Grænmetisréttir

Árgangur
Tölublað

Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 7

Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 7
Blandað grænmeti. KÁLFAKÓTELETTUR MEÐ BAUNAJAFNINGI. 12 kálfakótelettur, salt og pipar, 100 gr. smjörlíki, 100 gr. smjör, baunajafningur. Kóteletturnar eru skafnar 2—-3 cm. frá rifbeininu og barðar svo að bær verði jafn þykk- ar. Salti og pipar stráð yfir þær. •— Smjörlíkið brúnað vel á pönnu, kóteletturnar brúnaðar þar í við mikinn hita þar til þær eru móbrúnar, þá er smjörið sett á pönm una og þær steiktar áfram við hægan eld í 10 mínútur. Gætið þess, að kóteletturnar verði ekki þurrar. Á sama hátt má 6teikja lamba-kótelettur. Baunajafningur settur á mitt fatið og kótelettunum raðað í kring (sjáið myndina). Bréfservíettum, sem klippt er upp í, er vafið um kótelettubeinin, svo að það myndist mansétta. — Nota má hvaða grænmeti sem er í stað baunanna, ágætt er að hafa blómkál. Brúnað smjör af pönnunni er borið með. Munið að hafa kótel- etturnar vel heitar. t»ví nor<5ar á hnettinum sem seljurót er ræktuS, þess sterkari er hún á bragSiS. GRÆNT SALAT MEÐ STEIKTUM FISKI. 1—2 salat- höfuð, 1 gúrka, 2—3 tómatar, 1,4 d,I. salatolía, 1 matsk. edik, salt, pipar og sykur. Salatið er skorið í smáar ræmur, gúrkan í sneiðar, tómatarnir flysjaðir og skornir í sneiðar. Olían, edikið og allt kryddið hrært saman. Leginum er hellt yfir grænmetið og því blandað gætilega saman, sett í glerskál eða borið fram í hörpudiskum eða smádiskum handa hverjum manni. Gúrkunni og tómöt- unum má sleppa, en þess í stað nota harðsoðin egg. ÍRSKUR JAFNINGUR. l/2 kff- frekar feitt kjöt, i/2 kg. hvítkál, 4 gulrætur, 4 kartöflur, salt og pipar, 1—2 d.l. vatn. Allt grænmetið hreinsað og skorið í jafna bita. Kjötið einnig skorið í bita. Feitasta kjötið er sett á botn- inn á pottinum, þar á kál, kartöflur og gulrætur, aftur kjöt og þannig til skiptis. Salti og pipar er stráð á milli laga. Vatni hellt yfir og soðið í 1—IY2 klst. við mjög hægan eld, með hlemmi, sem fellur alveg að pottinum, 0g má helzt ekki hræra í pottinum. Sett á fat í topp. Það á hér um bil enginn vökvi að vera á jafningnum. 1 þennan rétt má nota hvaða grænmeti sem.er. Heppilegt er að hagnýta þannig þær jurtir, sem eru að einhverju leyti gallaðar. í staSinn fyrir lakk má nota tólg til a8 bræSa yfir flöskur. KÁL-FISKBÚÐINGUR. 500 gr. beinlaus fiskur, 2 mat- sk. hveiti, li/2 matsk. kartöflumjö.l, 2 tesk. salt, 14 tesk. pipar, 2 dl. mjólk, 1 kg. blómkál eða hvítkál, tómat- eða karrysósa. Fiskurinn vigtaður og hakkaður 4 sinnum með saltinu og piparnum. Þá er hveiti og kartöflumjöli hrært saman við og hakkað 2 sinnum. Hrært með mjólkinni um stund. Helmingurinn af fiskdeiginu er settur í vel smurt aflangt mót, þar á hálfsoðið kál, og það sem eftir er af fiskdeiginu. Formið sett í pott með heitu vatni og soðið í 2—3 stundarfjórðunga. Borið fram með tómat- eða karrysósu. GRÆNMETI I MAYONNAISE. 1 stórt, soðið blómkáls- höfuð, 4 stórir tómatar, soðnar gulrætur, mayonnaise, salatblöð. Blómkálið sett á mitt fatið og þar yfir spraut- að mayonnaise. Tómatarnir eru skornir í tvennt og hol- að innan úr þeim og þeir fylltir með gulrótunum, sem eru smábrytjaðar. Þar á sprautað því sem eftir er af may- onnaise. Tómötunum raðað í kring um blómkálið, og eitt salatblað sett undir hvern tómat. Borðað sem millirétt- ur, eða borið fram á ka.lt borð. BorðiS kjöt meÖ kartöflunum, en ekki kartöflur meí kjötinu« eins og margir gera. BRÚN GRÆNMETISSÓSA. 1 laukur, 25 gr. smjörlíki, 25 gr. hveiti, grænmetissoð, tómatkraftur og sósulitur, salt og pipar. Laukurinn er skafinn smátt og brúnaður í smjörlíki. Hveitið hrært þar út í og þynnt út með heitu grænmetissoðinu. 1 matsk. tómatkraftur er sett út í og sósulitur, þar til sósan er brún. Salt og pipar eftir smekk. Setji?5 jurtir aldrei ofan í volgt vatn, heldur sjóÖandi. HagnýtiíS jurtasoíií. JURTASÚPA I. 2 gulrætur, 1 seljurót, eða 250 gr. hvít- kál, 2 kartöflur, söxuð steinselja, 30 gr. smjörlíki, ltyg 1. soðið vatn, salt. Grænmetið hreinsað og skorið í jafn- ar litlar ræmur. Smjörið brætt og grænmetið sett þar út í og hrært í því þar til minnkar í pottinum. Þá er heita vatninu hellt á og saltað, soðið í 20—30 mín. Söxuð steinselja sett út í, en má ekki sjóða eftir það. Ath. Nota má hvaða jurtir, sem fyrir hendi eru, í þessa súpu. Steinselja er víðast til bragtSbætis og prýtSis. JURTASÚPA II. 125 gr. spínat, 100 gr. gulrætur eða gulrófur, 2 blaðlaukar eða 1 laukur, 2 kartöflur, 40 gr. smjörlíki, 40 gr. hveiti, iy2 1. kjötsoð, salt. Allt græn- metið er hreinsað og skorið smátt og soðið í kjötsoðinu í 15 mínútur. Smjörið hrært lint í skál, hveitið hrært þar saman við, og þegar það er jafnt deig, er það látið út í á sleifinni og hrært í, þar til súpan er kekkjalaus, saltað eftir smekk og soðið í 5 mín. Ath. Nota má hvaða græn- met, sem er, bezt er að hafa sem flestar tegundir. VindiS saiaia steinselju í þurrum klút, áSur en benni er atráV yfir matinn.

x

Grænmetisréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grænmetisréttir
https://timarit.is/publication/1616

Tengja á þetta tölublað: Grænmetisréttir (01.06.1937)
https://timarit.is/issue/419763

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Grænmetisréttir (01.06.1937)

Aðgerðir: