Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 6

Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 6
Óljóst er hvaða kröfur þarf að uppfyllta. Það er fjöldi og eðli brota sem ákvarðar upphæð sektarinnar. Þórunn Anna Árnadóttir, for- stjóri Neytenda- stofu Við fylgjumst ekkert sérstaklega með því og það er ekki okkar hlutverk. Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu Neytendastofa hefur fengið tugi ábendinga á síðustu dögum um verslanir sem sagðar eru hafa haft rangt við í kringum afsláttardaga á borð við Svartan föstudag, Dag einhleypra og Stafrænan mánudag. svavamarin@frettabladid.is VERSLUN „Við höfum fengið tugi ábendinga þess efnis að verslanir hafa hækkað verð áður en það er lækkað aftur í kringum sérstaka afsláttardaga og einnig almennar útsölur,“ segir Þórunn Anna Árna- dóttir, forstjóri Neytendastofu. Ábendingarnir segir Þórunn ber- ast í kringum útsölur og afsláttar- dagana Svartan föstudag, Dag ein- hleypra og Stafrænan mánudag sem hafa skotið föstum rótum hérlendis síðastliðin ár. Hún segir sektir geta verið tíu milljónir króna að hámarki en fyrir brot líkt og hér er nefnt sé sektað um 50 til 100 þúsund krón- ur. „Það er fjöldi og eðli brota sem ákvarðar upphæð sektarinnar,“ útskýrir hún. Aðspurð segir Þórunn mál stærri verslana sem oftar séu með afslætti koma inn á borð til Neytendastofu. Ekkert eitt fyrirtæki standi upp úr. Hún hvetur fólk til að senda ábend- ingar á Neytendastofu ef það verður þess vart að slíkt brot eigi sér stað. Málin verði þá tekin til skoðunar. A nd rés Mag nú sson, f r a m- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist aldrei verja óheiðar- lega viðskiptahætti af því tagi sem hér um ræðir. „Við fylgjumst ekkert sérstaklega með því og það er ekki okkar hlutverk,“ segir hann. Þá bendir hann á að þó að Neytenda- samtökunum berist ellefu kvartanir eftir Dag einhleypra, líkt og Breki Karlsson formaður Neytendasam- takanna sagði í Kastljósi í síðustu viku, geti það ekki talist mikið. „Það getur ekki talist mikið í þessum tugþúsundum viðskipta sem eiga sér stað þessa daga, þar sem slíkar kvartanir berast alltaf í kringum þessa stóru daga og útsöl- ur,“ segir Andrés. n Tugir ábendinga um brögð í tafli í kringum afsláttardaga Svartur föstudagur hefur á skömmum tíma unnið sér fastan sess í verslunarlífinu hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Einkaaðili gæti frekar en borgin þjónustað húsbíla, segir embætti skipulagsfulltrúans í Reykjavík, sem ekki vill verða við beiðni Íþrótta- og tómstundasviðs um að benda á mögulega stað- setningu fyrir langtímastæði fyrir húsbíla. Reynslan er sögð sýna að lang- tímastæði fyrir húsbíla fari ekki alltaf vel með rekstri tjaldstæðis fyrir innlenda og erlenda ferða- menn í Laugardal þar sem aðstaða hefur verið fyrir húsbílaeigendur. „Ekki er ljóst hvaða kröfur ÍTR eða langtímagestir á svæðinu setja um nýjar staðsetningar eða innviði fyrir sína húsbíla né hvernig rekstri og umsjón yrði háttað. Ekki eru því listaðar upp mögulegar stað- setningar á þessu stigi. Hins vegar Vísa lóðamáli húsbíla á einkaaðila Langtímastæðið í Laugardal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM mætti telja að einkaaðili á markaði gæti þjónustað þá gesti á sínu landi sem hafa nýtt sér Laugardalinn hingað til, frekar en að borgin útvegi land, setji upp grunnþjón- ustu og sinni rekstri,“ segir skipu- lagsfulltrúi í umsögn sinni. n Kósýkvöld með Eyfa 2. 9. 19. desember Ljúf tónlist yfir ljúffengum mat Borðapantanir í síma 5627335 caruso@caruso.is AUSTURSTRÆTI 22 Afgreiðslutímar á www.kronan.is Mmm ... Gefðu gómsætar jólagjafir! benediktboas@frettabladid.is VESTMANNAEYJAR Stefnt er að því að Björgunarfélag Vestmannaeyja fái afhent nýtt björgunarskip á gos- lokahátíð á næsta ári. Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja sam- þykkti að styrkja félagið til kaupa á nýju skipi í vikunni en það kemur frá Finnlandi og er fyrsta skipið af þremur sem fór í útboðsferli hjá Ríkiskaupum fyrir skemmstu. Ríkið fjármagnar helminginn og Björgunarfélagið og Landsbjörg hinn helminginn. Markmiðið er að endurnýja öll 13 skip Landsbjargar á næstu árum. Með komu skipsins mun björg- unarnet eyjanna styrkjast til muna samkvæmt bréfi sem Arnór Arn- órsson formaður sendi bæjarráði Vestmannaeyja en báturinn hentar vel til að sækja veika einstaklinga úr úteyjum og úr öðrum skipum. n Skipið frumsýnt á goslokahátíðinni 6 Fréttir 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.