Grænmetisréttir

Árgangur
Tölublað

Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 9

Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 9
Spínat og grænmetis-miðdegisverður. SPÍNATSÚPA. 30 gr. smjörlíki, 30 gr. hveiti, 1 1. soð, 250 gr. spínat, salt og pipar, brúnað hveitibrauð. Spín- atið þvegið og stærstu leggirnir teknir af því. Soðið augnablik í saltvatni, hakkað þrisvar sinnum. Smjör- líkið brætt, hveitið hrært út í, þynnt út með heitu soð- inu. Spínatið látið út í og salt og pipar eftir smekk. Gott er að hræra hálfum desílítra af þykkum rjóma út í súpuna síðast. Borðað með brúnuðu hveitibrauði. Betra er að hafa asparges í súpunni. Einnig smáskornar gulrætur. MuniíS a?S hella ekki heitu vatni á grœnkál eíSa spínat. SPÍNATEGGJAKAKA. 6 egg, 12 matsk. mjólk, 6 tesk. kartöflumjöl, 1 tesk. salt, 125 gr. soðin spínatblöð, sem vatnið er vel runnið af. Eggjarauðurnar eru hrærðar með salti, kartöflumjöli og mjólkinni. Hvíturnar eru þeyttar vel og blandað saman við eggjarauðurnar og þar í eru spínatblöðin sett. Smjörið er brúnað og eggja- jafningnum hellt á pönnuna. Kakan bökuð ljósbrún báðum megin, vafin saman og sett á fat og borin fram strax, því annars fellur hún saman. BortSitS jurtasúpu í statS sætsúpu. SPÍNAT MEÐ FISKI. 2—3 kolar, % kg. spínat, smjör og salt. Rjómajafningur: 40 gr. smjör, 40 gr. hveiti, % 1. rjómi, salt, rifinn ostur. Fiskurinn er hreinsaður, flattur og skorinn í flök. Salti stráð á og þerrað með línklút. Búðingsmót er smurt með smjöri. Hvert stykki er brotið tvöfalt og lagt niður í mótið. Lok sett á mótið og það sett inn í heitan ofn í 10—15 mín. Spínatið er hreinsað og suðan látin koma upp á því, sett á gatasigti og pressað þar í gegn um. Spínatið síð- an hitað í potti með smjöri, sett yfir fiskinn og þar á hellt rjómajafningnum. Einnig má strá yfir rifnum osti. Bakað í ofni í 10—15 mín. Rjómajafningurinn: Smjör- ið brætt í potti, hveiti hrært þar út í og þynnt út með rjómanum. í hans stað má nota mjólk. — Nota má hvaða fisk sem er. Rauðkál efca spfnat er ágætt me'S steiktum kjötbollum. SPÍNAT- OG NJÓLAJAFNINGUR. 400 gr. spínat, 200 gr. njóli, 25 gr. smjörlíki, 20 gr. hveiti, 1% dl. mjólk, sykur og salt. Leggirnir eru rifnir af spínatinu og njól- anum, þvegið vel og soðið í 10 mín. í saltvatni. Látið á gatasigti, köldu vatni hellt yfir og saxað í söxunarvél. Smjörlíki og hyeiti er bakað saman, þynnt út með mjólk- inni og það græna sett út i. Salt og sykur eftir smekk. Ath. Bezt er að hafa eintómt spínat í þennan jafning. Sömuleiðis er njólajafningur búinn til á sama hátt. Gott hvítkál er fast og þungt í sér. >ví litarsterkara sem grænmetiS er, þess bætiefnaríkara er þatS. Hollt og gott er atS jafna súpur og sósur metS eggjum. NautSsynlegt er ati eiga grænmetis-rífjárn. Baunir eru til bragtSbætis í marga grænmetisrétti. Bezt er atí hafa þykka jafninga metS jurtafætSu. Vinnandi fólk þarf kraftmikinn spónamat sé hinn rétturinn ein- göngu grænmeti. SPÍNATBÚÐINGUR. 1i/2 matsk. smjörlíki, 80 gr. hveiti, 6 dl. mjólk, 3—4 eggjarauður, salt og pipar, 350 gr. spínat, 4 eggjahvítur, 4 harðsoðin egg. Spínatið er tínt, þvegið og soðið í vatni, þar til það er mjúkt, sett á gata- sigti og köldu vatni hellt yfir. Vatnið undið úr því og spínatinu nuddað gegnum sigti. Þá er það sett í pott og þurrkað yfir eldi, þar til allt vatn ,er gufað í burtu. ■— Smjörið er brætt, hveiti hrært út í og þynnt út með mjólkinni. Kælt og hrært í við og við. Þá eru eggja- rauðurnar hrærðar út í ásamt spínatinu. Síðast er hin- um stífþeyttu hvítum blandað gætilega saman við og kryddað eftir smekk. Mót eða venjuleg skál er smurð með smjöri, deigið sett þar í, látið inn í ofn og soðið í tæpa klst. í vatni. Smjörpappír er bundið yfir skálina. Soðið þar til búðingurinn er stinnur og má prófa það með bandprjóni. Hvolft á kringlótt fat, harðsoðnum eggjum raðað utan um og í miðjuna. Eru eggin skorin í sneiðar, hvítuhringunum raðað fallega í miðjuna, en eggjasneiðum utan um. Borðað strax með sósu, holandis- eða rækjusósu eða bræddu smjöri. TOPPKÁL MEÐ KJÖTDEIGI. 1 kg. toppkál, i/2 kg. kjötdeig, 20 gr. smjörlíki, 1/, 1. vatn og salt, 1 tesk. hveiti. Toppkál eða laust hvítkál er skorið í ræmur. Helmingurinn af kálinu er settur í smurðan pott, þar á er smurt öllu kjötdeiginu og ofan á sett það, sem eftir er af kálinu, vatni hellt á og þetta soðið í 3 stundar- fjórðunga. Einu sinni verður að snúa í pottinum. Kjöt- kakan sett á fat, hveitijafningur settur í, sé soðið þunnt. Spínatið er auÖugast af öllum jurtum aíS járni. BeriÖ grænmeti fram sjóðandi heitt. Grænmetis miðdegisverðir. SoÖiS blómkál með fylltum tómötum og soðnum kartöflum. Rabarbarakaka (pay). Spínatsúpa. Grænmeti á fati með hrærÖu smjöri. Rabarbarasúpa með bitum. Kartöfluhringur metS spínatjafningi, grænu salati og rjóma. Blómkálssúpa. Grænkálshringur meíS brúnu'Öum kartöflum etSa spínatbútSingur.

x

Grænmetisréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grænmetisréttir
https://timarit.is/publication/1616

Tengja á þetta tölublað: Grænmetisréttir (01.06.1937)
https://timarit.is/issue/419763

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Grænmetisréttir (01.06.1937)

Aðgerðir: