Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 14

Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 14
HEILSUVERND 6 sneiðum af svínapylsum á milli, nokkrar sætar kökur, sælgæti og cin appelsína. Dr. Gunnlaugur Claessen, sem var einn farþega, kom til mín brosandi og gat þess til, að ég mundi ekki stórhrifinn af veitingunum. Atti liann þar kollgátuna. Ég hafði þarna fyrir augum sýnisliorn hinnar vest- rænu matarmenningar og jafnframt sýnishorn vest- rænnar sjúkdómaræktunar. Þetta er sýnishorn þess, sem Waerland kallar eiturhrunna, en úr þeim eys allur almenningur af fákunnáttu sinni sér til heilsuspillis og ævarandi vesaldóms. Gegn þessari matarmenningu hefir Waerland hafið heilag't útrýmingarstríð með þeim krafti og þeirri djörf- ung, sem einkennir mestu umbótamenn mannkynsins, eins og Lúther og' postulann Pál. í matstofunni. Það lyftist heldur en ekki á mér brún- in, þegar ég' kom með Waerland inn í matstofuna og sá allt það grænmeti og annað góðgæti, sem þar var á boðstólum. Þarna var ekki ausið úr eiturbrunnum, held- ur úr heilsubrunnum. Hingað hafði margur sótt betri heilsu og' aukinn lífsþrótt eftir ráðum Waerlands. Var auðsætt, að margir skoðuðu liann sem hjargvætt heilsu sinnar. Hann hafði tæplega matfrið fyrir mönnum, sem þurftu við liann að tala, færa honum þakkir eða sækja til hans leiðbeiningar og ráð. Hann var þarna vinur og ráðgjafi allra. Waerland tilkynnti mér, að þarna gæti ég borðað, sem gestur hans, þegar ég vildi, mér að kostn- aðarlausu. Þá var ég' daglegur gestur á heimili Waerlands, ým- ist einn eða með fleiri gestum. Frú Ebba Waerland er hin prýðilegasta húsmóðir, hámenntuð og gáfuð kona, og minnti mjög á enska aristókratiska lady. Hún er skáld- mælt í bezta lagi, rithöfundur, trúrækin mjög og manni sínum samhent í hugsun og starfi. Við Waerland vorum mikið saman þessa daga. Við liittumst oft i matstofunni, og á hverjum morgni lágu

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.