Heilsuvernd - 01.12.1946, Side 31

Heilsuvernd - 01.12.1946, Side 31
HEILSUVERND 23 Geislalækning reynd á ný. Svo var það að mig minnir seinni hluta ársins 1943, að ég' fór aftur á stúfana til sérfræðings þess, sem áður getur. Sýndi ég honum sárið, er þá var orðið allstórt og illa útlítandi, og beiddist þess ákaft, að hann gerði tilraun með geislalækningu, þar sem ég var orðinn úrkula vonar um hata með því að nota eingöngu áburð og umbúðir. Gekkst læknirinn inn á, að gera eina tilraun, en var ekki hjartsýnn um árangur, að mig minnir bezt. Fór ég nú nokkrum sinn- um i ljós í röntgendeildina. En það fór sem lækninn grunaði, að árangurinn var lítill. Sárið þorrnaði að vísu uj>p fyrst í stað og lokaðist í 6 vikna tíma, en upp frá því sótti aftur í sarna liorfið, svo að um frekari lækn- ingu varð ekki að ræða í það skiptið. Tók ég nú upp aftur hina gömlu aðferð og notaði áburð og umbúðir, enda var ekki í annað liús að venda eftir vonbrigði mín í röntgendeildinni. Blóðeitrun og súlfalyf. Leið nú til októbermánaðar 1945. Þá bar það til dag' einn, að ég fékk kvalir í vinstri fót, jafnhliða þvi, sem fóturinn bólgnaði ákaft og vall og' vessaði úr eksemsárinu. Skipti nú engum togum, að ég var búinn að fá blóðeitrun og' sogæðabólgu með 40 stiga hita að kvöldi hins sama dags. Heimilislæknir minn, Bjarni Bjarnason, stundaði mig og gaf mér stóra skammta af súlfapillum, er ég skyldi taka inn regln- lega, þar til liitinn minnkaði. Yar ég orðinn hitalaus eft- ir 2 eða 3 sólarhringa, þótt leng'i væri bólgan að fara úr fætinnm. En þó fór svo að lokum, að liún lajaðnaði með öllu, og komst ég aftur á fætur og til vinnu minnar. Bar nú ekkert lil tíðinda um liríð. Eksemið brýzt út um allan líkamann. Svo var það í byrjun desembermánaðar sama ár (1945), að ég tók eft- ir því dag' nokkurn, að smábólur tóku að brjótast út hingað og þangað á andlitinu, aðallega þó á hálsi. Ég gerði mér ekki miklar grillur út af þessu fyrst í stað, hélt að þetta væru aðeins meinlausar bólur, er mundu hverfa

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.