Heilsuvernd - 01.12.1946, Síða 26
18
HEILSUVERND
þá áfram, líkt og' þegar úttaugaður hestur er keyrður
sporum. Þetta hlýtur að teljast í hæsta máta óvísinda-
leg aðferð. Hún læknar ekki sjúkdóminn, hún gerir
liann ólæknandi.
Náttúrulæknirinn skrifar enga lyfseðla á latínu. Hann
seg'ir við sjúklinginn, eftir að hafa gengið úr skugga
um, að hann gangi ekki með sár, bólgur eða aðrar mein-
semdir í meltingarfærunum eða aðra sjúkdóma, sem
geri það að verkum, að hann þoli ekki allan algengan
mat: Þú átt að borða grænmeti, helzt ósoðið, ávexti,
gróft brauð, heilhveiti í stað hins hvita hveitis, hveiti-
hýði (klíð), krúska auk annarra algengra fæðutegunda.
Þá færðu nóg af fjörefnum, málmsöltum og grófefnmn,
og þarmarnir taka sjálfkrafa til starfa á nýjan leik. Ef
til vill þarf að nota stólpípur um hrið til þess að
tæma ristilinn, þangað til meltingin kemst í fullkomið
lag. Þessi aðferð er rökrétt og því hávísindaleg, hversu
óbrotin sem hún kann að virðast. Og' vitað er, að sum-
ir íslenzkir læknar eru farnir að beita lienni að ein-
liverju leyti.
2. Blóðleysi er annar algengur sjúkdómur. Hann er
talinn stafa oftast af skorti á járni, og hin venjnlega
lækningaaðferð er að gefa sjúldingnum meðul, sem
innihalda járn. Þessi meðul lækna sjúkdóminn sjaldn-
ast eða aldrei að fullu, og það m. a. af þeirri einföldu
ástæðu, að hann stafar af skorti fleiri efna en járns. Yið-
urværi manna er aldrei svo liáttað, að í það vanti að-
eins eitt næringarefni, aðeins eitt fjörefni, eitt steinefni
o. s. frv. Þegar járn vantar í fæðið, má ganga út frá
því sem gefnu, að í það vanti einnig önnur efni, svo
sem C-fjörefni og fleiri fjörefni, og einnig fleiri málm-
sölt en járnið eitt. Skortur þessara efna á sinn þátt i
blóðleysinu, og' auk þess stafar það stundum af skorti
á hreyfingu og útivist, svo og rotnun í kyrstæðum þörrn-
um. Járnmeðul taka því aðeins tillit til eins þáttarins í