Heilsuvernd - 01.12.1946, Blaðsíða 37
HEILSUVERND
29
liafi gert það, sem þeir vissu bezt og' réttast. En liins-
vegar finnst mér óneitanlega, að sumar sérfræðigrein-
ar læknavísindanna fari að verða nokkuð vafasöm fyr-
irtæki, þegar þær ganga á snið við einföld og' almenn
ráð, sem þekkt eru og betur duga en hinar viðurkenndu
aðferðir sérfræðinganna.
Hinar nýju læknisaðferðir eru, eins og saga mín sýn-
ir, ekki fólgnar í meðalainntökum né smyrslum, beld-
ur i þeim sannindum, að með náttúrlegum lifnaðar-
háttum og réttu mataræði, þ. e. a. s. með því að neyta
lifandi fæðn í stað dauðrar fæðu, vinnist það fyrst og
fremst, sem er mergurinn málsins, að skapa líkaman-
um það mótstöðuafl, er geri honum kleift að vinna á
móti hverskonar sjúkdómum, í stað þess að vera sífellt
að skjóta skjólsbúsi yfir þær orsakir, er leiða fyrr eða
síðar til vanlíðanar og vanheilsu.
Nóv. 1946.
Tannskemmdir og styrjaldir.
Oft hefir verið á það bent, að á styrjaldartímum dregur úr
ýmsum sjúkdómum, svo sem meltingarsjúkdómum, sykursýki,
krabbameini og tannskemmdum. Telja margir þetta stafa af því,
að þá er ekki eins mikið i matinn borið, viðurværi manna ó-
brotnara og minna um ýmsar munaðarvörur, tóbak, kaffi, sykur
og sælgæti. í blaðaviðtab sl. sumar skýrir dr. Skúli Guðjónsson
svo frá, að i Danmörku hafi tannskemmdir minnkað stórlega
á stríðsárunum, og bafi þar m. a. verið mikill skortur á sykri og
hvitu hveiti. í Noregi kveður hann tannskemmdir í skólabörnum
hafa minnkað um 50%, en Norðmenn skorti fleiri matvæli en
Dani og lifðu þeir aðallega á mjólk, fiski og grænmeti. -— Svip-
aðar fréttir berast frá Finnlandi, nema þar munu tannskemmdir
hafa minnkað einna mest. — Dr. Slcúli lætur þess getið, að
bæði Danir og Norðmenn hafi haft nóg að borða, þótt margar
fæðutegundir hafi skort.
Þótt þessar fréttir, ef réttar eru, gefi máske ekki vís-
indalega lausn á ráðgátunni um orsakir tannskemmda, þá ætti
að mega af þeim ráða, hverjar breytingar á viðurværi manna
rnuni vera vænlegar til útrýmingar þessum vágesti, tannátunni.
Og vonandi láta heilsufræðingar og almenningur hina dýr-
keyptu reynslu sér að kenningu verða.