Fréttablaðið - 04.12.2021, Page 95

Fréttablaðið - 04.12.2021, Page 95
Ekki lætur henni einungis einkar vel að opna sýn inn í myrkrið heldur er hún líka naskur samfélagsrýnir. Bývaxkerti Margar gerðir Krem, sápur og olíur Úrval fallegra listmuna sem fegra og gleðja. Tilvalið í jólapakkann fyrir starfsmenn, vini og ættingja. Verið hjartanlega velkomin í vefverslun Sólheima Þorgrímur (E.B) 28.900 kr Hestur (G.L.A) 5.900 kr Doppa (K.A.S) 10.900 kr Ástríkur (E.B.S) 13.900 kr Líð á haus (E.B.S) 12.900 kr Bolli með undirskál (E.B) 6.990 kr Útikerti BÆKUR Lok lok og læs Yrsa Sigurðardóttir Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 312 Björn Þorláksson Lok, lok og læs, er mikill doðrantur, 350 síður af saka­ málum, spennu – og hryllingi. D u l a r f u l l u r glæpur á afvikn­ um stað í íslenskri sveit opnar bók­ ina. Lesandinn fær ekki örlög sín f lúið eftir það. Hann kastar frá sér öðrum verk­ um og sogast inn í atburðarásina, tíminn hreinlega hverfur. Það er þó mun skárra hlut­ sk ipti en örlög sumra persónanna. Frá upphafi er lesandinn leiddur áfram í tveimur tímalínum. Ann­ ars vegar fylgjumst við með rann­ sóknarlögreglumanninum Tý og félögum hans reyna að upplýsa voðaverk af grimmara tagi. Börn eru meðal fórnarlamba. Týr berst við skugga fortíðar og eigin ráðgátur á sama tíma og hann og vel skrifaðar aukapersónur í lögregluliðinu vinna sitt verk. Á hinn bóginn fylgjumst við með aðdraganda harmleiksins, lífi Sóldísar, ungrar ráðskonu sem ólíkt lesandanum veit ekki hvað bíður hennar. Og eins og vera ber í ráðgátukrimma kunna sögulok að koma mörgum lesendum á óvart. Yrsa er ekki einhöm í galdri þessarar bókar. Ekki lætur henni einungis einkar vel að opna sýn inn í myrkrið heldur er hún l ík a na sk u r s a m f é l a g s ­ rýnir. Þannig fær glæný tt f r é t t a m á l , stórfrétt sem kom upp fyrir n o k k r u m dögum, löngu eftir að Yrsa skilaði bók­ inni í próf­ örk, mik il­ vægt vægi í sögunni. Sú s t a ð r e y n d seg i r sí na s ö g u u m f r a m s ý n i höfundar og nef fyrir því sem betur mætti fara. Margt er á sveimi í Lok lok og læs. Bitcoin, dýrahald, ást, afbrýði, sjálfselska, hatur, vanhugsaðar ákvarðanir. Grimmur ritstjóri gæti sagt að hliðarsögum bókarinnar hefði mátt fækka eða fara örlítið meira á dýptina til að skýra hvað liggur undir illskunni. En skortur af einhverju tagi, eða ótti við skort, vegur í huga höfundarins þungt í þeim efnum. Yrsa höfðar til breiðs hóps les­ enda. Hún kýs oft skýrleika umfram tvíræðni án þess þó að trana eigin skoðunum fram. Við fyrirgefum henni ónotin sem hún sáldrar í okkar huga. Við reynum jafnvel að læra af grimmdinni og vægðarleys­ inu, því hlýtt hjarta og sterk réttlæt­ iskennd keyrir án efa skáldkonuna áfram þótt hún láti prestana um að predika. Þá er forvitnilegt að bæði Yrsa og einn helsti krimmasagnakollegi hennar, Ragnar Jónasson, eiga það sameiginlegt fyrir þessi jól að skapa hrylling sem á sér stað í afkimum úti á landi. Maður freistast til að spyrja hvort Covid, sóttkvíar tím­ arnir, nýjar spurningar um einsemd og öryggisleysi mannskepnunnar kunni að varða þá braut? ■ NIÐURSTAÐA: Bók sem grípur lesandann heljartökum. Ansi grimm á köflum en glæsilega flétt- uð svo tíminn hreinlega hverfur í höndum lesandans. Göldrótt og grimm Yrsa LAUGARDAGUR 4. desember 2021 Menning 59FRÉTTABLAÐIÐ Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.