Fréttablaðið - 04.12.2021, Page 38

Fréttablaðið - 04.12.2021, Page 38
Arnar segir sorgina ekki eins sára núna en hún fari þó ekki neitt og það sé í raun allt í lagi. Fréttablaðið/ eyþór Börn og unglingar vita mörg eðlilega ekki hvernig á að bregðast við svona aðstæðum. En þegar fór að líða á skólagönguna varð Arnar allt- af meiri og meiri hluti af hópnum. Í kjölfar missisins gekk Arnar til sálfræðinga og segir einn þeirra hafa náð til sín. „Hún heitir Kristín og starfaði hjá Ljósinu. Hún er frá- bær og hjálpaði mér óendanlega mikið og Ljósið líka.“ Rosalega gott að gráta Það er augljóst að það tekur á Arnar að rifja upp reynslu sína við ókunn- ugan blaðamann og lái honum hver sem vill. Hann segir skýringuna þó liggja í því að hann hafi ekki fundið þörf fyrir að ræða missinn í svo- lítinn tíma og því taki það meira á núna. „Mér finnst ég þó ekki vera minni maður fyrir að tala um að vera leið- ur. Mér finnst ég vera að vinna úr þessu á jákvæðan hátt og að sorgin sé ekki lengur þessi sára stunga í bakið. Þú lærir að lifa með sorginni, rétt eins og ef þú missir putta lær- irðu að lifa með því. En hún fer ekk- ert og ég held ég muni alltaf upplifa þessar tilfinningar sem mér finnst í rauninni bara vera allt í lagi. Mér finnst rosalega gott að gráta, mér líður alltaf betur eftir á. Að leyfa til- finningunum að koma og reyna að skilja þær.“ Arnar segist hafa upplifað allar mögulegar tilfinningar tengdar sorginni en sveif lurnar séu erf- iðastar, rússíbaninn sem fer af stað án nokkurrar viðvörunar. „Ég er mjög sáttur við að hafa ekki leiðst út í hörð eiturlyf. Ég veit ekki hvernig þessi rússíbani hefði þá litið út en líklega hefði það endað mjög illa. Hann viðurkennir þó að hafa byrjað að stelast í áfengi en það hafi verið skammgóður vermir gegn vanlíðaninni innra. „Ég var að reyna að ná líðaninni aðeins upp sem dugði í smástund, en svo vaknaði vanlíðan sem hreinlega leiddi út í sjálfshatur.“ En ætli hann hafi ekki upplifað reiði yfir örlögum sínum? „Reiði? Jú, guð minn góður,“ svar- ar hann hlæjandi. „Nú í dag er það eðlileg reiði út í samfélagið sem mér finnst oft ósanngjarnt. En það er ákveðinn pakki að verða allt í einu einn á báti með greiðslur reikninga og svo framvegis,“ segir Arnar og lýsir því hvernig hann hafi þurft að fullorðn- ast hratt og því hafi fylgt ákveðinn kvíði. Elskar lífið í dag Í dag er líf Arnars komið í ákveðið jafnvægi og hann segist njóta þess. „Ég elska lífið. Ég veit ekki hvern- ig ég væri ef ég hefði ekki upplifað þetta allt en að einhverju leyti finnst mér eins og maður nýti tímann sinn betur.“ Hann segist þó hafa lært að óttinn sé til einskis. „Það sem gerist, gerist. Ég var greindur með ofsakvíða og get enn fengið kvíðaköst og sorgin triggerar þau. En ég næ að stjórna þeim í dag og þau koma sjaldnar.“ „En sorgin er bara úti um allt. Ég hef oft ætlað að fara að gera eitthvað félagslegt en síðan tekur sorgin yfir svo ég treysti mér ekki." Það er augljóst á spjalli við Arnar að tengingin milli hans og foreldra hans var sterk. „Þau voru aktíf, fóru mikið með okkur í bústaðarferðir og drógu mig oft út í göngutúra, sund eða í fótbolta þegar veður leyfði. Ég gat rætt allt við þau og treysti þeim fyrir öllu.“ Kirkjugarðurinn þar sem þau hvíla er við hlið skóla Arnars og eru heimsóknir hans að leiðunum tíðar. „Þegar ég finn fyrir pínu sorg rölti ég þangað og finnst það heilandi.“ Félagsskapurinn veitir styrk Félagsskapurinn við aðra með svipaða lífsreynslu segir hann veita mikinn styrk. „Ég væri ekki jafn sterkur í dag ef ekki væri fyrir Örninn,“ segir hann og bætir við að nú sé það draumur hans að koma á öðru eins félagsneti fyrir fólk upp úr tvítugu. „Krakkarnir koma mikið betur út og ég sé mun á líðan þeirra eftir svona helgarferð með Erninum. Þú getur sagt eiginlega allt í þessum hóp, það er enginn með leiðindi, það er ekki hægt. Það er allt gott.“ „Ef ég heyri að einhver vilji tala er ég alltaf tilbúinn,“ segir hann og lýsir traustinu sem ríkir í samtali hans og vina hans. „Það eru ekki allir að glíma við slíka sorg en allir eru að glíma við tilfinningar. Ég hef misst báða foreldra en það þýðir ekkert að ég hafi átt erfiðara líf en þú. Gæi sem missir afa sinn getur alveg upplifað sömu sorg. Þú setur sorgina ekkert á skala.“ Arnar horfir björtum augum fram á veginn. „Ég er í lagi – ég sem er búinn að fara í gegnum tíma þar sem ég bara grét og langaði ekki að lifa. Ég er búinn með sorgarkúrfuna í bili, jafnvel þótt hún mun alltaf fylgja mér.“ n  Ég sagði strax: „Þú ert ekki að fara líka!“ Ég ætlaði ekki að sætta mig við það að missa pabba líka. Mér finnst ég vera að vinna úr þessu á jákvæðan hátt og að sorgin sé ekki lengur þessi sára stunga í bakið. FIMM JÓLALEGIR RÉTTIR FORRÉTTIR Nauta carpaccio Flatkökur meistarans AÐALRÉTTIR Andabringa Nautalund EFTIRRÉTTUR Súkkulaðikaka „Nemisis“ 5.900 kr. 11:30-14:30 ÁTTA JÓLALEGIR RÉTTIR FORRÉTTIR Nauta carpaccio Lambatartar Flatkökur meistarans Pönnusteikt humarspjót AÐALRÉTTIR Andabringa Nautalund EFTIRRÉTTIR Súkkulaðikaka „Nemisis“ Jólaskyr 8.900 kr. FRÁ KL. 17 Borðapantanir á saetasvinid.is 38 Helgin 4. desember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.