Fréttablaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 40
Gerðarsafn var opnað árið 1994 og frá þeim tíma hefur verið lögð áhersla á metnaðarfulla sýningar- dagskrá á safninu, bæði í samtíma- list og myndlist fyrri tíma. Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðar- safns, segir að á safninu sé mikið unnið út frá þeirri sérstöðu í allri listrænni starfsemi að safnið sé eina listasafn landsins tileinkað listakonu. „Gerður Helgadóttir vann mikið frumkvöðlastarf innan höggmyndalistarinnar og verk hennar voru mörg hver tilrauna- kennd. Gerður og hennar arfleifð hafa verið leiðarljós í starfsemi safnsins,“ segir Brynja. Skapandi samvera Auk fjölbreyttra myndlistar- sýninga hefur verið haldinn fjöldi viðburða á vegum Gerðarsafns og safnið heldur uppi fræðslustarfi fyrir almenning. „Við leggjum áherslu á að hugsa heildstætt um safnið sem skapandi áfangastað, þar sem er spennandi að koma og doka við. Þar sem sýningarnar og safneignin eru grunnurinn í allri starfseminni og unnið með þær út frá þessari heild- rænu sýn,“ útskýrir Brynja. „Við erum með fræðslurými á neðri hæðinni sem heitir Stúdíó Gerðar. Þar gefst börnum, fjöl- skyldum og öðrum gestum færi á að njóta samverustunda, fræðast og skapa saman. Núna erum við að setja upp smiðjukassa þar svo fólk getur komið og fengið þrjú mismunandi verkefni til að vinna sjálft að. Það er til dæmis einn kassi þar sem er áhersla á klippi- myndir og pappírsskúlptúr, svo er einn teiknikassi og svo erum við með þrívíddarpenna í einum kassanum. Þetta er leið til að fólk hafi alltaf aðgang að því að skapa eitthvað skemmtilegt saman. Það er alltaf hægt að koma og eiga notalega samverustund á safninu.“ Reykjavík Roasters opnaði nýlega á neðri hæð Gerðarsafns og þar er hægt að slaka á yfir kaffi- bolla og góðu meðlæti eftir heim- sókn á safnið. Einnig er safnbúð í anddyrinu sem er opin alla daga vikunnar á opnunartíma safnsins. „Við höfum verið að þróa safn- búðina undanfarin tvö ár. Við leggjum áherslu á að tengja hana við yfirstandandi sýningar og sérstöðuna að vera eina listasafn landsins tileinkað listakonu. Við erum að vinna með eftirprentanir af verkum, sérstaklega Gerðar Helgadóttur, Valgerðar Briem og Barböru Árnason, sem eru þrír kjarnar í safneigninni okkar. Við gerum þessum listakonum góð skil, bæði í gegnum sýningar og í safnbúðinni,“ segir Brynja. „Við höfum líka verið að gera afsteypur af lágmyndum eftir Gerði Helgadóttur, en samhliða þessari eigin framleiðslu seljum við líka umhverfisvænar vörur og íslenskar hönnunarvörur eins og skartgripi, slæður og alls kyns heimilisbúnað. Allt sem fæst í safnbúðinni styður við anda og starfsemi safnsins. Spennandi sýningardagskrá Á Gerðarsafni eru tveir sýningar- salir á efri hæð þar sem haldnar eru um það bil sex sýningar á ári. Á safninu er einnig föst sýning á verkum Gerðar á neðri hæðinni. Verið er að vinna í að koma upp nýrri grunnsýningu á verkum hennar þar sem öll járnverk hennar í safneigninni verða til sýnis. „Við erum að þróa hvernig við getum rakastýrt verkunum og verið með varðveislurými inni í sýningunni. Þetta er þess vegna svolítið á mörkum þess að vera sýning og innlit í lista- verkageymslu. En það er alltaf spennandi að fá að kíkja á bak við tjöldin,“ segir Brynja. Á efri hæðinni er alltaf rúll- andi sýningadagskrá, bæði með sýningum samtímalistamanna og sýningum á list fyrri tíma. Núna og fram til 9. janúar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Bryn- dísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson. Næstu sýningar opna 14. janúar og eru hluti af Ljósmynda- hátíð Íslands. Það er annars vegar sýning Elínar Hansdóttur og Úlfs Hanssonar og hins vegar sýning Santiago Mostyn. „Af því að þessar sýningar eru hluti af Ljósmyndahátíð þá er ljós- myndin byrjunarpunktur í þeim. En þetta eru samt verk í ólíkum miðlum eins og vídeó, innsetn- ingar og tónlist. Þetta er spennandi samsuða,“ útskýrir Brynja. Sýna breidd myndlistar Brynja er nýtekin við sem safn- stjóri Gerðarsafns og vinnur að sýningum og starfsemi safnsins út frá listrænni sýn sinni. Spurð að því hvernig sýningarnar eru valdar segir hún að áðurnefnd sérstaða safnsins, að vera tileinkað lista- konu og myndhöggvara, sé mjög sterk í grunninn. „Við hugsum út frá frumkrafti Gerðar en við erum líka að reyna að sýna breidd samtímalistar. Á næsta ári verða sýningar sem sýna snertifleti milli myndlistar og ann- arra listgreina eins og myndlistar og dans, myndlistar og hönnunar eða eins og með sýningunni hjá Elínu og Úlfi, myndlistar og tón- listar. Við erum að skoða ólíkar birtingarmyndir myndlistar,“ segir Brynja. „Svo leggjum við áherslu á lista- safnið sem dvalarstað, með því að bjóða upp á fræðslurýmið og kaffihúsið auk safnbúðarinnar og hefðbundinna sýninga. Svo er úti- svæði hér fyrir utan sem er farið að vera stór hluti af áfangastað fólks hérna í kringum safnið.“ ■ Gerðarsafn er opið alla daga frá klukkan 10-17. Nánari upplýsingar um safnið og sýningarnar eru á gerdarsafn.kopavogur.is. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Listin nýtur sín í björtum sölum safnsins þar sem ýmist eru sýningar á verkum nútímalistamanna eða á myndlist fyrri tíma. Undanfarin tvö ár hefur safnbúðin verið í þróun. Áhersla er á að tengja hana við yfirstandandi sýningar en þar fást einnig ýmis konar hönnunarvörur. Í safnbúðinni má finna eftirprentanir af verkum Gerðar og fleiri listamanna. FRéttABLAðið/EyÞóR Við leggjum áherslu á að hugsa heildstætt um safnið sem skapandi áfanga- stað, þar sem er spenn- andi að koma og doka við. Brynja Sveinsdóttir 2 kynningarblað A L LT 4. desember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.