Fréttablaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 10
STÓR PIZZA PÖNNUTILBOÐ ALLA DAGA Í NÓVEMBER 1. 590 PEPPERONI • HAWAII • MARGARITA EF ÞÚ SÆKIR pizzahut.is - 515 1617 - Smáralind og Staðarbergi 2–4 Hafnarfirði gar@frettabladid.is SKÓLAMÁL Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík segir engar skipulags­ legar athugasemdir hafa við að byggður verði nýr leikskóli á Njáls­ götu 89. Á það er þó bent af hálfu skipu­ lagsfulltrúa að samkvæmt fyrirliggj­ andi teikningum fari þakkantur byggingarinnar sextíu sentimetra yfir hámarkshæð. Borgin geti veitt undanþágu þegar um svo „verulegt frávik“ sé að ræða en þó aðeins „að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn“, eins og segir í umsögn embættisins. Njálsgata 89 er auð lóð aftan við Austurbæ. Leikskólinn sem heitir Miðborgarskóli verður tæp­ lega fimmtán hundruð fermetrar á þremur hæðum. Í greinargerð teiknistofunnar Landslags kemur fram að leikskólinn verði á neðri hæðunum tveimur og fjölskyldu­ miðstöð á efstu hæðinni. „Þar er aðstaða fyrir foreldra ungra barna að læra af öðrum for­ eldrum og fagfólki um ýmislegt sem tengist þroska barna þeirra eins og umönnun, tilf inninga­ tengsl, jákvætt uppeldi, hreyfingu og málþroska um leið og boðið er upp á sértæk úrræði og snemm­ tæka íhlutun fyrir fjölskyldur í við­ kvæmri stöðu,“ segir um fjölskyldu­ miðstöðina í greinargerðinni. Sjálfur Miðborgarskólinn er ætl­ aður fyrir 116 börn sem skiptast á sex deildir. Hann á að koma í stað­ inn fyrir leikskólana Barónsborg, Njálsborg og Lindarborg. n Fallast á leikskóla á Njálsgötu með fyrirvara um hagsmuni nágranna Hönnun byggir á vinningstillögu Basalt arkitekta og Landslags. MYND/LANDSLAG Tekin hefur verið ákvörðun um áframhaldandi starfsemi kvennaathvarfs á Akureyri. Verkefnastýra athvarfsins segir þörf fyrir slíkt úrræði. Sextán hafa dvalið í athvarf­ inu það sem af er ári. birnadrofn@frettabladid.is AKUREYRI Kvennaathvarfið á Akur­ eyri mun halda áfram starfsemi eftir að tilraunatímabili þess lýkur um áramót. Athvarfið var stofnaði í ágúst í fyrra og var fyrst um að ræða tilraunaverkefni til hálfs árs. Verkefnið var þá framlengt til næst­ komandi áramóta. „Nú hefur verið tekin ákvörðun um að athvarfið verði opið áfram og þá ekki sem tilraunaverkefni. Þetta eru miklar gleðifréttir,“ segir Signý Valdimarsdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins á Akureyri og félagsráðgjafi. Í Kvennaathvarfið geta konur og börn sem ekki geta búið heima hjá sér vegna of beldis leitað og dvalið sér að kostnaðarlausu. Þar geta þær fengið ráðgjöf og þjónustu bæði á meðan á dvölinni stendur og að henni lokinni. „Konur sem búa við of beldi en dvelja ekki hjá okkur geta líka leitað hingað og fengið ráðgjöf, það er ekki skylda að dvelja hér,“ segir Signý. Það sem af er þessu ári hafa sex­ tán einstaklingar dvalið í Kvenna­ athvarfinu á Akureyri í samtals 600 daga. Signý segir að aldrei hafi reynt á það að athvarfið fyllist. „Við tökum bara á móti þeim sem koma og hagræðum eftir því,“ segir hún. Signý segir fjölda þeirra sem leitað hafi í athvarfið í ár svipaðan og árið á undan. „Þetta sýnir bara þörfina fyrir svona úrræði á Norð­ urlandi,“ segir hún. „Við vinnum samkvæmt þeirri hugmyndafræði að konan sé sér­ fræðingur í sínum málum og aðstoðin er tímabundin. Dvalartím­ inn er mjög misjafn og fer eftir því hvað konurnar sem leita til okkar þurfa,“ segir Signý. „Við hjálpum þeim að komast í samband við þá aðila sem þær þurfa á að halda, sama hvort það er lög­ regla, félagsþjónustan eða barna­ vernd og hjálpum þeim með aðra þætti eins og að finna húsnæði,“ segir Signý og bætir við að sam­ félagið á Norðurlandi hafi tekið afar vel í verkefnið. Einstaklingar, félaga­ samtök og fyrirtæki hafi staði þétt við bak athvarfsins og allir séu fúsir til samstarfs. „Þegar við opnuðum athvarfið vissum við ekki alveg út í hvað við værum að fara en við höfum nýtt til­ raunatímabilið vel í að móta starf­ semina sem nú getur haldið áfram. Þetta er búið að standast allar okkar væntingar og hefur gengið vel,“ segir Signý. Kvennaathvarfið á Akureyri er opið allan sólarhringinn og þangað má ná í síma 561­1206. Einnig má finna greinargóðar upplýsingar um of beldi og úrræði því tengd á heimasíðunni 112.is/ofbeldi. n Athvarfið áfram á Akureyri Á Akureyri hafa 16 einstaklingar dvalið í alls 600 daga, sem verkefnastýran segir sýna þörfina. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Þetta sýnir bara þörf- ina fyrir svona úrræði á Norðurlandi. Signý Valdimarsdóttir, verkefnastýra Kvennaathvarfsins á Akureyri 10 Fréttir 30. nóvember 2021 FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.