Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 28

Fréttablaðið - 30.11.2021, Side 28
Ég skal alveg viður- kenna það að ég var frekar stressaður þegar ég labbaði inn á völl- inn fyrir framan 15.000 áhorfendur … Svo þegar ég komst í snertingu við boltann þá hvarf skrekkurinn. Adam Ingi Benediktsson Ég tel okkur ekki þurfa einhverjar sérstakar aðferðir til að koma þeim í gang. 16 Íþróttir 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 30. nóvember 2021 ÞRIÐJUDAGUR Ég hef trú á því að Heimir og Arnar geti myndað gott teymi. Heimi heim n Utan vallar Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is FÓTBOLTI Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands í knatt- spyrnu karla, leitar sér nú að nýjum samstarfsmanni. Stjórn sambands- ins tók þá ákvörðun í síðustu viku að segja upp samningi sínum við Eið Smára Guðjohnsen sem hafði verið samstarfsmaður Arnars í eitt ár hjá landsliðinu. Mikið hefur gengið á í kringum landsliðið þetta ár sem þeir félagar voru saman í starfi og erfitt að segja til um hæfni þeirra sem þjálfara. Það er hins vegar ljóst að Arnar vantar þjálfara með talsvert mikla reynslu til að aðstoða sig í gegnum þá erfiðu tíma sem munu án nokkurs vafa halda áfram á næsta ári. Verið er að byggja upp nýtt landslið og alls óvíst hversu margar, ef einhverjar, af gömlu hetjum liðsins snúa aftur. Þannig vill svo til að besti þjálfari í sögu íslenska landsliðsins er án vinnu, Heimir Hallgrímsson hefur ekki verið með þjálfarastarf síðasta hálfa árið. Eftir tvö og hálft ár í Katar ákvað Heimir að kveðja Al-Arabi og hefur síðan þá leitað sér að næsta starfi. Knattspyrnusamband Íslands og Arnar Þór ættu án nokkurs vafa að leita til Heimis og reyna að fá hann til að þjálfa liðið með Arnari. Heimir þekkir það manna best að tveggja manna þjálfarateymi getur virkað með íslenska landsliðið. Heimir og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið saman þegar það komst inn á Evrópumótið árið 2016. Heimir tók síðan einn við keflinu í tvö ár og kom íslenska liðinu á Heimsmeistaramótið árið 2018. Arnar gat ekki unnið með Lars Lagerbäck á þessu ári og var ákveðið Heimir Hall- grímsson er án þjálfarastarfs og Arnar Þór Við- arsson vantar aðstoðarmann. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR að slíta samstarfinu, hann þarf hins vegar að átta sig á því að maður með reynslu gæti reynst honum happa- fengur nú þegar Eiður Smári er horf- inn á braut. Ég hef trú á því að Heimir og Arnar geti myndað gott teymi til að leiða íslenska liðið í gegnum þær breytingar sem eru að eiga sér stað. Heimir íhugaði að taka við Stjörn- unni á dögunum en starfið hjá KSÍ gæti heillað hann. Mikilvægt er fyrir íslenska landsliðið að fá inn mann sem kann uppskriftina að árangri. Arnar og KSÍ, reynið að fá Heimi heim. n aron@frettabladid.is FÓTBOLTI Ísland mætir Kýpur ytra í dag í undankeppni HM 2023 í fót- bolta kvenna. Ísland er fyrir leikinn í öðru sæti síns riðils með sex stig eftir þrjá leiki. Íslenska liðið kemur fullt sjálfs- trausts inn í þennan leik eftir góðan 2-0 sigur á móti Japan í vináttu- landsleik liðanna á fimmtudaginn í síðustu viku. Þorsteinn Hreiðar Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, segir alla leikmenn liðsins klára í slaginn fyrir leikinn gegn Kýpur. Þorsteinn segist ekki hafa áhyggjur af því að leikmenn sínir komi ekki gíraðir í verkefnið en Ísland og Kýpur mætt- ust fyrir rúmum mánuði síðan á Laugardalsvelli og þá vann Ísland 5-0 sigur. „Ég held að allir skilji mikilvægi leiksins. Ég tel okkur ekki þurfa að vera með einhverjar sérstakar aðferðir til að koma þeim í gang. Held að það skilji allir að þessi leikur er jafn mikilvægur og allir aðrir,“ segir Þorsteinn um komandi verkefni. Glódís Perla Viggósdóttir, mið- vörður íslenska liðsins, tók í sama streng og þjálfari hennar: „Við eigum aldrei í vandræðum með að mótívera okkur. Við lítum á þennan leik eins og hvern annan leik, það eru þrjú stig í boði og við ætlum að taka þau.