Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 18
10
HEILSUVERND
Þarna stóð íslenzki fáninn meðal annarra fána Norðnr-
landa.
Það var eftirtektarvert, að mikill meiri hluti áheyr-
enda var ungt fólk. Sannfærðist ég um það, sem ég' raun-
ar vissi áður, að kenningar Waerlands eiga miklum vin-
sældum að fagna meðal hins sænska æskulýðs. Tel ég
þetta talandi tákn þess, að menningarþjóðirnar eru að
byrja að sjá að sér og gera sér það ljóst, að hin einliliða
efnishyggja er að leiða þær út fyrir öll öryggistakmörk
velfarnaðar.
Waerland flytur fyrirlestra í Englandi. Ég kvaddi
Waerland og frú lians með hlýjum og þakklátum hug,
með aðdáun á þreki hans og viljastyrk og afrekum til
mannheilla. Er ég skildi við þau, var svo ráð fyrir gert,
að liann kæmi til íslands þá um sumarið. Úr þessu gat
því miður ekki orðið, vegna þess að hann var ráðinn til
fyrirlestrahalds í Englandi í vetur, en áður þurfti hann
að Ijúka margvíslegum störfum heima fyrir.
Fyrirlestrana í Englandi flytur hann á vegum félags,
sem vinnur að útrýmingu sjúkdóma og heitir „Heallh
Freedom Society“, og' var gert ráð fyrir, að hann byrj-
aði í Leicester. í því héraði er lögð einna mest áherzla á
neyzln grænmetis og ávaxta, og félagið hefir vakið eft-
irtekt á sér með því að afneita með öllu bólusetningu,
þrátt fyrir harðan áróður lækna. Waerland dvelst í
Englandi í allan vetur á vegurn þessa félags.
Næsta sumar hefir hann lofað að koma til íslands og
flytja liér fyrirlestra, bæði i Reykjavik og úti um land.
1 næsta hefti mun ég segja frá dvöl minni í Dan-
mörku, þar sem er tekið að bóla á vakningaöldu meðal
æskulýðsins líkt og í Svíþjóð. Mun ég skýi-a sérstaklega frá
kynnum mínum af hinum þekkta og umdeilda kven-
lækni, dr. Kirstine Nolfi, frá krabbameinslækningu
hennar og dvöl rninni á lieilsuhæli hennar.