Fréttablaðið - 04.12.2021, Síða 57

Fréttablaðið - 04.12.2021, Síða 57
Umsjónarkennari á miðstigi óskast Fullt starf Kennari Grunnskólinn á Ísafirði leitar eftir metnaðarfullum og drífandi kennara sem sýnir frumkvæði í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 17. desember. Sjá nánar á Job Myndmenntakennari óskast Fullt starf Kennari Leitað er að áhugasömum og drífandi kennara sem býr yfir lipurð og færni í samskiptum og sýnir frumkvæði í starfi. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember nk. Sjá nánar á Job Aðstoð á tannlæknastofu í Reykjavík Tannlæknastofa óskar eftir aðstoðarmanneskju í 70% starf. Starfið felur í sér að aðstoða tannlækna við stól, sótthreinsun og þrif, símsvörun og tímabókanir, vörupantanir og annað sem viðkemur almennum rekstri tannlæknastofu. Viðkomandi þarf almenna tölvukunnáttu og vera með gott viðmót. Upplýsingabeiðnir og umsóknir má senda á netfangið jaxlar@simnet.is Framkvæmdastjóri óskast Fullt starf Stjórnendur Mývatnsstofa leitar að öflugum einstaklingi til að leiða markaðs-, kynningar og þróunarstarf stofnunarinnar. Umsóknarfrestur til 06.12.2021. Sjá nánar á Job Störf í Þjónustuíbúðakjarna FSS í Ólafsvík! Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir að nýju laus störf til umsóknar í nýjum þjónustuíbúðakjarna fatlaðra í Ólafsvík. Meginverkefni er stuðningur- og hæfing íbúanna til sjálfstæðrar búsetu og aukinnar virkni í daglegu lífi, menningu og félagslífi Virða ber sjálfræði íbúa og hafa velferð þeirra að leiðarljósi í allri þjónustu Um er að ræða vaktavinnustörf. Hæfniskröfur • Leitað er einstaklinga sem lokið hafa faglegu námi er nýtist í störfum, s.s. félagsliða- eða stuðningsfulltrúamenntun, eða sambærilegu námi • Reynsla og þekking af starfi með fötluðum er kostur • Stundvísi, samvinnu- og samskiptahæfileikar og áhugi fyrir starfi með fólki með skerta starfsgetu eru mikilvægir eiginleikar í starfinu • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi • Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Skriflegar umsóknir um starfið er tilgreini menntun, starfsferil og umsagnaraðila ásamt prófskírteini og sakavottorði berist undirrituðum sem jafnframt veitir frekari upplýsingar. Þjónustukjarninn er reyklaus vinnustaður! Upplýsingar veitir: Jón Haukur Hilmarsson, forstöðumaður og fagstjóri FSS, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbær; jonhaukur@fssf.is s. 430 7800 Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu FSS, www.fssf.is Umsóknarfrestur er til 15. desember 2021 Byggðasamlag um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga Starf hjúkrunarfræðings er laust til umsóknar Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi (study nurse/study coordinator) í 100% starf við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar, skimunarrannsókn og lyfjarannsókn við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin er einstök á heimsvísu. Markmið hennar er að rannsaka árangur skimunar fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) sem er forstig mergæxlis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Binding Site í Bretlandi og International Myeloma Foundation. Starfið gefur einstaka innsýn og reynslu af rannsóknarvinnu og klínísku starfi. Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík +354 525 4000, hi@hi.is, www.hi.is HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Blóðskimun til bjargar Starfssvið Hjúkrunarfræðingurinn mun tilheyra rannsóknar- teymi verkefnisins og koma að bæði uppvinnslu og eftirfylgd í skimunarrannsókn og uppvinnslu og meðferð í lyfjarannsókn. Skimunarrannsóknin fer að mestu fram í móttökusetri Blóðskimunar, Skógarhlíð 8 en einnig eru reglubundið settar upp skammtímamóttökustöðvar á landsbyggðinni. Lyfjarannsóknin fer að mestu fram á LSH. Starfs- maðurinn mun hafa tækifæri til að hafa áhrif á mótun starfsins. Um er að ræða rannsóknaverkefni sem byggir á fjármögnun með rannsóknastyrkjum og er starfið bundið við slíka fjármögnun. Önnur helstu verkefni eru: · Innköllun og móttaka þátttakenda · Viðtöl og sýnatökur skv. nákvæmum verkferlum · Meðferð, flokkun og skráning sýna · Gagnaskráning · Þátttaka í þróun verkferla · Krabbameinslyfjagjöf og eftirfylgd Menntunar- og hæfniskröfur · Íslenskt hjúkrunarleyfi · Reynsla af vinnu við vísindaverkefni er kostur · Þekking á good clinical practice (GCP) er kostur · Reynsla af hjúkrun krabbameinsveikra og krabbameinslyfjagjöf er kostur · Reynsla af því að vinna í teymi · Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð · Framúrskarandi samskiptahæfni, nákvæmni, útsjónarsemi · Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti · Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2021. Sótt er um á vef Háskóla Íslands eða á starfatorg.is. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Ásta Sigurðardóttir, deildarstjóri móttökuseturs á gas@hi.is. Viðkomandi verður að geta hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun Háskólans. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni: ferilskrá, staðfest afrit af prófskírteinum, meðmælabréf og greinargerð þar sem áhuga fyrir verkefninu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi getur lagt af mörkum til þess. ATVINNUBLAÐIÐ 13LAUGARDAGUR 4. desember 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.