Heilsuvernd - 01.12.1946, Side 16

Heilsuvernd - 01.12.1946, Side 16
8 HEILSUVERND eins og það er, að læknisfræðin liefir verið sein til þess að taka ýmsum nýjungum og umbótum, jafnvel þótt þær liafi komið frá próflærðum læknum. Af þessu er hún orðin á eftir tímans kröfum, „orthodox“ (rétttrú- uð), steingerð, i stað þess að vera sveigjanleg og sivak- andi fyrir öllum nýjungum, hvaðan sem þær koma. Waerland er hreinræktaður náttúrulækningafröm- uður. Hann kynnir sér það lögmál, sem ræður allri fram- þróun lífsins og heilbrigði og' trúir og treystir á mátt þess. Og hinn glæsilegi árangur, sem hann og margir náttúrulæknar ná í lækninga- og heilsubótastarfi sínu, er því að þakka, að þeir lilíta þessu lögmáli og varast að sýna því mótþróa eða aðhafast nokkuð það, sem vinnur gegn því. Á fyrirlestri hjá Waerland. Áður en ég lagði af stað að heiman, tilkynnti Waerland mér i símskeyti, að ég væri boðinn sem heiðursgestur á fyrirlestur hjá honum. Hann var haldinn í stærsta samkomusal Stokkhólms, Konsertsalnum, sem tekur rúmlega 2000 manns í sæti. Var hvert sæti skipað eins og ætíð, þegar Waerland tal- ar þar, og eru öll sæti alltaf uppseld löngu fyrirfram. Dr. Gunnlaugur Claessen ætlaði á fyrirlesturinn, en varð of seinn að ná i aðgöngumiða. í þessum fyrirlestri, sem stóð í rúma 2 tíma, sagði Waerland frá ferð sinni til Sviss þá um vorið. Hann lýsti dvöl sinni í heilsuhæli, sem kennt er við dr. med. Bircher-Benner í Ziirich, en hann var einn af höfuð- postulum náttúrulækningastefnunnar hér í Evrópu, á- gætur læknir og skörungur mikill. Hæli þessu stjórna nú synir hins fallna meistara, sem tókst að bæta heilsu fjölda manna, sem taldir voru ólæknandi. Hann sagði merkilega sögu af heilsuræktarviðleitni nokkurra manna, sem hugðust að nærast einvörðungu á aldinum, og lýsti því, hvernig tilraunin fór algerlega út um þúf- ur, vegna þess að þeir, sem hana gerðu, bundu sig við einstrengingslegar fyrirframskoðanir eða fræðilegar

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.