Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 4
Blómkál, gurkur og grænkál. =
SOÐIÐ BLÓMKÁL MEÐ FYLLTUM
TÓMÖTUM. 1 stórt blómkál, 7 tómat-
ar, grænar baunir. Það efsta er skorið af
tómötunum og þeir holaðir innan, og tó-
matúrgangurinn soðinn með salti, sykri,
pipar og litlu vatni, allt eftir smekk. —
Tómatarnir fylltir með soðnum, heitum
baunum, sem snúið er upp úr smjöri. Hið
soðna blómkál ,er látið á mitt fatið, tómat-
kraftinum hellt á fatið og fylltu tómötun-
um raðað í kring. (Sjá myndina). Á sömu
myndinni ,eru 2 smurðar sneiðar. Það er
glóðarbakað hveitibrauð, sem soðið spín-
at er sett ofan á. Á aðra sneiðina eru sett-
ar radísusneiðar, en á hinni er steikt egg.
HRÆRÐ EGG MEÐ BLÓMKÁLI. 5—6
egg og salt, 2 matsk. mjólk í hvert egg,
1—2 blómkálshöfuð (það má vera gis-
ið), söxuð steinselja, smjörlíki. Blómkál-
ið er soðið 1 saltvatni, látið síga vel af því
og tekið í hríslur. Eggin eru hrærð með saltinu og mjólkinni. Smjörið er brætt í flatbotnuðum potti, eggin sett þar
út í og hrært hægt fram og aftur, þar til eggin fara að hlaupa saman, þá eru blómkálshríslurnar settar út í, og nú
er hrært hægt, þar til það er alveg hlaupið saman. Sett á fat og saxaðri steinselju stráð yfir.
í staðinn fyrir blómkál má nota hvítkál, toppkál, gulrætur eða annað grænmeti.
BLÓMKÁL MEÐ SÍTRÓNUM. 4 smá, en föst blómkálshöfuð, vatn og salt, 1 sítróna, hrært smjör, söxuð steinselja.
f
Blómkálið soðið meyrt í saltvatni. Gætið þess, að sjóða það ekki of mikið, það má ekki fara í sundur. Tekið upp og
látið síga vel af því, og sett á miðjuna á heitt fat. Þar í kring er raðað sítrónusneiðum og sett kúla af hrærðu smjöri
á hverja sneið. Smjörkúlurnar eru mótaðar með teskeið, sem stungið er ofan í heitt vatn. Yfir allt þetta er stráð
saxaðri steinselju. Borðað sem milliréttur eða til kveldverðar og einnig til miðdegisverðar, þá er gott að borða skyr
eða annan kraftmikinn spónamat með.
BLÓMKÁLSSÚPA. 2—3 blómkál, 2 1. vatn, salt, 40 gr. smjörlíki, 45 gr. hveiti, 2 eggjarauður eða 1 egg (þeim
má sleppa). Blómkálið er soðið þar til það er meyrt, tekið upp og skipfc í smáhríslur. Fallegustu hríslurnar geymd-
ar, hinum nuddað gegnum gatasigti með soðinu og það hitað. Smjörlíkið hrært lint og hveitið hrært saman við í skál,
deigið sett út í súpuna og hrært í þar til hún er vel jöfnuð. Hríslurnar settar út í og súpan jöfnuð með eggjarauð-
unum og söltuð eftir smekk. Þannig má búa til flestar kálsúpur.
Gó?5 gúrka er hör?S og slétt. - Nýjar gúrkur eru ekki flysjaíSar. - SkreytiíS bortSiíS meíS útiblómum á sumrin. - Gúrkusalat er gott meí laxi.
GÚRKUSÓSA. 1 dl. rjómi, %' tesk. salt og pipar, 2 tesk. sítrónusafi og sykur, 1 gúrka. Gúrkan er þvegin og skorin
í þunnar sneiðar. Rjóminn er þeyttur og þar í blandað kryddinu og síðast gúrkunni. Borðað með steiktum fiski, bezt
með steiktum kola.
GÚRKUR í JAFNINGI. 2 salatgúrkur, vatn og salt, 30 gr. smjörlíki, 30 gr. hveiti 1. dl. rjómi, sítrónusafi og 1
eggjarauða. Gúrkurnar flysjaðar og skornar í smáræmur, sem soðnar eru næstum meyrar í ofurlitlu vatni, síðan
settar á gatasigti. tJr smjörlíkinu, hveitinu og gúrkusoðinu er búinn til jafningur. Þar í er settur rjóminn, jafnað með
teggjarauðunni og sítrónusafi settur í eftir smekk. Borðað með grænmetis-fiski eða kjötréttum.
Grænkál er soðiíS í hlemmlausum potti. — Grœnkál og spínat má matbúa á sama hátt. - Munift, a?S sjóíSa allt grænmeti { litlu ratni.
GRÆNKÁLSSÚPA. 1 kg. grænkál, 30 gr. smjörlíki, 30 gr. hveiti, 2 1. kjötsoð, salt og muskat. Heitu vatni er hellt
á grænkálsblöðin og þau skorin í ræmur og hökkuð tvisvar í hakkavél. Smjörlíkið brætt, hveiti hrært út í og þynnt
út með heitu soðinu. Grænkálið sett út í og soðið í augnablik. Kryddað eftir smekk. Hvað borið er með súpunni fer
eftir ástæðum og smekk hvers einstaks. Ég tel hér upp nokkrar sortir, sem notaðar eru, t. d. smáar kjötbollur eða
fiskbollur, harðsoðin egg eða slöregg, smáar gulrætur eða soðið hvítkál, soðnar eða brúnaðar kartöflur.
GRÆNKÁLSHRINGUR MEÐ BRÚNUÐUM KARTÖFLUM. 12 stór grænkálsblöð, 125 gr. hveitibrauð, án skorpu,
2% dl. mjólk, 3 egg, 30 gr. brætt smjör, salt og sykur. Kálið er hakkað þrisvar í hakkavél. Hveitibrauðið er lagt í
mjólkina um stund og nuddað vel sundur, síðan þeytt með þeytara ásamt eggjarauðunum. Þar í látið sykur, smjör og
salt og hinu saxaða káli blandað saman við og síðast stífþeyttum hvítum. Deigið sett í vel smurt hringmót og
þakað í % klst. Hvolft á fat og brúnaðar kartöflur settar í miðjuna. Borðað með brúnni grænmetissósu.