Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 28
20
HEILSUVERND
sem ætlar að þurrka upp votlendi með því að bera mold og
möl í fen og uppsprettur. En jarðvatnið leitar bara upp
annarstaðar, ef það kemst ekki aftur upp á sama stað.
Og' eins brýzt eksemið oft út aftur á nýjan leik á sama
stað og áður eða annarsstaðar á líkamanum, ef læknin-
um á annað borð heppnast að eyða því, sem venjulega
þýðir það, að eiturefnin bafa verið hrakin aftur inn í
blóðið. Og þar fá þau að leika lausum hala, berast út
um allan líkamann og vinna hverri einustu frumu hans
tjón með því að veikla þær og brjóta smátt og smátt nið-
ur viðnámsþrótt þeirra gegn bakteríum og öðrum sýk-
ingaröflum.
Danskur kvenlæknir kemur til íslands.
Dr. K;rstine Nolfi er danskur kvenlæknir, sem hefir vakið á
sér mikla athygli í heimalandi sínu og utan þess fyrir það, að
hún læknaði sig af krabbameini i brjósti með „náttúrlegum“
aðferðum, mataræði, sólböðum o. s. frv. Jónas Kristjánsson lækn-
ir og frk. Anna Guðmundsdóttir, ráðskona Matstofunnar, dvöldu
á heilsuliæli hennar sl. sumar, og verður ýtarlega sagt frá henni
í næsta hefti. Hún hefir boðið NLFÍ að koma til íslands og flytja
fyrirlcstra á vegum þess.
Hrásalöt úr hvítkáli.
1. 4 bollar smábrytjað hvítkál; V2 b. gróft saxaðar rúsínur;
1 b. súrmjólk; 4 matsk. eplamauk (ef til er). Súrmjólk og epla-
ínauk er hrært saman og blandað vel saman við kálið og rúsín-
urnar.
2. Hvítkál brytjað og hellt yfir það lítið sykraðri súrmjólk eða
súrum áfum, eða sítrónusafa blöndaðum dálitlu af sykri og rjóma.