“ n Ekki hrædd um vanmat hjá íslenska liðinu Rúmur mánuður er síðan íslenska liðið vann Kýpur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tveir íslenskir leikmenn léku um síðustu helgi sína fyrstu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla. Hinn 19 ára gamli Adam Ingi Benedikts- son stóð á milli stanganna hjá Gautaborg og Jóhannes Krist- inn Bjarnason, sem er 16 ára gamall, lék fyrir Norrköping. hjorvaro@frettabladid.is FÓTBOLTI Adam Ingi Bene dikts son þreytti á sunnudaginn frumraun sína í sænsku úrvalsdeildinni í fót- bolta karla. Adam Ingi nýtti tæki- færið vel en hann varði mark Gauta- borgar í 4-0 sigri gegn Östersund. Þessi 19 ára gamli markmaður var 16 ára þegar hann gekk til liðs við Gautaborg frá HK sumarið 2019 en hann lék einnig með FH í yngri f lokkum hér heima. Adam Ingi er hins vegar fæddur í Grundarfirði. Hjá Gautaborg lék Adam Ingi fyrst um sinn undir stjórn Hjálmars Jónssonar með U-19 ára liði félags- ins og nú þremur árum seinna hefur hann spilað leik með aðalliðinu. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég var frekar stressaður þegar ég labbaði inn á völlinn fyrir framan 15.000 áhorfendur. Ég fékk að vita það degi fyrir leik að aðalmark- maðurinn væri tæpur vegna meiðsla og ég fengi sénsinn. Ég náði ekki alveg að meðtaka það hversu stórt þetta væri þegar ég fékk þær fregnir og stressið byrjaði síðan að magnast á leikdegi. Svo þegar ég komst í snertingu við boltann þá hvarf skrekkurinn og ég náði að halda hreinu sem er frábært,“ segir Adam Ingi um frumraun sína. „Þetta tækifæri er að koma fyrr en ég hélt. Ég hef verið að æfa með aðal- liðinu á þessu tímabili eftir að hafa æft og spilað með U-19 ára liðinu hjá Hjálmari síðan ég kom. Þetta er mjög kærkomið og mikill heiður fyrir mig,“ segir markvörðurinn sem er þriðji markvörður hjá Gautaborg. Sýndi sig í fjölskylduferð „Það var í raun tilviljun að ég fengi samning hjá Gautaborg. Ég fékk að æfa með U-19 ára liði félagsins á meðan ég var í fjölskylduferð í borg- inni. Ég hafði samband við Hjálmar sem leyfði mér að æfa með liðinu. Í kjölfarið fór boltinn að rúlla og ég endaði á að skrifa undir hjá Gautaborg. Félagið er með eina bestu akademíu Svíþjóðar og þekkt fyrir að gefa ungum leikmönnum þaðan tækifæri með aðalliðinu og selja þá svo til stærri liða. Það var stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að semja við Gautaborg. Þessi fjölskylduferð borgaði sig svo sannarlega,“ segir hann. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð í dag frá vinum og ættingjum sem ég kann vel að meta. Grundfirðingar eru greinilega mjög stoltir af mér og ég hef fengið fullt af skilboðum þaðan,“ segir Adam Ingi. „Eftir leikinn fékk ég góð við- brögð frá þjálfaranum og mark- mannsþjálfaranum. Ég fékk hins vegar mun ítarlegri skýrslu frá pabba sem mætir á alla leiki hjá mér og bróður mínum sem hann kemst á en fjölskyldan flutti með mér út. Þegar leikjunum lýkur fáum við að vita nákvæmlega hjá honum hvað gekk vel að hans mati og hvað má bæta. Það er sko ekki töluð vit- leysan þar,“ segir þessi metnaðar- fulli leikmaður. Adam Ingi var ekki eini íslenski leikmaðurinn sem fékk eldskírn í sænsku úrvalsdeildinni um helg- ina. Jóhannes Kristinn Bjarnason, sem færði sig um set til Norrköping frá KR í mars síðastliðnum, lék sinn fyrsta leik fyrir sænska liðið. Jóhannes Kristinn er 16 ára og níu mánaða gamall en hann er næst- yngsti Íslendingurinn til þess að spila í atvinnumannadeild í fót- bolta karla. Frændi hans, Ísak Berg- mann Jóhannesson, var 16 ára og 6 mánaða gamall þegar hann lék með sænska liðinu árið 2019. Í október lék svo markmaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson sína fyrstu deildarleiki í sænsku úrvals- deildinni með Elfsborg. Það er því óþarft að kvíða framtíðinni hvað markmannsstöðuna hjá Íslandi varðar. Elías Rafn Ólafsson hefur verið að fá leiki hjá Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni, Patrik Sigurður Gunnarsson er fastamað- ur hjá Viking Stavanger í norsku úrvalsdeildinni og Jökull Andrés- son ver mark Morecambe í ensku C-deildinni. Þessir markmenn eru allir í kringum tvítugsaldurinn. Þá er Rúnar Alex Rúnarsson 26 ára gamall en hann lék á dögunum sinn fyrsta leik í belgísku efstu deildinni fyrir OH Leuven, þar sem hann er í láni frá Arsenal. n Fær skýrslu frá pabba eftir alla leiki Adam Ingi Bene- diktsson hefur verið á mála hjá Gautaborg í þrjú ár en það var fjölskyldu- ferð sem var kveikjan að því að hann komst inn á radarinn hjá sænska fé- laginu. MYND/GAUTABORG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.