Grænmetisréttir - 01.06.1937, Blaðsíða 8
Tómatar, fjallagrös, grænmeti í hlaupi.
Bætiefnatafla.
Það dökka á myndunum sýnir bætiefnamagn hinna
ýmsu' fæðitegunda, — því dekkri sem geirarnir eru,
þess meira er af því bætiefni, sem stafurinn táknar.
Þessi mynd gefur mikið gleggra yfirlit yfir bætiefni
hinna ýmsu fæðitegunda en venjuleg bætiefnatafla.
Til skamms tíma hefir aðeins í bætiefnatöflum verið
talin fjögur bætiefni: A, B, C og D, en hér eru þau 6.
GRÆNMETI I HLAUPI. 1 1. vatn, 6 súputeningar,
salt og pipar, 14 blöð matarlím, gulrætur, blómkál eða
asparges, grænar baunir, steinselja, tómatar eða rauðróf-
ur. Súputeningarnir eru bræddir í heitu vatninu. Þeg-
ar það sýður er salt og pipar látið út í ásamt matarlím-
inu, sem áður hefir verið lagt í kalt vatn. Hrært í þar til
það er bráðið. Þá er soðið síað á þéttum línklút. Af-
langt jólakökumót er skolað úr köldu vatni eða smurt
með olíu. Lítið soð er látið í mótið. Þegar það er næst-
um hlaupið saman, þá er grænmetið, sem áður er soð-
ið og skorið fallega út, raðað eins smekklega og unnt
er ofan á. Þá er soðinu hellt gætilega á. Þegar það er
næstum hlaupið saman er meira grænmeti látið á og
það, sem eftir er af soðinu. Bezt er að búa þetta hlaup
til daginn áður en á að borða það. Hlaupinu; er hvolft
á aflangt fat. Öðrum megin er sett grænt salat, sem
skorið er í ræmur. Þar á að sprauta mayonnaise hafi mað-
ur það. Hinum megin á fatið er gott að raða þunnum
sneiðum af svínakjöti, hangikjöti eða öðru kjöti. Það
má bera hlaupið fram, til kvöldverðar, án þess að hafa
nokkuð með því. Þetta er ágætis milliréttur til mið-
degisverðar. Þá er borið með því rimoladesósa. — 1 stað
súputeninga má nota grænmetissoð.
BoríSiíS hráa tómata meí brautSi og smjöri, þaíS er hollast.
TÓMATSÓSA. 14 kg. nýir tómatar, 2!/£ dl. vatn, salt
og pipar, 30 gr. smjörlíki, 30 gr. hveiti. Tómatarnir
þvegnir og skornir í 4 parta og soðnir 1 saltvatni með
pipar, þar til þeir eru komnir vel 1 mauk. Þá er þeim
nuddað gegnum gatasigti. Smjörlíkið brætt, hveiti
hrært út í og þynnt út með tómatkraftinum, og fisk-
eða kjötsoði í viðbót, ef þörf er á. f stað þess að búa til
jafning er hollara að jafna sósuna með ofurlitlu af
sagómjöli.
HafiíS sem fjölbreyttastar jurtir í kjötsúpunni.
TÓMAT-EGGJAKAKA. 4—6 tómatar, 6 egg, salt, %
1. mjólk, 2—3 laukar, 1—2 matsk. hveiti, smjörlíki.
Tómatarnir eru skornir í jafnar sneiðar. Laukurinn
einnig skorinn í sneiðar, brúnaður 1 smjörlíkinu á pönnu,
settur á disk. Tómatsneiðarnar brúnaðar í smjörinu,
þeim einnig raðað á disk og salti og pipar stráð yfir. f
hveitið er eggjunum, saltinu og mjólkinni hrært, hellt
á heita pönnuna og bakað, þar til það er hálfstíft. Þá
er tómatsneiðunum raðað á og eggjakakan bökuð, þar
til hún er stíf. Látið á fat og brúnuðum lauk stráð yfir
eða saxaðri steinselju. í staðinn fyrir tómat má hafa
hvaða grænmeti sem er. Er það soðið, en ekki brúnað.
Gott er aty hafa rabarbara og njóla saman í jafninga.
Uppskriftir a?S ýmsum gulrófnaréttum eru í ,,150 jurtaréttum“.
TÓMATSÚPA. 2 1. kjötsoð, 750 gr. tómatar, 3 stórir
tómatar, salt og pipar, 60 gr. smjör, 60 gr. hveiti, 1 dl.
rjómi, 1 glas sherry eða annað vín. 750 gr. tómatarnir eru
þvegnir og brytjaðir í smátt og soðnir, þar til þeir eru
alveg komnir í mauk. Þynnt út með kjötsoðinu eftir
þörfum. Salt og pipar eftir smekk. Stóru tómatarnir
reknir ofan í sjóðandi vatn í augnablik, skornir þvers-
um í tvennt og tekið innan úr þeim með teskeið, það er
soðið með kjötsoðinu. Tómatarnir eru fylltir með þeytt-
um rjóma, sem er ósætur. Smjörlíkið er brætt, hveitið
hrært út í, þynnt út með tómati og kjötsoðinu. Krydd
eftir smekk. Síðast er vínið látið í. Ausið á diskana og
hálfur tómatur með rjóma settur á hvern disk. í stað-
inn fyrir tómata og rjóma má hafa slöregg í súpuna.
SjóSiS rabarbarakompot í bakarofninum.
FJALLAGRASABÚÐINGUR. 1- rjómi, 4 bl. matar-
lím, 1 hnefi fjallagrös, vatn og sykur, Fuerte vanilla.
Fjallagrösin eru tínd og lögð í heitt vatn í 2 klst., tek-
in upp og söxuð smátt. Matarlímið lagt í bleyti í 15
mín., tekið upp og brætt yfir gufu og þynnt út með vatni
af grösunum. Rjóminn þeyttum, sykur og vanil.la sett
út í, þar samaii við eru fjallagrösin látin og síðast mat-
arlímið. Sett 1 skál og skreytt með rjóma.
Kmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmKmmmmmmmmmmmmmmmmmKKmmmmKmmmmmmmmmmmmmmKmmammmmKm^
FlysjiS ekki nýjan rabarbara.
Hollast er aS sjóSa allar jurtir ■ gufu.