Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 11
Rabarbara-kökur og rabarbara-hlaup.
RABARBARAHLAUP í GLASI. l/2
kg. rabarbari, i/j h vatn, 5—6 matsk.
sykur, 6—8 bl. matarlím. Matarlím-
ið lagt í kalt vatn. Rabarbarinn hreins-
aður og skorinn í bita og soðinn með
vatni og sykri við hægan eld í 3—5
mín., eða þar til bitarnir eru meyrir.
Matarlímið tekið upp úr vatninu og
sett út í. Þ,egar hlaupið er kalt er því
jafnað í stór vínglös (kampavínsglös
eða rauðvínsglös) og þegar það er
stíft er það borið fram með hráu
eggjakremi eða þeyttum rjóma. í stað-
inn fyrir glös má láta hlaupið í gler-
skál. Einnig má sía rabarbarabitana
frá 0g verður þá hlaupið mikið tær-
ara og jafnvel betra.
HRÁTT EGGJAKREM. 2 eggjarauð-
ur, 2 matsk. sykur, 2 eggjahvítur, 1 dl.
rjómi. Rauðurnar hrærðar með sykr-
inum, þar í blandað þeyttum eggja-
hvítunum og þeytta rjómanum. •—
Munið að búa þetta krem til um leið og það er borið Rabarbarakompot er tilvaliS meí steiktum kjötréttum, þykkum
inn. Ekki er nauðsynlegt að hafa rjóma. Ágætt með brísgrjónagraut og áfasúpu, í staíinn fyrir rúsínur. Einnig má
öllum ávöxtum. hafa rabarbara *' sta* rúsína •' ióUbrauV.
Venjuleg rabarbarakaka, sem sett er í topp á fatið.
Þar á er sprautað þeyttum rjóma og súkkulaði skafið í kring.
NotfœriS ykkur rabarbarann á sem fjölbreyttastan hátt, hann
gerir mikla tilbreytingu í okkar ávaxtasnau^a fœtSi.
ÞÝZK RABARBARAKAKA. 1 tertukaka eða köku-
molar, rabarbarakompot, 21/2 dl. rjómi, 2 egg, 2 matsk.
sykur, 2 bl. matarlím, vanilla, þeyttur rjómi. Mjólkin
er hituð, eggin hrærð með sykrinum og þar í látin mjólk-
in og matarlímið, sem lagt hefir verið 1 bleyti. Kakan
sett í flata skál, þar á hellt rabarbarakompotinu, sem
jafnað er með ofurlitlu maisinamjöli. Þar yfir kremið,
skreytt með þeyttum rjóma. I staðinn fyrir tertukök-
una má nota kökumola.
HafiS rabarbaraköku meS kaffi, uppskrift aS henni er í „150
jurtaréttum".
RABARBARAKAKA (PAY). 200 gr. hveiti, 200 gr.
smjör, 25 gr. sykur, 1 lítið egg, % kg. hrár rabarbari
(hreinsaður), 3% dl. sykur, þeyttur rjómi. 1 hveitið er
blandað sykri og smjörið mulið þar saman við og vætt
í með egginu. Hnoðað fljótt saman, bíði á köldum stað
lum stund, flatt út í fr.ekar þykka köku, sem látin er í
smurt kökumót, og allt mótið klætt með kökunni. Þar
á er settur rabarbarinn, sem er smá brytjaður, og sykr-
inum blandað innan um. Kakan breidd yfir og má
hvergi sjást í rabarbarann. Bakað í heitum ofni í %,
klst. Látið kólna í mótinu og hvolft á fat. Borðað kalt
með þeyttum rjóma.
Ath. Bezt er að hafa kringlótt mót með lausum botni,
en vel er hægt að nota aflangt jólakökumót.
Þurrkit! rabarbara til vetrarforíSa. LesiS um þa8 f „150 jurta-
réttum“.
VeljitS góðan geymslustatS fyrir graenmetitS nt haustinu.
RABARBARAEGGJAKAKA. i/2 kg. rabarbari, 125 gr.
sykur, i/2 dl. vatn, 6 egg, 1 matsk. súr rjómi, 5 matsk.
sykur, 1 tesk. sítrónuflus. Rabarbarinn flysjaður, þveg-
inn og skorinn í smáa bita, sem settir eru í kökumót
með sykri og vatni. Bakað í ofni í 10—15 mín. eða þar
til rabarbarinn er meyr. Hellt á gatasigti og lögurinn
látinn síga vel af. Kælt. Eggjarauðurnar hrærðar með
sykri, rjóminn hrærður þar í og síðast hinar stífþeyttu
hvítur. Helmingnum af eggjunum hellt í kökumót, þar
á settir rabarbarabitarnir og það sem eftir er af eggj-
unum. Bakað í % klst. við meðalhita. Borðað heitt eða
kalt með þeyttum rjóma.
HafiS rabarbaradrykk sem svaladrykk a?5 sumrinu.
Þvoií rabarbarann áður en hann er skorinn.
Sé skorinn mikill rabarbari er gott að skera hann í brauðhníf.
RABARBARASÓSA. i/2 kg. rabarbari, 100 gr. sykur,
2 dl. vatn, iy2 tesk. kartöflumjöl, 1/2 dl. vatn. Rabar-
barinn soðinn í heilum bitum í móti inni í ofni. Safan-
um hellt af og hann jafnaður með kartöflumjölsjafn-
ingi. Þegar hann hefir soðið, er honum hellt yfir bitana.
Gætið þess að þeir fari ekki í sundur. Borðað með búð-
ingum.
HRÁTT KÁL MEÐ SÚRRI RJÓMASÓSU. i/2 kg. kál
(hvítkál eða blómkál) eða gulrætur, % dl. súr rjómi,
70 gr. sykur, % dl. edik. Rjóminn er stífþeyttur. Sykiú,
salti og pipar blandað saman við og síðast edikinu eða
sítrónusafa. Þar í er hrært kálinu, sem er mjög smátt
skorið eða rifið. 1 stað rjóma má nota hrærða eggja-
rauðu, sem krydduð er eins og rjóminn, einnig may-
onnaise eða salatolíu, sem þá einnig er krydduð. Nota
má í þetta salat hvaða rifið kál sem er.