Heilsuvernd - 01.12.1946, Side 17
HEILSUVERND
9
Are Waerland talar.
bollaleggingar, en vildu ekki hlíta úrskurði reynslunnar
og' móður náttúru. Hann lýsti hinni hrifandi fegurð
Svisslands, einkum suðurhluta landsins, sunnan Alp-
anna, á landamærum Sviss og' Italíu. Annars kom liann
víða við og minntist á ýms menningarmál, svo sem sam-
skóla fyrir karla og konur. Taldi hann þá hafa óheppi-
leg og spillandi áhrif á bæði kynin og draga úr aðdáun
karla á kvenþjóðinni. Stúlkurnar reyndu að verða gróf-
ari í umgengni, en piltarnir gengju yfir í gagnstæðar öfgar.
Það fer eklci ofsögum af mælsku Waerlands og ræðu-
mannshæfileikum. Hann er tvímælalaust með mestu
ræðuskörungum, sem ég liefi á hlýtt, og kryddar fyrir-
lestra sína með linittiyrðum og sögum, sem liann á nóg
af í fórum sínum. Enda var svo gott liljóð í salnum,
þessa liðuga tvo tíma, að heyra hefði mátt flugu anda.