Heilsuvernd - 01.12.1946, Síða 13

Heilsuvernd - 01.12.1946, Síða 13
HEILSUVERND 5 segir frá baráttu ungrar konu við ótal „ólæknandi“ sjúkdóma, sem hálærðir læknar og prófessorar fengu ekki við ráðið, en liurfu smátt og smátt af sjálfu sér, er hún breytti lifnaðarháttum sínum. Hin mikla frásagnar- list Waerlands kemur vel fram í þessari litlu, lærdóms- í'íku sögu, sem getur kennt ungum stúlkum og konum meira en heilar bækur sérfræðinga um orsakir sjúk- dóma og aðferðir til að öðlast sanna og varanlega lík- amsfegurð. Þessar bækur Waerlands hafa ýtt við mörg- um hér, er mér óhætt að segja, og haft mikil og heilla- rík áhrif á fjölda manna. En á hinn bóginn munu þær hafa komið óþægilega við suma lækna, sem hafa gert sitt ýtrasta til að niðra liöfundi þeirra. Móttökur Waerlands. Áður en ég lagði af stað að heiman, hafði ég beðið Waerland með símskeyti að út- vega mér lierbergi í Stokkhólmi. Fékk ég svar um liæl, að herbergið væri til reiðu í Edenhóteli. Ég var aðeins nýkominn inn í herbergi mitt, er þar var bankað á dyr, og inn vatt sér Waerland, sem ég þekkli þegar af myndum. Þetta var hraustlegur, mið- aldra maður í útliti, vel útitekinn og hinn djarflegasti og drengilegasti í viðmóti. Ég vissi, að hann var nýorð- inn sjötugur, en útlitið benti ekki á það. Fagnaði hann mér með þeim lilýleilc, sem ég hefi aðeins mætt einu sinni áður af hendi gerókunnugs manns, en það var öld- ungurinn Kellogg læknir, hinn heimsfrægi forstjóri stærsta heilsuhælis í heimi í Battle Creek. Eftir stutt viðtal um ferðina og erindi mitt, bauð Waerland mér með sér út í matstofu þá, sem kennd er við Frisksport og er rekin i samræmi við kenningar hans. Ég var orðinn matlystugur og hlakkaði til að borða þarna. Á flugferðinni höfðu farþegum tvisvar verið bornir prýðissnotrir matarpakkar. Ég opnaði minn pakka með nokkurri forvitni. Jú, þar var ýmiskonar góðgæti; marg- ar sneiðar af brauði úr hvítum liveitisalla með þykkum

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.