Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 29
Ingólfur Sveinsson,
lögregluþjónn:
Hvernig
ég læknaðist
af eksemi.
ótilkvaddur og án nokkurra tilmæla finn ég mig
knúðan til að gera lieyrum kunnugt um lækningu, er
ég liefi lilotið hjá Jónasi Kristjánssyni lækni, i sam-
bandi við húðsjúkdóm (eksem), er ég hafði þjáðst af
um marga ára skeið. Verður að telja lækningu þessa
allmerkilega og eflirtektarverða, ekki hvað sízt vegna
þess, að allur meginþorri lækna virðist standa á önd-
verðum meið við Jónas Kristjánsson í aðferðum til að
útrýma þessum hvimleiða og þráláta sjúkdómi og
mörgum öðrum.
Eksemið byrjar. Það er upphaf þessa máls, að fyrir
6 árum (árið 1940, ég var þá 26 ára gamall) fékk
ég smábólu innantil á hægra læri. Hún smáágerðist og'
stækkaði, unz úr varð allstór skella. Brátt fór að íla
og vessa úr skellunni, og fylg'di þessu mikill sviði og'
kláði. Ennfremur fór ég litlu síðar að verða var við
skinnflagning á olnhoga hægri handleggs með sams-
konar óþægindum og að ofan er lýst.
Ég fór nú til Hannesar Guðmundssonar, sérfræðings