farmiðum,“ segir Jóhann- es. n Nýtt greiðslukerfi Strætó lokar dyrunum á Steinunni Strætó tók upp nýtt greiðslukerfi fyrir skemmstu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Jóhannes Svan- ur Rúnarsson, framkvæmda- stjóri Strætó bs. Ég er vön að taka strætó á hverjum degi en núna get ég það ekki. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL Stjórnarandstaðan fær aðeins formannssæti í einni fastanefnd í stað þriggja á síðasta kjörtímabili. Logi Einarsson, for- maður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun meirihlutans um þetta muni skerpa andstöðu milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Viðbrögð okkar eru þau að þessi ákvörðun er í höndum ríkisstjórn- ar sem fyrir fjórum árum var með það skrifað í stjórnarsáttmálanum að eitt af helstu verkefnum væri að ef la stöðu Alþingis og minni- hlutans. Það gekk ekki eftir. Ég tel að þessi breyting sé rökrétt skref af því hvernig þau nálguðust okkur síðustu fjögur árin,“ segir Logi. Hann segir um áhrif breyting- anna: „Þetta mun skerpa andstöð- una og aðhaldið milli stjórnar og stjórnarandstöðu.“ Hann hafi heyrt formenn Fram- sóknarflokksins og Vinstri grænna lýsa vonbrigðum með samstarfið á síðasta kjörtímabili. „Ef þau hafa haldið að við yrðum auðsveipir þjónar þeirra, þá er það einhver misskilningur,“ segir Logi og vísar til nefndaformennsku minnihlutans síðasta kjörtímabil. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra sagði í gær að mismikil ánægja hefði verið með hvernig til tókst á síðasta kjörtímabili. Því hefði verið lagt til að stjórnarand- staðan fengi eingöngu formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Logi segist hlakka til komandi þingstar fa. Stjórnarandstaðan hafi rætt saman í gær og sé nú sam- stilltari en áður. n Boðar samstilltari stjórnarandstöðu bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Innan við helmingur þeirra sem stofnuðu til hjúskapar í ágústmánuði gifti sig hjá þjóðkirkj- unni eða 47,5 prósent. Þetta kemur fram hjá Þjóðskrá. Af þeim 530 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar gerðu 144 það hjá sýslumanni,  27,2 prósent, 252 giftu sig í þjóðkirkjunni og 76 einstaklingar gengu í hjúskap í öðru trú- eða lífsskoðunarfélagi, 14,3 pró- sent. 56 gengu í hjúskap erlendis. Alls skildu 84 einstaklingar, skráð- ir í þjóðskrá, í ágúst síðastliðnum. 82 hjá sýslumanni en tveir fyrir dómi. n Kirkjubrúðkaup í minnihluta í ágúst 252 giftu sig í þjóðkirkjunni. Nokkur snjókoma var á höfuðborgarsvæðinu í gær með þeim afleiðingum að fjöldi ökumanna komst hvorki lönd né strönd. Margir voru á sumar dekkjum og illa búnum bílum að sögn lögreglu. Dæmi voru um að öku menn styttu sér leið yfir um ferðar eyjur og gróin svæði til að komast leiðar sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 2 Fréttir 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.