Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 34

Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 34
26 HEILSUVERND sónulega og viðhorfum lians til sjúkdómanna, breyttist bölsýni mín smámsaman í bjartsýni, er byggðist á hin- um mikla eldmóði og sannfæringarkrafti læknisins i sambandi við þennan sjúkdóm og' aðra. Allt það, er liann sagði mér um orsakir og eðli sjúkdómanna, var mér áður óþekkt. Og' mér fannst það reyndar dálítið spaugilegt fyrst í stað að bera saman viðhorf þeirra lækna, er ég áður liafði leitað til, og Jónasar Kristjáns- sonar, er liélt fram gjörólíkum skoðunum, í trássi við skoðanir stéttarbræðra sinna. Hinir fyrri læknar mínir liöfðu aldrei ráðlag't mér að fara í lieit böð eða gjör- breyta mataræði mínu, en voru í þess stað sífellt að gefa mér áburð og smyrsl í öllum regnbogans litum, auk geislalækninganna, með þeim árangri, sem áður er lýst. Ég ætla nú að reyna að lýsa því, livernig ég öðlaðist fulla lækningu hjá Jónasi Kristjánssyni, er ég get vissu- lega kallað velgjörðarmann minn. Svitaböðin. Læknirinn byrjaði á því að athuga hjarta- starfsemi mína og' úrskurðaði, að liún væri i lagi og ekkert því til fyrirstöðu, að ég færi i böðin. Lagði liann svo fyrir, að ég skyldi taka 25 böð í einni lotu, það er að segja eitt bað á dag til að byrja með. Böð þessi eru þannig, að fyrst leggst sjúklingurinn í baðker, sem er liálffullt af 38—40 stiga heitu vatni. Þar er legið, unz svitinn brýzt út, eða um það bil 20 mínútur. Að því loknu leggst sjúklingurinn á legubekk og þar er liann vafinn og dúðaður i teppi mjög rækilega og látinn liggja í eina klukkustund, og' allan þennan tíma beldur bann áfram að svitna. Þá er farið með liann undir volgt steypibað, og' er þá baðinu lokið. Nokkuð er það mismunandi, hvernig fólk þolir þessi böð, og leggur læknirinn ríka áherzlu á, að fólk ofbjóði sér ekki með því að pína sig i baðinu, eins og það er kallað, heldur bag'i seglum eftir vindi, bj^rji á vægum böðum og auki svo liitann, eftir þvi sem ástæður leyfa. Þannig fór ég' að, byrjaði með 40—41 stig og færði mig'

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.