Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 36

Heilsuvernd - 01.12.1946, Page 36
28 HEILSUVERND Fyrst er frá því að segja, að ég var mjög vanheill í maga og var búinn að vera undir umsjá magasérfræð- inga, svo að árum skipti, og taka inn ógrynnin öll af alls- konar meðölum, án þess að nokkur viðunandi lausn fengist. Þá liafði ég óeðlilega háan blóðþrýsting, er háði mér mjög af skiljanlegum ástæðum. Ennfremur var ég oftastnær haldinn sleni og lystarleysi, höfuð- þyngslum og þreytu, er lagðist eins og myrkur yfir út- sýni míns daglega lífs, svo að ég fylltist bölsýni og vantrú á, að mér auðnaðist nokkurntíma að ná fullri lieilsu aftur. En þegar ég hætti mestmegnis að borða soðinn mat, og hætti alveg við kjöt, fisk og allskonar súpur og grjónavellinga, livítt hveiti og livítan sykur, en tók að nærast eingöngu á mjólkur- og jurtafæðu, brá svo við, að ég fór smámsaman að rétta við. Það var eins og færðist nýtt líf um mig allan við þessa breytingu. Þreyt- an, slenið, höfuðþyngslin og liinn hái blóðþrýstingur, allt hvarf þetta eins og dögg fyrir sólu. Og jafnframt því fór maginn og meltingin að breytast til hins betra. Bólgu- verkirnir minnkuðu og hurfu loks með öllu. Þá fóru hægðir að færast í rétt horf og eru nú, þegar þetta er rit- að, að komast í fullkomið lag. En ég liafði þjáðst af treg- um hægðum um fjölda ára, eða allt frá því ég var barn. Þá vil ég geta þess, að þegar ég tók að nærast eingöngn á mjólkur- og jurtafæðu og hætti við kjöt og fisk, hafði ég' fyrst í stað mikinn vindgang og uppþembu, er smá- minnkaði þó, þegar frá leið og meltingarfæri mín fóru að venjast hinu nýja mataræði, og nú er allt slíkt með öllu horfið. Þetta kemur vel heim við það, sem Are Waerland segir i bók sinni Matur og megin, þar sem liann varar menn við alltof snöggum breytingum á mataræði sínu, einkum þá, sem hafa veila meltingu. Mergurinn málsins. Það skal tekið fram, að ég ber ekki hinn minnsta kala til þeirra lækna, er ég sótti ráð til áður í veikindum mínum. Og ég efast ekki um, að þeir

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.